Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.04.2012, Side 6

Fréttatíminn - 05.04.2012, Side 6
Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@ frettatiminn.is PÁSKATILBOÐ ht.is UMBOÐSMENN UM LAND ALLT Philips 42PFL7606T • 42” 3D Full HD Smart LED sjónvarp • Pixel Precise HD • 400 Hz Perfect Motion • Ambilight Spectra 2 baklýsing • 4 HDMI og 2 USB tengi • NetTv netvafri TILBOÐ FULLT VERÐ 229.995 199.995 HAFNARGÖTU 90 REYKJANESBÆ S: 414 1740 • EYRARVEGI 21 SELFOSSI S: 480 3700 • GARÐARSBRAUT 18A HÚSAVÍK S: 464 1600 • GLERÁRGÖTU 30 AKUREYRI S: 460 3380 • KAUPVANGI 6 EGILSSTÖÐUM S: 414 1735 • SUÐURLANDSBRAUT 26 REYKJAVÍK S: 569 1500 Ambilight varpar ljósi út frá tækinu á vegginn og breytir sjálfkrafa lit og birtu í takt við myndefnið. LOKAÐ SKÍRDAG OG FÖSTUDAGINN LANGA - OPIÐ LAUGARDAG 11-16  Hæstiréttur sérálit J ón Steinar Gunnlaugs-son er í al- gjörum sérflokki dómara Hæsta- réttar í virkni við að skila inn séráliti í dómum réttarins. Í úttekt Sigríðar Daggar Auðuns- dóttur í Mannlífi, sem kom út á mið- vikudag, þar sem átökin um Hæsta- rétt eru skoðuð, kemur fram að Jón Steinar hefur skilað inn séráliti sextíu sinnum frá árinu 2008, meira en helmingi oftar en næsti dómari – Ólafur Börkur Þorvaldsson. Í úttekt Sigríðar Daggar kemur fram að Jón Steinar og Ólafur Börkur, hverra skipanir við réttinn voru umdeildar, tilheyra svonefndum Dav- íðsarmi réttarins en aðrir dómarar fylkja sér um forsetann Markús Sigurbjörnsson. Í úttektinni má einnig sjá að hæstaréttardómarar litu á skipun Jóns Steinars og Ólafs Barkar sem atlögu að Hæsta- rétti Íslands. Þegar farið er í saumana á sér- álitum Jóns Steinars kemur í ljós að hann er sérstaklega á skjön við meðdómendur sína hvort heldur sem þeir eru tveir eða fjórir, þegar kemur að gæsluvarðhalds- úrskurðum. Jón Steinar hefur skilað séráliti í sautján gæslu- varðhaldsúrskurðum. Í öllum hefur hann verið einn á móti meðdómurum sínum og í öll skiptin hefur hann viljað fella úr- skurðinn úr gildi þvert á niður- stöðu dómsins sem hefur öllum í tilfellum staðfest úrskurð héraðsdóms. Sömu sögu er að segja um farbannsúrskurði. Í þremur þeirra hefur hann verið einn gegn meðdómendum sínum, skilað séráliti og viljað fella farbannið úr gildi. Hann hefur þó ekki haft erindi sem erfiði í þau skiptin. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Forsíða Mannlífs sem fór í sölu á miðvikudag. Konungur sérálitsins Jón Steinar Gunnlaugsson er ókrýndur konungur í að skila inn séráliti á meðal dómara hæstaréttar. Í úttekt í nýjasta tölublaði Mannlífs kemur fram að hann hefur skilað séráliti sextíu sinnum frá árinu 2008, aðeins sjaldnar en hinir dómarar réttarins samanlagt. Hann er sérstaklega á skjön við meðdómendur sína í málum sem varða gæsluvarðhaldsúrskurði. Jón Steinar Gunnlaugs- son hefur skilað oftar séráliti en aðrir dómarar hæstaréttar. Ljósmynd/365  skuldir ríki og sveitarfélög Stöndum ekki undir núverandi velferð Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir ljóst miðað við skuldastöðu bæði sveitarfélaganna í landinu og ís- lenska ríkisins að þjóðin standi ekki undir núverandi velferð. „Við eigum ekki að draga fjöður yfir þá staðreynd að staða margra sveitarfélaga er gríðarlega erfið. Það er skelfi- legt að hugsa til þess að íslensk sveitarfélög skuldi rúmlega 550 milljarða króna eða 2,7 sinnum tekjur sínar. Jafnvel þegar litið er til nettóskulda kemur í ljós að þær eru 1,7 sinnum tekjur sveitarfélaganna. Staðan verð- ur hinsvegar næstum óbærileg þegar til þess er litið að saman- lagðar skuldir og ábyrgðir hins opinbera, bæði ríki og sveitar- félög, eru um 10,2 milljónir á hvern Íslending. Sveitarfélögin eru með um 17 prósent þess eða 1,7 milljónir og ríkið 83 prósent eða 8,5 milljónir. Þetta merkir að hver einasta fjögurra manna fjölskylda í landinu hefur verið gerð ábyrg fyrir rúmlega 40 milljónum króna af kjörnum fulltrúum. Sveitar- stjórnarfólk hefur skuldbundið slíka fjölskyldu fyrir næstum 7 milljónum og þingmenn fyrir rúmlega 33 milljónum. Veru- leikinn er því sá að við stöndum ekki undir núverandi velferð og við því þarf að bregðast með aukinni verðmætasköpun og ábyrgari ríkisfjármálum,“ segir Eilliði. Elliði Vignisson, bæjar- stjóri í Vestmanneyjum. 6 fréttir Helgin 5.-8. apríl 2012

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.