Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.01.2012, Side 40

Fréttatíminn - 27.01.2012, Side 40
Fáir geta leyft sér það sem Valgeir Guð- jónsson gerir, að semja undurfallega ball- öðu, vangadanslag að fornum hætti, en snúa textanum síðan gersamlega á hvolf þannig að í stað ástarorða og unaðar legg- ur flytjandinn metnað sinn í það að míga úti – og meira að segja í lófana á sér. „Út í veður og vind, vatns ég lita mynd, undan vindi,“ segir í ljóðinu. Þekkir þar hver sjálfan sig. Hver hefur ekki migið út í veður og vind? Gjörningurinn er merkileg- ur á sinn hátt – en listaverkið forgengilegt. Leikur Valgeirs með laglínur og ljóð er listfengur og löngu kunnur þjóðinni. Hann fagnaði sextugsafmæli sínu með eftir- minnilegum hætti í Hörpu um liðna helgi innan um aðdáendur, vini og vandamenn. Samhliða kom út lagasafn hans, sjötíu lög á þremur diskum, safn sem ber höf- undi sínum fagurt vitni. Sum samdi Val- geir með öðrum. Það á til dæmis við um fyrrgreint lag og ljóð, Út í veður og vind, en meðhöfundur Valgeirs að því er Egill Ólafsson sem syngur það meistarlega, eins og hans er von í vísa. Þetta á víðar við um þá frægu Stuð- og Spilverksmenn þar sem fleiri en einn er skráður fyrir verkinu, svo sem var með Lennon og McCartney á sínum tíma. Fróðir Bítlaaðdáendur þóttust samt vita hvor hefði lagt meira til. Á hinu frjóa bítla- tímabili bættu þeir hvor annan upp, lögin komu á færibandi, hver stórsmellurinn á fætur öðrum. Það er ekki fjarri lagi að líkja Stuð- mönnum við Bítlana, það er að segja í íslensku samhengi. Heimsfrægðin kom að vísu aldrei, jafnvel þótt annað sjálf Val- geirs, rytmagítarleikarinn Lars Himmel- bjerg, fengi símtal þar um í kvikmyndinni klassísku, Með allt á hreinu. „Worldfame at last, Frímann,“ eru meðal setninga Val- geirs sem lifa og jafnvel ungt fólk vitnar til, ekki síður en heimspeki- legs frasans: „Þetta er ekki rúta, heldur langferðabill.“ Á blómatíma sínum voru Stuðmenn ótrúlega frjóir og Valgeir helsti laga- smiður þeirra. Lögin komu á færibandi, sagði Jakob Frímann Magnússon um Val- geir félaga sinn í ævisögu sem út kom um jólin. Pistilskrifaranum finnst raunar ótrú- legt að lesa ævisögu Jakobs og hlusta á „Samlede Værker“ Valgeirs, enda báðir bráðungir menn, jafnaldrar og skóla- félagar skrifarans. Líklegt er að konur kikni enn í hnjáliðum þegar þær heyra þá og sjá, ekki síður en þriðja karlmennið í fremstu víglínu Stuðmanna, Egil Ólafs- son. Samstarf svo fjölhæfra manna er þjóðarlukka og skilur mikið eftir sig. Það sést ekki síst á fyrrgreindu höfundarverki Valgeirs. Þar rekur hver smellurinn annan frá árum Spilverks þjóðanna og hinni ei- lífu unglingahljómsveit Stuðmönnum, auk sólóferils og samstarfs við fjölda annarra listamanna. Valgeiri, eða Valla, man ég eftir frá því að báðir vorum strákar í sama skóla í Smáíbúðahverfinu, sitt hvoru megin við Réttarholtsveginn. Í félagi við aðra gutta ruddum við land undir fótboltavöll í holti þar sem síðar risu einbýlishús. Það var engin minnimáttarkennd í hópnum þegar að nafngift vallarins kom. Wembley skyldi hann heita. Sjálfsagt höfum við lesið um það mikla mannvirki í íþróttafréttum Moggans eða enn frekar í Tímanum þar sem Alfreð Þorsteinsson sagði tíðindi. Hann varð síðar frægur fyrir annað. Valli var fimur með knöttinn og fim- leikamaður góður. Gott ef hann fékk ekki 10 í leikfimi hjá Árna Njálssyni. Sá knái Valsari liðkaði búka hvort heldur var í Breiðagerðisskólanum eða Réttarholts- skólanum, Réttó. Það var hins vegar engin leikfimi kennd á frumbýlingsárum MH. Þar tók gítar Valgeirs yfir, sem betur fer fyrir okkur hin. Þess vegna eigum við perlurnar She broke my heart, Popplag í G-dúr, Ég held ég gangi heim, Íslenskir karlmenn, Stella í orlofi, Slá í gegn, Stytt- ur bæjarins og Spilaðu lag fyrir mig, sem er samheiti nýju safnplatnanna þriggja. Þá eru ónefndir tugir annarra frægra smella sem hvert mannsbarn kann. Í tvígang hefur Valgeir verið fulltrúi okkar í Evrópu- söngvakeppnninni og nú, þegar þjóðin tryllist enn með handboltalandsliði okkar í stórkeppni, kyrjar hver með öðrum lag Valgeirs, Gerum okkar besta. Það er nefnilega það sem listamaður eins og Valgeir hefur gert, sitt besta. Þess vegna er hann elskaður og dáður að verð- leikum. Hann slær gjarna á létta strengi í textum, er jafnvel galgopalegur, hendir brauðmolum í hausinn á öndum sem hjálmlausum fellur það þungt, en í öðrum textum, eða ljóðum öllu heldur, er alvaran meiri: Lífinu er stundum líkt við linnulausa ferð sem allir fá að fljóta með í fyrir uppsett verð sumir borga í blíðu behag eftir ég og afborgunarstaða mín er orðin ægileg. Það var ljúft að vera hlustandi og áhorfandi á afmælistónleikum Val- geirs þar sem fyrðar glöddust og gamlar skólasystur fengu í hnén. Megum við fá meira að heyra. „Ég legg metnað minn í það að míga úti“ Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL F Te ik ni ng /H ar i S purningin er sett fram í þeim tilgangi að vekja athygli á einu öflugasta sjálf-sprottna nýsköpunar- og hreyfiafli sem hver þjóð hefur yfir að ráða. Það er ekki bara öflugt, heldur er það bæði sjálfbært og krefst lítils annars en góðs umhverfis til að fá að vaxa og dafna. Ekki þarf að ryðja land eða nýta náttúruauðlindir og ekki þarf að byggja stórar byggingar né fjárfesta ríkisfé fyrir milljarða ár hvert. Það eina sem þetta afl þarf á að halda er umhverfi og samfélag sem skilur, þekkir, nærir, verndar og styður aflið til góðra verka. Þetta afl sem ég er að tala um, er auðvit- að frumkvöðlaaflið sem ákveðið hlutfall hverrar þjóðar býr yfir. Aflið brýst út eins og blóm á sólríkum sumardegi og er óend- anleg auðlind orku, djarfhug og nýsköpun. Það merkilega við þetta afl er að það er öfl- ugra og meira nýskapandi og mun skynsam- ara afl í kreppu, en í góðæri. Einstakling- arnir sem knýja þetta afl eru bjartsýnisfólk, lausnadrifið, djarft og reiðubúið til að breyta sínum plönum og aðlaga sínar viðskipta- hugmyndir að þeim raunveruleika sem er til staðar hverju sinni. Þessir einstaklingar eru tilbúnir að fórna eigin hagsmunum fyr- ir hagsmuni heildarinnar, þeir vilja oftast að fleiri njóti góðs af árangri viðskiptahug- myndanna og eru samfélagslega sinnaðari en margur annar. Það eru þó nokkrir hlutir sem hafa haml- andi áhrif á getu þessara einstaklinga og þar með á það magnaða hreyfiafl sem þeim fylgir. Þeir virka þannig að þegar ákveð- ið magn af þeim fer yfir ákveðinn fjölda þá dregur það umtalsvert úr getu þessa afls til að starfa. Þessa þætti hef ég nefnt áður í þessum pistli. Ef skilning á þessu hreyfi- afli skortir og þekkingin er lítil sem engin á því hvernig virkja skal þetta afl, er líklegt að minna verði um árangur. Ef það er engin næring, en hún kemur oftast í formi tæki- færa, ákveðnu frelsi til athafna, aðgengi að fjármagni og starfsfólki þá er líka hættan á að árangur verði minni en ella. Ef það er fátt sem verndar þetta afl á sprotastigi, til dæmis með því að lækka álögur á nýstofnuð fyrirtæki, bjóða þeim upp á skattaaflsætti og aðgang að stuðningi, þekkingu og reynslu þá er einnig lítil von til að árangur náist. Stuðning- ur við frumkvöðla og nýsköp- un er ekki eitthvað sem gert er með einu pennastriki eða einni ákvörðun. Þetta snýst um margþættar aðgerðir, hug- arfarsbreytingu og markvissa stefnumótun og víðtæka sam- vinnu og samráð allra í samfélaginu. Allir þurfa að taka þetta til sín, ríkisvaldið, fyrir- tækin, einstaklingar með fjármagn og frum- kvöðlarnir sjálfir. Í dag er því miður ekki nóg gert. Ef engin gerir neitt mun ekkert gerast. Hvað ætlar þú að gera til að virkja þetta afl á Íslandi? Framtíð Íslands Eiga frumkvöðlar séns á Íslandi? Birgir Grímsson eigandi og framkvæmd- arstjóri V6 Sprotahúss Aðalstræti 2 / 101 Reykjavík / Sími: 517 4300 / www.geysirbistro.is Borðapantanir í síma 517-4300 Humarsalat & Hvítvín 2.250 kr. Humarsalat með hægelduðum smátómötum, mangó, sultuðum rauðlauk og ristuðum cashew-hnetum ásamt hvítvínsglasi. Bláskel & Hvítvín 2.950 kr. Hvítvínssoðin bláskel úr Breiðafirði ásamt hvítvínsglasi. G e y s ir B istro & Bar FERSKT & FREiSTa ndi Fagmennska í Fy ri rr ú m i SpennAndi sjávarrétta tilBoð 32 viðhorf Helgin 27.-29. janúar 2012

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.