Fréttatíminn - 05.04.2012, Side 2
Gunnhildur Arna
Gunnarsdóttir
gag@
frettatiminn.is
Brottför: 16. júní
Örfá sæti laus
Innifalið í verði:
Sjá á www.sunnuferðir.is
384.000 kr.
Nánari upplýsingar og bókanir í síma
555 4700 og á www.sunnuferdir.is
Á söngvaleiðir Davíðs
Ítalía
15 dagar á Ítalíu undir fararstjórn Garðars Cortes óperusöngvara
á söngvaleiðir skáldsins Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi.
Við fylgjum söngvaslóð Davíðs og byrjað er í
Flórens. Garðar syngur fyrir okkur ljóðin þar
sem þau voru samin og segir söguna um það
hvernig þau urðu til.
Ógleymanleg menningarferð um Ítalíu!
Rjúpnahæð Beitt og stóRhættuleg jáRn út úR steypuklumpi
Fann hundinn alblóð-
ugan með lifrina úti
Járnfleinar sem stóðu út úr undirstöðu gamals útvarpsmasturs á Rjúpnahæð urðu þriggja
ára hundi að aldurtila. Dýralæknar hafa aldrei séð jafn alvarlega áverka á hundi. Starfsmenn
Ríkisútvarpsins fjarlægðu járnin eftir slysið en hundeigandinn segir það makalaust að járnin hafi
verið óvarin öll þessi ár þar sem hundar eru viðraðir og börn eru að leik.
É g taldi þetta öruggt svæði og gerði mér ekki grein fyrir hættunni,“ segir Selma Olsen sem missti hund sinn í
hastarlegu slysi á Rjúpnahæð, ofan við skíða-
svæðið í Seljahverfi í Reykjavík.
„Ég gekk þarna með tvo hunda í nokkrar
mínútur á mánudaginn í síðustu viku en
fannst of hvasst svo ég ákvað að snúa við.
Annar hundurinn, Eldar, skilaði sér ekki
á bílastæðið svo ég sneri við og fór að leita
hans. Í fyrstu fann ég hann ekki en sá hann
svo á þeim slóða sem ég hafði verið á, alblóð-
ugan með húðina lafandi niður og lifrina úti.
Samt kom hann á móti mér. Ég lyfti hund-
inum eins varlega og ég gat í bílinn og hann
stóð allan tímann meðan ég brunaði með
hann á dýraspítalann í Víðidal. Þangað er
aðeins um fimm mínútna akstur. Þar tóku
við honum þrír læknar sem voru í um tvo
tíma sauma hann, inn- og útvortis en Eldar
lifði ekki nema í um þrjátíu tíma eftir slysið.
Hann var með skaddaða lifur, milta og nýra,
auk blöðru. Þá hafði annað lungað fallið
saman. Öll rifbeinin hægra megin voru brot-
in, sum margbrotin. Þá voru margar tennur
brotnar hægra megin. Hann fór einhvern
veginn alveg í rúst,“ segir Selma.
Hún sagði að á þeirri stundu hafi hvorki
hún né læknarnir gert sér grein fyrir því
hvað það hefði verið sem nánast risti hund-
inn í sundur. Hún hefði því farið aftur á stað-
inn og séð þar steypuklump og út úr honum
stóðu tvö beitt járn, annað nánast eins og
exi eða hnífur með löngu blaði. „Hundurinn
hefur ábyggilega komið á eftir mér, stokkið
upp á steypuplötuna og líklegt er að veðrið
hafi truflað hann í niðurstökkinu en svæðið
þekkir hann vel enda höfum við oft verið
þarna. Morguninn eftir að hundurinn dó
athugaði ég hver bæri ábyrgð á þessu og
komst að því að þarna á Rjúpnahæðinni var
Ríkisútvarpið með möstur. Þau fuku fyrir
mörgum árum en járnfestingar á undirstöð-
um þeirra hafa aldrei verið teknar. Ég hafði
strax samband við Ríkisútvarpið. Sá sem
varð fyrir svörum sagði að sér þætti þetta
leiðinlegt og þakkaði mér fyrir að láta vita af
háskanum. Strax á miðvikudaginn fóru þeir
og söguðu járnin af. Það er hins vegar maka-
laust að þetta skuli hafa verið svona í mörg
ár, að enginn skuli hafa hugsað um að taka
þetta. Við erum nokkur, kannski tugur eða
svo, sem förum á svæðið með hunda og á
sumrin hafa börn verið þarna að leik. Svona
hættur eru út um alla borg. Það er einhver
veikleiki hér að ganga aldrei frá hlutum.“
Eldar var þriggja ára gamall, ræktunar-
hundur af tegundinni Whippet. Eftir aðgerð-
ina hélt hann að mestu athygli og sýndi mik-
inn hetjuskap, að sögn Selmu, en það dugði
ekki þótt allt hafi verið gert til að bjarga lífi
hans. Dýralæknar sögðu henni að þeir hefðu
ekki áður séð jafn alvarlega áverka á hundi.
„Maður er í sjokki,“ segir Selma. „Ég hef
aldrei á ævinni upplifað neitt jafn ömurlegt.
Ég hef varla verið í sambandi síðan þetta
gerðist. Þetta var saklaust dýr.“
Jónas Haraldsson
jonas@frettatiminn.is
Beitt járn stóðu út úr steypunni, fyrrum undirstöðu útvarpsmasturs. Möstrin fuku fyrir mörgum árum. Starfsmenn Ríkisútvarps-
ins söguðu járnin burt eftir slysið. Enn er þó mikið af sams konar járnum út úr steypuklumpum á svæðinu og gaddavírsflækjum.
Eldar var þriggja
ára. Ófrágengin
járn á steypu-
klumpi urðu
honum að aldur-
tila. Hann skarst
svo illa að iðrin
lágu úti og bein og
tennur brotnuðu.
Ljósmyndir Selma
Olsen
Ég hef
aldrei
upplifað
neitt jafn
ömurlegt.
Vilja reka gistiheimili í
Heilsuverndarstöðinni
Félagið Álftavatn, sem á hið sögufræga hús Heilsu-
verndarstöðina við Barónsstíg, hefur sótt um leyfi
til að innrétta gistiheimili á 1. hæð og hluta 2. hæðar
húsins. Fyrir eru á fleti sameinað embætti land-
læknis og Lýðheilsustöð. Þorsteinn Steingrímsson,
eigandi Álftavatns, segir, í samtali við Fréttatímann,
að hann sé eingöngu að kanna hvort leyfi fáist til
að reka slíka starfsemi í húsinu. „Ég er ekki á þeim
buxunum að fara að reka þetta sjálfur en ég þarf að
geta leigt þetta út,“ segir Þorsteinn og bætir því við
að fjölmargir hafi haft samband við hann og lýst yfir
áhuga á því að reka gistiheimili í húsinu. Málinu hefur
verið vísað til skipulagsstjóra. -óhþ
FjölskylduR FoRvaRniR íþRóttastaRFsins viRka
Að börn úr brotnum fjölskyldum
fái líka að stunda íþróttir
Íþróttafélög þurfa að hafa augun opin svo að
unglingar sem hafa ekki sterkt bakland heima
fyrir geti stundað íþróttir. Þetta segir Bryndís
Björk Ásgeirsdóttir, lektor í sálfræði við Háskól-
ann í Reykjavík. Bryndís segir mismunandi eftir
sveitarfélögum hversu ríkur stuðningur við fjöl-
skyldur er í þessum efnum. Í flestum þeirra sé þó
undir foreldrunum komið að sækja um þá aðstoð
sem býðst en þetta láist mörgum að gera eða eru
sofandi gagnvart.
„Börn sem búa við brotið bakland, við fátækt
eða koma frá heimilum þar sem miklar erjur eru
þurfa að hafa aðgang að íþróttastarfi og fá að vera
í eins ríku starfi og aðrir,“ segir hún. Bregðist
foreldrarnir er því mikilvægt að íþróttafélögin
geri það ekki, þar sem rannsóknir Rannsókna og
greiningar sýna að hreyfing og skipulagt tóm-
stundastarf auki líkur á heilbrigðu líferni ungs
fólks.
„Íþróttaþátttaka þeirra sem búa við álag heima
fyrir getur bætt líðan og líkamlegt atgervi. Þá
gefst ungmennum sem búa við erfiðar heimilisað-
stæður tækifæri til að eignast vini í hóp með sömu
markmið og ná árangri á áhugasviði sínu.“
Fylgst vel þeim
sem mæta
Líney Rut Halldórsdóttir, fram-
kvæmdastjóri ÍSÍ, segir almennt
vel fylgst með þeim sem komi
inn í íþróttastarfið. Við krepp-
una hafi félög á höfuðborgar-
svæðinu skoðað ástæður þess
þegar börn hætta. Væru þær
fjárhagslegar hafi börnum verið
boðið að taka þátt áfram. Þá
hafa íþróttakennarar í skólum
ýtt undir það að krakkar leiti
í íþróttastarf og félög verið
með kynningar í skólum til að
ná til hinna. „En alltaf má gera
betur.“
Bryndís Björk Ásgeirsdóttir lektor.
Sjálfsvígum fjölgar ekki hlutfallslega
40
SJÁLFSVÍg ERu
taLin HaFa VERið
FRaMin
Árið 2010
Land læknis embættið
Sjálfsvígum fjölgaði ekki frá árunum 2006 til 2010 sé
miðað við bráðabirgðatölur Landlæknisembættisins. Á vef
embættisins segir að sjálfsvíg hafi undanfarin ár verið 35 á
ári. Þau hafi verið 32 árið 2006, 37 árið 2007, 38 árið 2008
og 36 árið 2009 en 40 árið 2010. „tölur um sjálfsvíg á árinu
2011 virðast enn sem komið er lægri en árin á undan þó að
gögn séu augljóslega skemmra á veg komin í vinnslu,“ segir
á vefnum: „Rétt þykir að koma þessu á framfæri vegna
orðróms um hið gagnstæða.“ Árið 2006 voru Íslendingar
tæp þrjú hundruð þúsund. Þeim hefur fjölgað ár frá ári utan
þess að fækka um hálft prósent milli áranna 2008 og 2009. Í
ársbyrjun voru landsmenn 319.575. - gag
Ferðamanna-
met í mars
alls fóru 33.600 erlendir ferða-
menn frá landinu í nýliðnum
mars eða tæplega sjö þúsund
fleiri en í sama mánuði árið
2011, að því er fram kemur í
tölum Ferðamálastofu. aukning
ferðamanna mældist 26,2
prósent milli ára en á því ellefu
ára tímabili sem Ferðamála-
stofa hefur talið ferðamenn í
Leifsstöð hefur aukningin verið
að jafnaði 7,9 prósent milli ára í
mánuðinum. Ferðamenn í mars
voru tæplega helmingi fleiri
en í sama mánuði árið 2002.
Flestir ferðamenn í mars voru
frá Bretlandi eða 27,1 prósent af
heildarfjölda. næst fjölmenn-
astir voru Bandaríkjamenn
eða 13,4 prósent. Síðan komu
norðmenn, 9,4 prósent, Danir,
8,0 prósent, Þjóðverjar, 6,0
prósent, Frakkar, 5,2 prósent,
Svíar, 5,0 prósent, og Hollend-
ingar, 3,8 prósent. Samtals voru
þessar átta þjóðir 77,9 prósent
af heildarfjölda ferðamanna
í mars. Frá áramótum hafa
87.658 erlendir ferðamenn
farið frá landinu sem er um
22 prósenta aukning frá árinu
áður. - jh
2 fréttir Helgin 5.-8. apríl 2012