Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.04.2012, Side 15

Fréttatíminn - 05.04.2012, Side 15
FANTA GOTT FORM 6 vikur - fyrir konur og karla FGF námskeiðið hefur náð miklum vinsældum. Æfingakerfið byggist á einföldum æfingum sem þjálfa upp þol, styrk og snerpu á skjótan og hnitmiðaðan hátt. Grunnbrennsla eykst og í hverjum tíma myndast eftirbruni í líkamanum sem gerir það að verkum að hitaeiningabrennslan heldur áfram á auknum hraða í nokkrar klukkustundir eftir að æfingu lýkur. Skráðu þig á þetta öfluga námskeið og vertu í fanta góðu formi. Það er aldrei of seint að skora á sjálfa/n sig og komast í sitt besta form. BRENNSLA - STYRKUR - SNERPA Allar nánari upplýsingar um námskeiðin, tímasetningu, verð og skráningu finnur þú á www.hreyfing.is Sjáðu hvað þátttakendur segja um námskeiðið á www.hreyfing.is/namskeid Öldurnar vagga henni í svefn Það er komið kvöld þegar Hulda ræðir við Fréttatímann. Hún er sest um borð og horfir yfir flóann. „Við höfum það ósköp gott. Hér er lífið afslappað, notalegt og rólegt. Við búum á þessum báti sem er ágæt- is heimili. Við vitum aldrei í hvaða átt við snúum þegar við vöknum á morgnana. Við erum frjáls og ekki bundin rútínu annarra. Það hefur alltaf komið sér vel fyrir okkur. Við erum svolítið ó-vanaföst,“ segir hún. „Við keyptum þennan bát og byggðum og innréttuðum eins og okkar þóknaðist. Þetta var eins og að búa í Reykjavík og eiga sumar- bústað upp í Mosfellsbæ. Við vorum hér allar helgar. Við vorum stöðugt að flytja á milli mat og sængurföt. Þetta er dýr og flottur bátur og okk- ur fannst synd að nota hann ekki meira. Þegar við svo eignuðumst þriðja barnið okkar var ég hér í fæðingarorlofinu. Smám saman sá Steindór að hann fengi mig ekki aftur heim. Hann fór því að koma hingað oftar, eitt leiddi af öðru og hér búum við í dag. Hér höfum við það í rauninni rýmra en í húsinu sem við bjuggum í,“ segir hún. En með tvö lítil börn. Óttast hún ekkert að þau álpist útbyrðis. „Nei, við erum svo mörg fullorðin hér um borð. Pabbi er talsvert hjá okkur og svo höfum við þrjá starfs- menn heimafyrir sem hjálpa okkur í gegnum daginn.“ En öll þessi börn. Verða þau fleiri? „Ekki með núverandi eigin- konar reddingum. Fólk hefur leit- aði til okkar og eftir því sem ég hef verið hér lengur hefur tengsl- anetið vaxið.“ Hún segir að þegar skorað hafi verið á hana að sækjast eftir starfinu hafi hún meðal annars hugsað hvað sér hafi fundist tengsl- anet sitt vera vannýtt og því slegið til; enda kostirnir ekki þeir einu að fá að hitta fólk og aðstoða. „Að vera konsúll er heiðursnafn- bót og hjálpar mér í karlaveldinu hér. Ég vinn mikið frumkvöðla- starf í kringum fæðingar og er ásamt mágkonu minni að beita mér fyrir því að hér verði sett löggjöf um heimafæðingar og á fæðingarheim- ilum. Þegar það tekst ætlum við að setja upp fæðingarheimili. Allt þetta krefst þess að maður sanni sig og ég get sagt að svona nafnbót hjálpar heilmikið til,“ segir hún. Breyta lögum í Hong Kong „Við Kristrún erum komnar langa leið en það vantar þessa löggjöf og enginn veit hvar hún á að eiga heima innan lagarammans. Okkur var upphaflega sagt að það tæki sjö ár að ná þessari breytingu í gegn, en við stefnum á að gera þetta á rúmu hálfu ári. Við teljum að það sé raun- hæft,“ segir Hulda og hlær. Hún hef- ur bæði miðlað af reynslu sinni og kennt í háskóla þarna ytra og þjálfað starfsfólk á ríkisspítölum svo konur geti upplifað ánægjulegri fæðingar. „Æfingaboltar til stuðnings, fæð- ingar á hnjánum og standandi voru óhugsandi hér áður,“ segir hún, en slíkt sé nú að ryðja sér til rúms inn- an spítalanna. „Við þurfum stöðugt að minna konurnar á að biðja um það sem er í boði. Þetta er því smámsaman að breytast,“ segir hún og að áhug- inn innan einkareknu spítalanna sé minni en á ríkisspítölum og erfiðara að breyta viðhorfum til fæðinga þar. „Í einkageiranum hér, eins og alls- staðar annars staðar í heiminum, er mikið um inngrip í fæðingar, því það kostar meira, tekur styttri tíma og þjónar hagsmunum spítala og lækna. En á ríkisspítölunum er, eins og heima, hvatt til eðlilegra fæð- inga. En það sem vantar upp á þar er umhverfið, þar er ekki notalegt.“ Fæðingarheimili þeirra eigi því eftir að koma mörgum vel og margt verði í boði sem sé ekki á ríkisspítöl- unum eða þeim einkareknu. „Laug- ar, nálarstungur, nuddþjónusta og nærþjónusta fyrir alla – sem þýðir að feður og systkin geta þá í fyrsta sinn tekið þátt í fæð- ingunum og fyrstu stund- um barnsins.“ Hér má sjá lífið upp á dekki á snekkjunni Sóloni Íslandus, sem er heimili Huldu og fjölskyldu í Hong Kong. Um helgar leysa þau oft festar og fara í siglingar. viðtal 15 Helgin 5.-8. apríl 2012

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.