Fréttatíminn - 27.01.2012, Blaðsíða 10
G l æ s i b æ | Á l f h e i m u m 7 4 | 1 0 4 R e y k j a v í k | Þ j ó n u s t a á l a n d s b y g g ð i n n i | S í m i 5 6 8 6 8 8 0 | w w w. h e y r n a r t æ k n i . i s
Bókaðu tíma í fría heyrnarmælingu í síma 568 6880
og fáðu Intiga til prufu í vikutíma
Intiga eru ofurnett heyrnartæki og hönnuð með það fyrir augum að gera aðlögun að notkun
heyrnartækja eins auðvelda og hægt er. Hljóðvinnslan er einstaklega mjúk og talmál verður
skýrara en þú hefur áður upplifað.
Með Intiga verður minna mál að heyra betur í öllum aðstæðum!
*Í flokki bak við eyra heyrnartækja
sem búa yfir þráðlausri tækni og hljóðstreymingu
Heyrnartækni kynnir ...
Minnstu heyrnartæki í heimi*
É g vil að yfirvöld komi okkur til bjargar. Segi okkur satt og rétt frá og gefi okkur svör,“ segir Kolbrún
Jónsdóttir, sem er 44 ára fimm barna
móðir sem býr á Selfossi. Hún fékk fölsku,
frönsku PIP-sílikonpúðana í brjóst sín hjá
Jens Kjartanssyni lýtalækni árið 2007
Velferðarráðuneytið hefur sent frá sér
tilkynningu um að leitarstöð Krabba-
meinsfélagsins taki við tímapöntunum
kvennanna frá og með 26. janúar. Kon-
urnar hafa beðið eftir fyrirmælum frá því
á milli jóla og nýars. „Nú er bréfið fundið
en púðarnir týndir,“ segir Kolbrún og
vísar í að ráðuneytið hafi gefið út að lekir
púðar verði teknir úr á Landspítalanum,
en ekkert sé talað um hvort konunum
standi til boða að fá aðra í staðinn.
Kolbrún lýsir miklum heilsubresti sem
hún rekur nú til sílikonsins í brjóstum
sínum. Hún hafi verið kraftmikil kona
sem aðeins þurfti fimm tíma svefn; sá um
börnin, hélt heimili og var í námi, en þurfi
nú að leggja sig á daginn, þrífa heimilið
sitt í pörtum og forgangsraða verkefnum
vegna orkuleysis. Hana vanti allt þrek og
finni fyrir máttleysi.
„Mér hafði þó ekki dottið í hug að
sílikon-púðarnir orsökuðu veikindin sem
ég hef gengið í gegnum frá árinu 2009.
Þrekleysi, hármissir, verkir í liðum og
líkamanum, glútenóþol... Ég hef farið í
MS-próf, því öll einkennin bentu til þess
sjúkdóms, heilaskanna og líkaminn hefur
verið skannaður. Ég hef eytt vel á annað
hundrað þúsund krónum í lækniskostnað
á þessum tíma til að reyna að finna út hvað
amar að mér. Aldrei fannst neitt.“
Kolbrún hefur nú fengið staðfest að
báðir PIP-púðarnir leka. Hún hitti Jens
lýtalækni í byrjun mánaðarins. Hann
sagði, eftir lauslega skoðun, að ekkert
væri að púðunum. Hún hitti síðar tvo lýta-
lækna – Ottó Guðjónsson, formann félags
lýtalækna á mánudag, sem hún segir að
hafi sagt ekkert benda til leka en ákveð-
ið að senda hana í sónar. Þar hafi leki
komið í ljós og Ottó sagði þá að hún þyrfti
í aðgerð sem fyrst. Hann væri hins vegar
að fara í frí.
Kolbrún leitaði til annars læknis sem
líklegast framkvæmi aðgerðina. Hún segir
að báðir hafi sagt henni að ekkert sé því
til fyrirstöðu að setja nýja púða í brjóst
hennar.
„Ég vil hafa brjóst,“ segir Kolbrún sem
fékk fyrstu sílikon-púðana í brjóst sín árið
1988. Púðarnir reyndust einnig gallaðir;
framleiddir af bandaríska fyrirtækinu
Dow Corning. Fyrirtækið hafði lofað ei-
lífðarendingu á sílikon-púðum sínum.
Síðar kom í ljós að þeir voru krabbameins-
valdandi ásamt því að valda ýmsum öðrum
sjúkdómum. Eftir hópmálsókn á hendur
fyrirtækisins sem vannst varð fyrirtækið
gjaldþrota. Púðar Kolbrúnar voru fjar-
lægðir árið 1995.
„Þá þurfti að skafa sílikonið af rifbein-
um mínum, skera í brjóstvöðva og fleira.
Þurft hefur að skera þrjá fleygskurði í
vinstra brjóst mitt og fjarlægja tíu æxli
og eitt úr holhönd,“ segir hún. „Yfirvöld
brugðist mér þá og þau bregðast mér aftur
núna. Ég hef sent nokkrum þingmönnum
og fjölmiðlafólki bréf í gegnum Facebook.
Ég fékk aðeins svar frá Álfheiði Inga-
dóttur [fyrrum heilbrigðisráðherra og
þingmanni VG] og símtal. Hún gagnrýndi
meðferðina á málinu.“
Viðmót margra brenglað
Kolbrún segir að hún sé þreytt á lélegu
viðmóti yfirvalda. „Ég hef reynt að fá fund
hjá landlæknisembættinu. Mér var svarað
og lofað að hringt yrði í mig. Ég beið alla
Átta af níu
konum með
sprungna
PIP-púða
Átta af þeim níu
konum sem hafa farið í
ómskoðun af 80 skjól-
stæðingum Sögu Ýrr
Jónsdóttur lögmanns
eru með sprungna PIP
sílikon-púða.
Saga undirbýr
málarekstur á hendur
dreifingaraðila PIP-púð-
anna, sem hún segir að
á ákveðnum tímabilum
hafi verið eiginkona lýta-
læknisins Jens Kjartans-
sonar, honum sjálfum,
en einnig í einhverjum
tilfellum íslenska ríkinu
til þrautavara. Hún segir
að þrjár kvennanna hafi
þegar farið í aðgerð og
látið fjarlægja púðana.
Konurnar vilji heilsutjón
sitt bætt og geri kröfu á
endurgreiðslu útlagðs
kostnaðar. Fyrsta
stefnan gæti orðið eftir
um tvær vikur.
„Konurnar lýsa sam-
bærilegum einkennum:
Verkjum í brjóstum,
doða í höndum, þreytu,
hausverk, beinverkjum,
liðverkjum , svitaköstum,
kuldaköstum og hárlosi.
Sumar eru frá vinnu
vegna verkja,“ segir
Saga. „Þessar konur eiga
það sammerkt að hafa
aldrei spáð í púðunum
sem þær fengu heldur
treystu þær lækninum.
Sumar þeirra segja að
þær hafi valið jafnvel
valið Jens því að hann
hafi verið dýrastur,“
segir Saga. Þannig hafi
þær viljað tryggja gæðin.
- gag
Með tvo sprungna
PIP-sílikonpúða
Kolbrún Jónsdóttir upplifir nú í annað sinn að vera með ónýta sílikon-púða í
brjóstum sínum. Árið 1995 lét hún farlægja bandaríska, krabbameinsvaldandi
púða. Hún þurfti í framhaldinu að láta fjarlægja tíu æxli úr brjóstum sínum. Nú
er hún með tvo sprungna iðnaðarsílikonpúða og á leið í fjórðu aðgerðina.
Kolbrún Jónsdóttir er með sprungna PIP-síli-
konpúða og þarf nú að fara í fjórðu aðgerðina
frá árinu 1988 en þá fékk hún sér sílikonpúða
í fyrsta sinn. Hún rekur heilsuleysi sitt til
púðanna. Mynd/Hari
síðustu viku. Ég hef reynt að ná
í Jens frá síðasta fundi okkar
en mætt ömurlegri framkomu í
Domus Medica. Ég er ofsalega sár
og reið við Jens. Hann fer í leyfi á
meðan við konurnar erum í lausu
lofti; hræddar og áhyggjufullar,“
segir hún.
„Við erum systur, dætur, mæður
og þegnar þessa lands. Viðmót
margra er á þann veg að líf okkar
skipti engu máli af því að við
séum „hégómalegar pjattrófur“
sem fengum okkur aðskotahlut í
líkama okkar. Að við hefðum átt
að sætta okkur við að hafa engin
brjóst. Á sama tíma á kona með
engin brjóst eftir krabbameinsað-
gerð ekki að þurfa að sætta sig við
slíkt. Afstaðan þjóðfélagsins þá
er mjög jákvæð. Í huga mínum er
þetta bregluð hugsun,“ segir hún.
„Ég kem til með að fara í að-
gerð. Við hjónin höfum aðstöðu
til að afla okkur fjár svo tækla
megi þetta mál. En í minni stöðu
eru einstæðar mæður, konur í for-
ræðisdeilu, á atvinnuleysisbótum
og jafnvel gjaldþrota. Hvað eiga
þær að gera? Þær geta ekki gert
neitt. Þær eru háðar skilmálum
yfirvalda – þurfa jafnvel að lifa
með þetta iðnaðarsílikon innan í
sér. Ég berst fyrir hag þeirra og
mun ekki hætta því.“
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
gag@frettatiminn.is
Saga Ýrr Jónsdóttir
lögmaður.
Skoðað að konur fái aðra púða
Velferðarráðuneytið skoðar hvernig hægt sé að
standa að því að konur sem fari þær í aðgerðir á Land-
spítalanum til að láta fjarlægja rofna PIP-púða fái aðra
í staðinn í sömu aðgerð. Ráðuneytið skoðar einnig
hvort einhver þurfi að sæta ábyrgð á því að kon-
urnar fengu engar upplýsingar um gölluðu, fölsku
framleiðsluna þegar tilkynnt var um hana árið
2010. Samkvæmt upplýsingum ráðuneytisins þarf
að fara yfir margt í ferlinu; hjá ráðuneytinu, land-
lækni og einstaklingunum. Læra verði af málinu.
Eins og staðan sé nú bendi ekkert til þess að púð-
arnir séu eitraðir heldur bendi niðurstöðurnar
rannsókna til þess að þeir erti meira ef þeir leka,
leki oftar en þá ekki ólíkt öðrum sílikonpúðum.
Sýni nýjar rannsóknir annað verði aðgerðum
yfirvalda hagað samkvæmt þeim. Núna sé mat
ráðuneytisins að áhætta við að taka púðana úr heilbrigðri
konu sé meiri en að láta þá vera. - gag
10 úttekt Helgin 27.-29. janúar 2012