Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.04.2012, Qupperneq 8

Fréttatíminn - 05.04.2012, Qupperneq 8
Aðhafast ekkert vegna Sigurjóns G uðmundur Rúnar Árna-son, st jórnar formaður Ef t irlaunasjóðs star fs - manna Hafnarfjarðarbæjar, segir að stjórnin muni ekkert aðhafast vegna þeirrar staðreyndar að fram- kvæmdastjóri sjóðsins, Sigurjón Björnsson, er kærður af fjölskyldu sinni fyrir að féfletta foreldra sína. „Sjóðurinn hefur verið fluttur yfir til lífeyrissjóðs starfsmanna sveit- arfélaga og þar er Jón Kristjánsson framkvæmdastjóri. Það gerðist 1. apríl í kjölfar margra mánaða undir- búningsvinnu. Sigurjón starfar ekki lengur hjá sjóðnum,“ segir Guð- mundur Rúnar, sem er jafnframt bæjarstjóri í Hafnarfirði. Fréttatíminn sagði frá því í síð- ustu viku að systkini Sigurjóns og móðir hans hefðu kært hann til lög- reglu fyrir að hafa bæði fjármuni og fasteignir af foreldrum sínum og er málið til rannsóknar. Grunur kvikn- að um gjörðir Sigurjóns í kjölfar andláts föður hans en þá kom í ljós að litlir sem engir peningar voru í búinu. Guðmundur Rúnar viður- kennir, í samtali við Fréttatímann, að málið hefði horft öðruvísi við ef sjóðurinn hefði ekki verið fluttur og Sigurjón væri þar enn starfandi. „Þá hefðum við skoðað þetta ofan í kjöl- inn,“ segir Guðmundur Rúnar en sjóðurinn var harðlega gagnrýndur í skýrslu Fjármálaeftirlitsins vegna brotalama á starfsreglum. -óhþ Guðmundur Rúnar Árnason, bæjar- stjóri Hafnarfjarðar. Ljósmynd/Hari Brottför: 9. júní Innifalið í verði: - Flugferðir með sköttum - Hótelgisting með morgun- og kvöldverði alla daga - Skemmti- og skoðunarferðir - Íslensk fararstjórn - Kynningarfundur fyrir brottför 285.000 kr. Verð: Nánari upplýsingar og bókanir í síma 555 4700 og á www.sunnuferdir.is Ítalía - Matur, vín og borgir 8 daga ferð fyrir sælkera til Toscana-héraðsins á Ítalíu þar sem matar- og víngerð er allsráðandi. Farið verður á ítalskan matarmarkað undir leiðsögn meistara í ítalskri matargerð. Heimsóttur verður vínræktarbóndi, bragðað á hinum ýmsu víntegundum í bland við osta og pylsur og fræðst um ólífurækt og gerð ólífuolíu. Kvöldmatur verður hverju sinni dæmigerður fyrir hina ýmsu hluta Toscana héraðs sem heimsóttir verða. Njótið þess besta sem Toscana hefur upp á að bjóða og kynnist ítalskri matar- og vínmenningu í fögru og heillandi umhver. Líf í árvekni Mindful Living Sálfræðistofa Björgvins Ingimarssonar www.salfraedingur.is Kennt þri. kl.20-21.45 í sex skipti 17. apríl – 22. maí Skráning í síma 860 4497 eða bjorgvin@salfraedingur.is Námskeið í einfaldari og streituminni lífsstíl Kynntar verða viðurkenndar aðferðir til að einfalda lífið og draga þannig úr streitu og neikvæðum áhrifum hennar á líkamlega og andlega heilsu. Sjónum er sérstaklega beint að aðferðum árvekni (mindfulness) til að takast á við síþreytu, kvíða, króníska verki, ofþyngd og vefjagigt. S amkeppniseftirlitið sektaði Símann um 440 milljónir á miðvikudaginn fyrir að mis- nota markaðsráðandi stöðu sína. Þetta er í það minnsta fjórða sinn á undanförnum árum sem Sam- keppniseftirlitið úrskurðar að Síminn hafi brotið lög um sam- keppni og í öll skiptin hefur Brynj- ólfur Bjarnason, núverandi fram- kvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands, verið forstjóri Símans sjálfs eða móðurfélagsins Skipta. Um er ræða sektir upp á 50 millj- ónir og 60 milljónir, sátt upp á 400 milljónir, að því að virðist til að koma sér undan lögreglurann- sókn á æðstu stjórnendum, og nú síðast 440 milljónir króna. Í síðasta úrskurði var sektin hækkuð vegna ítrekaðra brota. „Brynjólfur hefur fullt traust stjórnar FSÍ. Málið er í ferli og það er algerlega ótímabært að tjá sig efnislega um það enda hefur stjórn Framtakssjóðsins engar forsendur til þess,“ segir Þorkell Sigurlaugs- son, stjórnarformaður Framtaks- sjóðs Íslands, um stöðu Brynjólfs Bjarnasonar, framkvæmdastjóra sjóðsins, í kjölfar nýjustu sektar Samkeppniseftirlitsins til handa Símanum á þeim tíma sem Brynj- ólfur var forstjóri. Fyrirtækið var sektað um 390 milljónir fyrir sam- keppnislagabrot og aukalega um 50 milljónir fyrir að gefa villandi upp- lýsingar en það gerðist einnig í tíð Brynjólfs. Þorkell sjálfur hefur ver- ið í broddi fylkingar í umræðu um góða stjórnarhætti og skrifaði meðal annars bókina Ný framtíðar- sýn árið 2009 þar sem ...nýir stjórnarhættir, bætt viðskiptasiðferði, sjálfbærni og nýsköp- un eru höfð að leiðar- ljósi, eins og segir í kynningu bókarinnar. Lífeyrissjóður verzlunarmanna og Gildi eiga stóra hluti í sjóðnum en hvorki Helgi Magnússon, for- maður stjórnar LV, né Vilhjálmur Egilsson, stjórnarformaður Gildis, vildu tjá sig um málið. „Í Framtakssjóðnum er sérstök stjórn og ég vísa á hana. Þetta er sjö manna stjórn og mjög vel skipuð,“ segir Helgi. Í sama streng tekur Vilhjálmur og bendir á enginn stjórnarmanna eða starfs- manna Gildis sitji í stjórn Fram- takssjóðsins. „Ef þú spyrð mig persónulega um Brynjólf er það að segja að ég hef haft mikið álit á honum allt síðan leiðir okkar lágu saman í Vinnuveitendasambandi Íslands á níunda áratug síðustu aldar og hann hefur náð mjög góðum árangri sem rekstrar- maður á sínum starfs- ferli. Nú vil ég ekki setj- ast í dómarasæti vegna þeirra samkeppnismála sem þú vitnar til og bendi á að nýjasta málið er ekki útkljáð,“ segir Vilhjálmur. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppnis- eftirlitsins, segir eftir- litið ekki hafa nein tæki til að koma í veg fyrir að menn, sem oft hafa brotið sam- keppnislög, gegni trúnaðarstörf- um. „Þetta þekkist í öðrum lönd- um og er eitthvað sem við munum skoða þegar til frekari styrkingar samkeppnislaga kemur,“ segir Páll Gunnar. Kristján Kristjánsson, upplýs- ingafulltrúi Landsbankans, stærsta hluthafa Framtakssjóðsins, segir í samtali við Fréttatímann að stjórn Framtakssjóðsins sé sjálfstæð. „Hluthafar treysta henni til að sinna sínu starfi og taka ákvarðan- ir með hag félagsins í huga,“ segir Kristján. Ekki náðist í Brynjólf Bjarnason, framkvæmdastjóra Framtakssjóðs- ins. Hann er erlendis. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Stýrir Framtakssjóði þrátt fyrir ítrekuð samkeppnislagabrot Síminn og Skipti hafa ítrekað gerst sek um samkeppnislagabrot í stjórnartíð Brynjólfs Bjarnasonar, framkvæmdastjóra Framtakssjóðs Íslands sem er í eigu Landsbankans, VÍS og fimmtán lífeyrissjóða. Stjórnarformaður ber fullt traust til Brynjólfs. Brynjólfur Bjarnason, framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands, á að baki nokkur samkeppnislagabrot. Ljósmynd/365 Þorkell Sigurlaugsson, stjórnarformaður Fram- takssjóðs Íslands. Brynjólfur hefur fullt traust stjórnar FSÍ. 8 fréttir Helgin 5.-8. apríl 2012
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.