Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.01.2012, Qupperneq 44

Fréttatíminn - 27.01.2012, Qupperneq 44
Ýmsir stjórnmálaforingjar tóku svo til við að útfæra kommúnismann, hver með sínu nefi; svo sem Lenín, Stalín, Maó og meira að segja Tító í Júgóslavíu – oft í órafjarlægð frá frummyndinni. Miklu mildari útfærsla á félags- legri frjálslyndisstefnu mótaðist í Þýskalandi undir aldamótin 1900 og þróaðist yfir í hefðbundna sósíal- demókratíu (e. Social Democracy) sem við þekkjum út um alla Evrópu. Í bókinni Evolutionary Socialism (1901) hafnaði Eduard Bernstein byltingarhugmyndum kommúnista og lýsti því hvernig hægt væri að ná fram félagslegu réttlæti fyrir verkafólk innan ramma markaðarins. Þaðan þróað- ist hugmyndin um velferðarkerfið sem flest Norðurlandanna eru til að mynda reist á. Sænski sósíal- demókratinn Olaf Palme sagði að stað blóðugrar stéttabaráttu kæmi farsælt hjónaband verkafólks og iðnrekenda. Miðjan Á miðjunni varð gríðarleg gerjun upp úr 1880 við endurskoðun enska fræðimannsins Thomas Green á frjálslyndu stefnunni. Endur- skoðunarmenn töldu afskiptaleysis- tefnu Adam Smith, sem túlkuð var í Laissez-faire-hugtakinu, leiða til ójafnaðar og sárrar fátætkar – jafn- vel kúgunar í krafti auðræðis. Slíkt ástand ógni hinu frjálsa samfélagi sem hlyti ávallt að vera megin- inntak frjálslyndu stefnunnar. Því þyrfti ríkið að stíga inn, til að mynda með því að vernda rétt verkafólks til að bindast samtökum, setja sanngjarnar reglur á vinnu- markaði, bæta heilbrigði og auka menntatækifæri þeirra sem höllum fæti standa. Til þess þarf vitaskuld aukið skattfé og þaðan þróaðist nútímaútfærslan á frjálslyndu stefnunni í Bandaríkjunum sem margir Demókratar hafa fylgt, svo sem forsetarnir Woodrow Wilson, Franklin D. Roosvelt, Bill Clinton og Barack Obama. Í seinni tíð hafa hugmyndakerfi frjálslyndra Demó- krata í Bandaríkjunum og sósíal- demókrata í Evrópu nálgast – segja má að hægri vængur evrópskra sósaldemókrata og vinstri vængur bandarískra Demókrata nái nú höndum saman yfir vinstri/hægri ásinn. Hægri Úr hægri arminum þróuðust einnig ýmsar útfærslur sem einkum eiga það sameiginlegt að leggja enn höfuðáherslu á lágmarksríkið í efnahagslegum skilningi en klofn- ingur varð í afstöðunni til siðferðis- mála. Frjálshyggjan (e. Libertarian- ism), sem í Evrópu er enn kennd við frjálslyndi eða ný-frjálslyndi (e. Neoliberalism) en telst til íhalds- stefnu í Bandaríkjunum, náði miklu flugi með endurnýjunarhugmynd- um Friedrich von Hayek í Austur- ríki og Milton Friedman í Chicago. Ríkið átti hvorki að íþyngja fólki með mikilli skattheimtu né sið- ferðislegum mælikvörðum. Og varla með miklum hernaðarums- vifum heldur. En þeir Repúblíkanar sem nú keppa um útnefningu fyrir forsetakjörið aðhyllast hins vegar flestir félagslega íhaldsstefnu – eða ný-íhaldstefnu (e. Neo-conservat- ism) eins og hún hefur einnig verið kölluð. Upp úr 1970 urðu margir íhalds- samir Demókratar, sem aðhylltust kristin gildi og þjóðernisstefnu, óánægðir með áherslu flokksins á félagslegt frjálsyndi; afstæðis- hyggju í siðferðismálum, þjónkun við fjölmenningu og femínisma ásamt hugmyndum um að draga úr umsvifum Bandaríkjahers erlendis. Hópurinn náði saman við Repúblík- ana sem lögðu áherslu á lítil ríkis- umsvif – úr varð einskonar blanda efnahagslegra hugmynda Adam Smith og hefðaráherslu Edmund Burke. Öfugt við frjálshyggjumenn og hefðbundna íhaldsmenn sjá félagslegir ný-íhaldsmenn ekkert athugavert við trúboð í skólum og það að banna bæði fóstureyðingar og giftingar samkynhneigðra – ásamt því auðvitað að halda úti viðamiklum hernaðarumsvifum erlendis. Á rið 1989 sagði bandaríski fræðimaðurinn Francis Fukuyama að sagan væri komin að endamörkum – í þeim skilningi að helstu hugmyndfræði- legum átökum væri lokið. Kerfi lýðræðis og markaðsbúskapar hafði sigrað önnur hugmyndakerfi og engar raunverulegar áskoranir væru í sjónmáli. Í kjölfarið kepptust margir við að misskilja Fukuyama en öllum þeim sem fylgjast með forkosningum fyrir forsetakjör í Bandaríkjunum má ljóst vera að hugmyndafræðileg átök eru enn gríðarleg – í raun undirliggjandi í allri baráttunni. Frambjóðendur Repúblíkana hamast við að þykjast hver öðrum íhaldssamari (e. con- servative) um leið og þeir slengja öðrum hugmyndafræðilegum merkimiðum á andstæðinga sína, að þeir séu miðjumenn (e. mod- erate) eða jafnvel – það sem verra er – frjálslyndir (e. liberal). Svo flækir umræðuna að til viðbótar við almenna erfiðleika við að greina mæri hugmyndakerfa hafa merki- miðarnir einnig þvælst. Frjáls- lyndisstefnan flokkast, svo dæmi sé tekið, til vinstri í bandarískri stjórnmálaumræðu en til hægri í Evrópu. Grundvöllurinn Fræðimaðurinn Frederick Watkins segir öld pólitískrar hugmynda- fræði hafa hafist með útgáfu Adam Smith á Auðlegð þjóðanna á ofanverðri átjándu öld; hægt sé að leiða aðrar hugmyndafræðikenn- ingar út frá henni. Frelsiskenning Adam Smith var sett fram til höfuðs merkantílismanum sem þá var alls- ráðandi og fólst í viðamikilli opin- berri stýringu á hagkerfinu og því að ríki heims hömstruðu sem mest verðmæti hirslur sínar, einkum gull og silfur. Smith hélt því fram að auðlegð þjóða réðist þvert á móti af þeirri þjónustu og vöru sem fólkið í landinu gæti framleitt. Til að mynda væri Spánn sárafátækt land þrátt fyrir allt arðránið í þriðja heiminum. Hagsæld fengist með því að losa lamandi krumlu ríkisins af hagkerfinu. Í gegnum frjálsar athafnir fjöldans, innan lands sem utan, finni ósýnileg hönd markað- inum hagkvæmustu lausnina. Fylgismenn róttæknistefnunnar (e. Radicalism) notuðu frelsishug- myndir Adam Smith í baráttunni við konungsveldið – byggðu einkum á kenningum Rousseau í Evrópu og Tomas Paine í Banda- ríkjunum. Íhaldsmanninum Ed- mund Burke sárnaði það hvernig byltingarmenn beittu frjálslyndu stefnunni fyrir sig og lagði þvert á móti áherslu á trú, hefðir, siðferði og hægfara breytingar í riti sínu um klassíska íhaldsstefnu (e. Classic Conservatism). Þannig kvíslaðist frjálslynda stefnan upp í tvær greinar – róttækni til vinstri og íhald til hægri. Vinstri Út úr róttæka arminum þróuðust ýmsar útfærslur á félagshyggju (e. Socialism) sem Karl Marx kynnti árið 1848 í Kommúnistaávarpinu. Í óhjákvæmilegri feigðarkreppu kap- ítalismans í kjölfar stöðugt svaka- legri hagsveiflna myndu öreig- arnir loks bylta kúgunarkerfinu og sameinast um framleiðsluþættina. Sumir halda því fram að vinstri/hægri- skiptingin í stjórnmálum sé úrelt en skalinn er þó enn helsta staðsetningartæki stjórn- málahugmynda. Hugtakanotkunin kemur úr franska þinginu árið 1789. Til að koma í veg fyrir stympingar var þingmönnum skipað til sætis eftir skoðunum. Íhaldsmenn sem vildu ríghalda í konungsdæmið sátu hægra megin í hálfhringnum fyrir framan þingforsetann en byltingarmennirnir sem börðust fyrir lýðveldi voru hafðir lengst til vinstri. Hófsemdarmenn sem töldu rétt að feta bil beggja sátu í miðj- unni. Vitaskuld snýst vinstri/hægri-skiptingin ekki lengur um afstöðuna til konungsdæmis – heldur um hlutverk ríkisins í efnahagslífi. -eb Vinstri / hægri skalinn 36 heimurinn Helgin 27.-29. janúar 2012  StjórnmÁlin HelStu Hugmyndakerfin Hugmyndabaráttan mikla heimurinn dr. Eiríkur Bergmann dósent og forstöðu­ maður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst eirikur@bifrost.is Eldri kenningar Grundvöllur hugmyndafræðilegra átaka í stjórnmálum var lagður með útgáfu Adam Smith á Auðlegð þjóðanna árið 1776. Áður höfðu ýmsir hugmynda- smiðir þó útfært heildstæðar stjórnmálakenn- ingar. Margir líta á Ríki Platóns og Stjórnmál Aristótelesar sem fyrstu ritin í stjórnmálafræði. Í Fursta Machiavellis á fyrri hluta sextándu aldar var valdshugtakið lagt með áhrifaríkum hætti til grundvallar greiningu í stjórnmálum. Svo buðu þeir Thomas Hobbes, John Locke og Jean- Jacques Rousseau allir upp á heildstæða skýringu á því hvernig ríkisvaldið hefði þróaðist í gegnum samfélagssáttmála sem fólk hafi gert með sér í öndverðu. Sýn þeirra á náttúruríkið var ólík sem endurspeglaði mismunandi hugmyndir þeirra um hlutverk ríkisins. -eb Fáni Frakklands Harðvítug hugmyndabarátta liggur enn til grundvallar stjórnmálaátökum samtímans. En pólitísk hugmyndafræði felur í sér þá trú – og ósk um – að bæta megi mannlegt samfélag. Vinstri Hægri Frjálslyndisstefnan, sú upprunalega Adam Smith 1776 Radíkalismi Rousseau, 1762 Tomas Paine, 1793 Klassísk íhaldsstefna Burke, 1792 Frjálshyggja Friedman, 1960 Nýíhaldsstefna 1970 Anarkismi 1848 Femínismi 1960 Evrópukommúnismi 1970 Sósíalismi Marx, 1848 Kommúnismi Lenin, 1903 Maóismi 1930 Títóismi 1950 Fölsk tenging Andstaða við Andstaða við Þjóðernishyggja Mazzini, 1850 Fasismi Mussolini, 1922 Sósíal demókratía Bernstein, 1901 Nútíma (bandarísk) frjálslyndisstefna Green, 1880 HÁSKÓLINN Á BIFRÖST Velkomin á Bifröst www.bifrost.is Nýir tímar í fallegu umhverfi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.