Fréttatíminn - 05.04.2012, Side 26
Gekk yfir heiði eftir plötu
„Fyrsta ballið sem ég fór á um æfina,
annað en barnaball, var með Ný-
dönsk,“ segir Þröstur Árnason, sem
býr á Borgarfirði eystri og starfar hjá
hreppnum. „Þetta var 9. mars 1991.
Um leið og ég gekk inn í salinn sleit
Björn Jörundur A-strenginn í bassan-
um sínum. Þetta var mjög einkennilegt
augnablik og eftirminnilegt.“
Ballið fór svo vel í Þröst að hann seg-
ist hafa verið heltekinn af Nýdönsk síð-
an. „Ég hef lagt á mig ómældar ferðir
til Akureyrar, Reykjavíkur, Seyðisfjarð-
ar og víðar til að sjá þá. Ég hef farið á
alla stóra tónleika með þeim. Síðast á
Akureyri þegar þeir spiluðu Deluxe-
plötuna. Þá sá ég þá bæði klukkan átta
og ellefu.“
Og það er mikið á sig lagt: „Þegar
Björn Jörundur gaf út plötuna BJF var
ófært til Egilsstaða dögum saman. Mér
lá á að heyra plötuna og gafst að lokum
upp á að bíða eftir færð. Ég gekk því
yfir Vatnsskarðið, einhverja fimm kíló-
metra og lét vin minn koma á móti mér
með plötuna hinum megin frá. Það var
vel göngunnar virði.“
Þröstur segir aðdráttarafl sveitar-
innar vera skýrt í sínum huga: „Maður
þarf ekki að heyra
nema 2-3 tóna með
þeim í útvarpinu
til að vita að þetta
eru þeir. Sándið er
svo einstakt. Svo
er líka gaman að
því að þeir hafi náð
þessum aldri en
samt eru þeir alltaf
jafn skemmtilegir.
Ég held að Stuð-
menn sé eina hljóm-
sveitin sem hefur
náð viðlíka árangri
á Íslandi.“
Húsmæðragarð-
urinn er uppáhalds-
plata Þrastar.
„Það er lang besta
platan. Hinar kom-
ast ekki í hálfkvisti
við hana. Og lagið Átrúnaðargoðin af
henni er besta lagið. Það er óhemju
gott en aldrei spilað í útvarpinu.“
Þröstur hugsar sér gott til glóðarinn-
ar á afmælisárinu. Hann hafði vonast
til að sveitin kæmi loksins til Borgar-
fjarðar eystri og spilaði á Bræðslunni
í sumar, en af því verður ekki. „Ég var
búinn að bjóða þeim að gista í húsinu
mínu. Ætlaði bara að taka köttinn og
leyfa þeim að hafa húsið. Það kemur.“
Hjakkar aldrei í sömu förunum
„Maður heyrði hittarana af fyrstu
plötunni, en eftir að ég fékk kass-
ettuna af annarri plötunni, Regnboga-
landi, þá fór ég að fylgjast með þeim
af alvöru,“ segir Gunnlaugur Jónsson,
þjálfari KA í knattspyrnu. „Sálin var
mun vinsælli uppi á Skaga þar sem ég
bjó, en Nýdönsk höfðaði meira til mín
enda að spila aðeins þyngra stöff. Við
vorum tveir á Skaganum sem vorum
aðdáendur og fórum mikið í bæinn til
að sjá þá á tónleikum og á böllum. Svo
mikið reyndar að þeir fengu okkur til
að skrifa pistil um sig í leikskrána við
Gauragang. Það fannst okkur auðvitað
mikil upphefð.“
Gunnlaugur bjó til þátt um hljóm-
sveitina í framhaldsskólaútvarpið á
Akranes árið 1995. Þar var kominn
grunnur sem hann vann úr þegar
gerði fimm þætti um bandið árið 2008
fyrir Rás 2. „Ég var að vinna í MP
banka á þeim tíma og það var lítið að
gera, enda var að detta í hrun. Ég hafði
því nægan tíma til að vinna þættina í
vinnunni.“
Gunnlaugur er enn á því að Deluxe
sé besta platan ... „og Húsmæðra-
garðurinn næst best. Það er plata
sem vinnur vel á.“ Hann segir að lagið
Foss, sem kom út fyrst á safnplötu
sumarið 1993 og á Hunang fyrir jólin,
sé uppáhaldslagið sitt með Nýdönsk.
„Bandið höfðar til mín af því það er
alltaf leitandi og hjakkar aldrei í sömu
förunum,“ segir hann.
X-faktor í textunum
„Bróðir minn var rótari hjá þeim og
einu sinni fékk ég að vera aðstoðarrót-
ari á balli á Borgarnesi. Stuttu síðar
gáfu þeir út plötuna Himnasendingu
og þá má segja að þeir hafi skotneglt
mig. Mér þótti bandið gott en eftir
Himnasendingu varð ég bara ástfang-
inn,“ segir Þorvaldur Makan Sig-
björnsson, sem býr í Stokkhólmi.
Hann segir Nýdönsk búa yfir
mörgum kostum. „Þetta er frumleg
og fersk hljómsveit, og þetta eru auð-
vitað stórskemmtilegir menn. Svo eru
textarnir á íslensku og þeir liggja ekki
alltaf ljósir fyrir. Svo maður sletti, þá
má segja að það sé einhver x-faktor í
textunum.“
Lagið Flugvélar er í miklu upp-
áhaldi hjá Þorvaldi og hann segir
að tvöfalda safnplata 1987-2007 sé
pakki sem hann geti ekki verið án. Og
Þorvaldur á sér draum: „Að fá hljóm-
sveitina hingað til Svíþjóðar að spila.
Ég er reyndar að fara á fund hjá leik-
húsi hérna seinna í mánuðinum til
að kanna hljómburð og svoleiðis, svo
þetta er allt í vinnslu. Það er allt fullt af
Íslendingum hérna svo ég tel lítið mál
að fylla kofann.“
Aðrir harðir aðdáendur
Meðal annarra gallharðra Nýdönsk-
aðdáenda má nefna viðskiptajöfrana
Guðjón í Oz og Jón Ásgeir Jóhannes-
son, en Nýdönsk spilaði í „brúðkaupi
aldarinnar“ hjá honum. Tónlistarmenn-
irnir Magni Ásgeirsson og Mugison
eru í aðdáendaklúbbnum og knatt-
spyrnufólk er oftar en ekki mjög hrifið
af hljómsveitinni.
Til dæmis er
Katrín Jónsdóttir,
læknir og knatt-
spyrnukona,
mikill aðdáendi;
sem og Ásmund-
ur Haraldsson,
knattspyrnuþjálf-
ari hjá Stjörnunni;
Fylkismaður-
inn Baldur Örn
Arnarson, Birkir
Björnsson knatt-
spyrnumaður
á Austfjörðum
og Hólmfríður
Magnúsdóttir,
knattspyrnukona.
Dr. Gunni
drgrunni@internet.is
Helteknir af Nýdönsk
Nýdönsk
heldur upp á
25 ára afmæli
sitt með
ýmsu móti í
ár. Velvaldir
tónlistamenn
taka Nýdönsk-
lög í nýjum
búningi og
er útgáfa KK
af Frelsinu
þegar farin
að heyrast.
Retro Stefson,
Mugison,
Hjaltalín og
fleiri eru í
startholunum.
Þá verður
haldin Nýdönsk
remix-keppni
í samstarfi
við Party
Zone og Rás
2 og bandið
heldur sér-
staka afmælis-
tónleika í
Hörpu og Hofi
í september.
Í gegnum
tíðina hefur
hljómsveitin
eignast marga
aðdáendur.
Fréttatíminn
heyrði í
þremur sem
má telja til
ofuraðdáenda
sveitarinnar.
Nýdönsk verður
kvart-aldar gömul á
árinu og heldur upp á
það með ýmsu móti.
Ljósmynd/Ari Magg
Gunnlaugur gerði útvarpsþætti um Nýdönsk
í vinnunni.
Þorvaldur skipuleggur tónleika Nýdönsk í
Stokkhólmi.
Þröstur og kötturinn Gestur eru tilbúnir að
yfirgefa húsið sitt komi Nýdönsk til Borgar-
fjarðar eystri.
26 tónlist Helgin 5.-8. apríl 2012