Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.04.2012, Side 21

Fréttatíminn - 05.04.2012, Side 21
Skráðu litla snillinginn til leiks á www.kreditkort.is Ef þú notar MasterCard kort frá Kreditkorti gætirðu tryggt barninu þínu ógleymanlega upplifun. Eitt barn á aldrinum 7-9 ára verður dregið út og fer ásamt fylgdarmanni á úrslitaleik UEFA Champions League í Munchen í maí. Þar fær barnið að leiða leikmann inn á völlinn í boði MasterCard, aðalstyrktaraðila UEFA Champions League. Það eina sem þú þarft að gera er að skrá barnið og nota MasterCard kortið a.m.k. 10 sinnum frá 1. apríl–30. apríl 2012. UPPLIFUN SEM ALDREI GLEYMIST Barnið þitt gæti fengið að leiða leikmann inn á völlinn í úrslitaleik UEFA Champions League í Munchen F ÍT O N / S ÍA Andres Iniesta, Spáni Aldur: 27 ára Félag: Barcelona (Spáni) Staða: Miðjumaður Leikir á þessu tímabili/mörk: 36/6 Landsleikir/mörk: 64/11 Iniesta hefur stundum verið kallaður „vanmetnasti leikmaður heims“ vegna þess að hann fær ekki jafnmikla athygli og margir félaga hans í Barcelona og spænska landsliðinu. Hann er með afburða leikskilning, frábæra tækni og þótt hann skori ekki mikið þá eru mörk hans oft mikilvæg samanber sigurmarkið gegn Hollendingum á HM í Suður Afríku fyrir tveimur árum. Manuel Neuer, Þýskalandi Aldur: 26 ára Félag: Bayern München (Þýskalandi) Staða: Markvörður Leikir á þessu tímabili: 44 Landsleikir: 25 Neuer er, þrátt fyrir ungan aldur, einn besti markvörður heims. Eins og fram kom í viðtali við Peter Schmeichel hér í blaðinu þá telur hann Neuer hafa alla burði til að verða besti markvörður heims. Hann setti nýtt met hjá Bayern München í vetur þegar hann hélt markinu hreinu í yfir þúsund mínútur. Cristiano Ronaldo, Portúgal Aldur: 27 ára Félag: Real Madrid (Spáni) Staða: Framherji Leikir á þessu tímabili/mörk: 44/47 Landsleikir/mörk: 88/32 Ef ekki væri fyrir lágvaxinn, fremur renglulegan gaur að nafni Lionel Messi þyrfti ekki að ræða hver væri besti knattspyrnumaður heims. Ro- naldo hefur allt. Hann er vaxinn eins og grískur guð, hleypur hraðar en flestir, er með frábæra tækni og skýtur fastar en nær allir. Hann er markamaskína sem hefur verið ótrúlega góður undanfarin ár. Á EM er enginn Messi og þetta gætið orðið mótið hans Ronaldos. Wesley Sneijder, Hollandi Aldur: 27 ára Félag: Internazionale (Ítalíu) Staða: Miðjumaður Leikir á þessu tímabili/mörk: 19/4 Landsleikir/mörk: 81/23 Sneijder hefur undanfarin ár verið einn besti sóknarmiðjumaður heims. Hann gefur frábærar sendingar og er stórhættulegur í föstum leikatriðum. Hann hefur ekki verið í sínu besta formi á þessu tímabili en Hollendingar vona að hann finni aftur formið sem skilaði fimm mörkum á HM í Suður Afríku fyrir tveimur árum. Wayne Rooney, Englandi Aldur: 27 ára Félag: Manchester United (Englandi) Staða: Framherji Leikir á þessu tímabili/mörk: 35/28 Landsleikir/mörk: 73/28 Rooney er eini leikmaður enska landsliðsins sem getur flokkast í heimsklassa. Vanda- mál liðsins er að hann byrjar EM í tveggja leikja banni. Rooney er fljótur, frábær skotmaður, óhemju duglegur og virkur í spilinu. Hann á það til að láta skapið hlaupa með sig í gönur en þegar hann er í toppformi standast honum fáir snúning. Franck Ribery, Frakklandi Aldur: 28 ára Félag: Bayern München (Þýskalandi) Staða: Miðjumaður Leikir á þessu tímabili/mörk: 38/14 Landsleikir/mörk: 57/7 Ribery hefur verið óheppinn með meiðsli undanfarin ár en engum blöðum er um að fletta að hann er einn af bestu kantmönn- um heims þegar hann er heill. Hann er ótrúlega fljótur og leikinn og með góðar sendingar. Frakkar binda vonir við að hann verði næsti Zidane og muni leiða franska liðið til sigra á komandi árum. fótbolti 21 Helgin 5.-8. apríl 2012

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.