Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.01.2012, Síða 20

Fréttatíminn - 27.01.2012, Síða 20
Þ að er björt og falleg ung stúlka sem er mætt á undan mér á staðinn þar sem við höfðum mælt okkur mót í miðbæ Reykjavíkur. Þrátt fyrir slæma færð er hún á undan áætlun, sem þykir heldur óvenjulegt á Íslandi nútímans, þar sem allir eru yfirleitt aðeins of seinir. Við nánari athugun þarf það þó ekki að koma á óvart. Hin átján ára gamla Guðbjörg Þor- steinsdóttir ber ekki utan á sér hvað hún hefur þurft að ganga í gegnum á stuttu æviskeiði sínu. Hún er með Tourette sjúkdóm og í ofanálag ár- áttu- og þráhyggjuröskun, sem lýsir sér í ofuráherslu á skipulag, sem á eflaust sinn þátt í að skýra hve tímanlega hún er mætt. Við vindum okkur beint í að ræða sögu sjúk- dóms hennar, sem fyrst kom fram við fimm ára aldur, þegar Guðbjörg hætti að nota snuð. Það er ekki laust við að hún sé örlítið feimin, en það hverfur fljótt, þegar hún byrjar að ræða þetta hjartans mál. Ég byrja að spyrja hana um einkennin. Ef ég er stressuð versnar allt „Hjá mér hafa þetta alltaf fyrst og fremst verið miklir kækir, ég blikka augunum mikið og gef svo frá mér hljóð úr munninum og kokinu. Þau koma allt í einu og ég ræð ekki neitt við neitt. En þetta gengur í bylgj- um. Núna hef ég til dæmis nánast engin einkenni haft í fimm daga, en svo þegar mikið gengur á hjá mér magnast þau og versna mjög. Þegar ég var lítill krakki skildi ég ekki sjúkdóminn og hvað gerði einkenn- in verri, en síðan fór ég að átta mig á að þetta væri álagstengt. Ef ég er stressuð versnar allt.“ Einkennin virka kannski ekki mikil við fyrstu sýn, en þegar hugs- að er til þess hve mjög krakkar forð- ast að vera öðruvísi er ljóst að Guð- björg hefur gengið í gegnum miklar efasemdir um sjálfa sig, sjálfsniður- rif og þráhyggju. „Þið getið varla ímyndað ykkur hvað ég hef oft hugsað „af hverju er ég svona?“ Þetta versnaði hægt og bítandi og náði hámarki þegar ég var 14 ára gömul. Þá var ég orðin skelfilega slæm og augljóst að eitt- hvað yrði að gerast til að ég hrein- lega gæti verið innan um fólk án þess að vera stöðugt að brjóta sjálfa mig niður.“ Fékk loks rétta greiningu 12 ára Þó að einkenni sjúkdómsins hafi verið ljós frá fimm ára aldri, var það ekki fyrr en Guðbjörg var 12 ára gömul að hún fékk loksins rétta greiningu. Það var henni mikill léttir. „Grunnskólinn var stundum erf- iður. Það var erfitt að fela sjúk- dóminn og þurfa jafnvel að ljúga til um það hvers vegna ég væri með ákveðin hljóð og kæki. Það bjó til rosalega spennu innra með mér. En það var rosalega mikilvægt að fá skýringu á því af hverju það stafaði. En samt voru árin frá tólf til fimmtán ára mjög erfið. Maður er stöðugt að hugsa um hina krakkana þegar maður lærir og sérstaklega þegar það voru próf. Þá var algjör þögn og auðvitað ömurlegt að gefa kannski frá sér hátt hljóð á meðan Efaðist stöðugt um sjálfa sig en stendur nú bein í baki Guðbjörg Þorsteinsdóttir glímir við Tourette. Reynsla hennar er að fullorðið fólk sé mun fordóma­ fyllra en börn og unglingar. Guðbjörg ætlar að fræða grunnskólabörn um sjúkdóminn. Ljósmyndir/Hari Sölvi Tryggvason ritstjorn@frettatiminn.is Framhald á næstu opnu Ég var hrædd um að verða út undan og að gert væri grín að mér fyrir sjúkdóminn, en ég átti mjög góða að og krakkarnir í bekknum voru frábærir. Guðbjörg Þorsteinsdóttir: Fullorðið fólk er sumt ótrúlega dómhart og hreinlega dónalegt. 20 viðtal Helgin 27.­29. janúar 2012

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.