Fréttatíminn - 05.04.2012, Qupperneq 34
4 brúðkaup Helgin 5.-8. apríl 2012
Einstakar brúðargjafir
Lín Design Laugavegi 176 Sími 533 2220 www.lindesign.is
Hefðir og hjátrú tengdar brúðkaupi
Hver þekkir ekki hjátrú á borð við þá
að brúðguminn megi ekki sjá brúðina
í brúðarkjólnum fyrir brúðkaupið og
að mikilvægt sé að vera í einhverju
bláu og einhverju sem fengið hefur
verið að láni. Margar slíkar hefðir
fylgja brúðkaupum en auðvitað er það
hverjum í sjálfsvald sett hvort hann
fylgir þeim eftir. Sumar hefðirnar eiga
uppruna sinn í Bandaríkjunum eða
Bretlandi og aðrar koma úr heimum
kvikmyndanna, en fæstar hafa þær
samt sem áður lifað mjög lengi hér á
landi. Brúðkaup voru yfirleitt í mjög
hógværum og látlausum stíl fram um
miðja 20. öld á Íslandi og í byrjun sömu
aldar voru kirkjubrúðkaup nánast
óþekkt og veislur sjaldgæfar.
Gömul hjátrú um brúðkaupið
Hvaða gömlum hefðum er algengt að
fylgt sé nú til dags? Áður fyrr þótti
alveg óhugsandi að brúðurin saumaði
kjólinn sinn sjálf. Ef hún gerði það yrðu
tár hennar jafnmörg í hjónabandinu og
saumsporin í kjólnum. Kjóllinn mátti ekki
heldur vera of þröngur því þá yrði þröngt
í búi. Það sama gilti um skóna. En ef faðir
brúðarinnar setti silfurpening í skóinn
hennar átti hún aldrei að þurfa að líða
skort. Nú til dags er algengara að hefðir
á borð við að klæðast einhverju lánuðu,
bláu, gömlu og nýju séu í hávegum
hafðar. Hefðin á uppruna sinn að rekja
til Englands og táknaði blái liturinn ást,
tryggð og hógværð og hluturinn sem
fenginn var að láni varð að vera frá
hamingjusamri manneskju sem lánaði
hamingju sína. Hið gamla táknaði svo
eilífa ást og hið nýja bjarta framtíð.
Ómögulegt er hins vegar að segja hvort
farið sé eftir þessu vegna hefðarinnar
eða hjátrúar.
Blóm og sokkabönd
Brúðarvöndurinn á sér langa sögu, eða
allt til seinni hluta 19. aldar í Evrópu.
Fyrir þann tíma var algengt að brúðurin
héldi á sálmabók eða vasaklút í hendin-
ni. Til að byrja með var vöndurinn lítill
og yfirleitt gerður úr hvítum blómum.
Með tímanum stækkaði hann og fékk
meira vægi. Rósir urðu oft fyrir valinu
en samkvæmt hefðinni átti brúðguminn
að velja blóm í vöndinn. Nú til dags velja
brúðhjóninn yfirleitt blómin saman, nú
eða brúðurin sjálf með hjálp vinkvenna
eða móður og tengdamóður. Blómin eru
oftar en ekki hluti af þema brúðkaupsins
hvað varðar liti og stemningu og er
barmblóm brúðgumans ávallt í stíl við
vöndinn. Enn í dag er algengt að brúðar-
vendinum sé kastað til ógiftra kvenna í
veislunni. Það er brúðurin sjálf sem sér
um að kasta vendinum en sú sem grípur
hann verður, samkvæmt hjátrúnni, sú
næsta til að gifta sig. Sú hefð að kasta
sokkabandi brúðarinnar til ógiftra karla
tengist hins vegar þeirri hjátrú að gæfa
fylgi því að eiga bút úr brúðarkjólnum.
Leyndardómur brúðarslör-
sins
Slör brúðarinnar er hvítt og táknar, líkt
og hvíti kjóllinn, hreinleika hennar. Slörið
hafði hins vegar annan og síður up-
phafinn tilgang áður fyrr. Sagan segir að
þegar foreldrar sáu um að velja unnusta
fyrir dætur sínar mátti brúðguminn alls
ekki sjá brúðina fyrir brúðkaupið og helst
ekki fyrr en eftir athöfnina. Þess vegna
var slörið oft haft mjög þykkt, stundum
svo þykkt að brúðurin sjálf sá ekki út um
það og faðir hennar varð að leiða hana
upp að altarinu. Slörið huldi því útlit
hennar og kom í veg fyrir að tilvonandi
brúðgumi hætti við brúðkaupið, litist
honum ekki nógu vel á verðandi brúði
sína. Í dag er slörið yfirleitt notað sem
skraut og eru alls ekki allar verðandi
brúðir hrifnar af því.
Þá og nú
Það er greinilegt að margar hefðir lifa
góðu lífi hér á landi þótt þær eigi up-
pruna sinn í öðrum löndum. Flest bera
brúðhjón giftingarhring sem táknar eilífa
ást og enn giftast flestar konur í hvítu
þrátt fyrir að sumar séu að gifta sig í
annað og þriðja sinn. Þegar kemur að
hjátrúnni, hvort sem fólk trúir í raun á
afleiðingar þess að brjóta reglur hennar
eða ekki, þá þykir mörgum greinilega
betra að hafa vaðið fyrir neðan sig. ehþ
Í brúðarförðun er oft leitast eftir mildri og náttúrulegri förðun. Slík förðun hentar vel til í því
samhengi þar sem bæði brúðkaupið
sjálft og myndatakan fer oftar en
ekki fram í dagsbirtu. Þóra Mattí-
asdóttir er förðunarfræðingur hjá
Yves Saint Laurent og hún upplýsir
hér hvernig hún ber sig að þegar
förðun brúðar er annars vegar:
Top Secret línan frá Yves Saint
Laurent hentar einstaklega vel fyrir
verðandi brúðir. Í henni er að finna
sérhæfðar vörur sem eru sérstak-
lega hannaðar út frá heilræðum
förðunarmeistara til að fullkomna
förðunarárangurinn og veita ein-
stakan ljóma.
Undirbúningur húðar
Til þess að undirbúa húðina sem
best er tilvalið að nota Top Sec-
ret Natural Action Exfoliator 1-3
sinnum í viku í allt að 2 vikur fyr-
ir brúðkaupsdaginn sjálfan. Þetta
er vinsælasta varan í línunni og
hentar öllum húðgerðum, einnig
viðkvæmri húð. Hún virkar eins
og kornaskrúbbur en inniheldur
engin korn. Top Secret Natural
Action Exfoliator 1-3 er í raun nátt-
úruleg virk húðslípun án korna. Í
stað kornarnna eru ensím sem fjar-
lægja dauðar húðfrumur á mildan
hátt. Berist á þurra húðina með
þurrum höndum og nuddið þar til
áferðin verður fljótandi og silki-
mjúk. Hreinsið því næst af með
rökum klút.
Eftir hreinsun er nauðsynlegt
að næra húðina vel með góðu raka-
kremi. Ávinningurinn er jöfn og
slétt áferð húðar. Silkimjúk og ljóm-
andi húð sem er tilbúin fyrir fallega
förðun.
Undirfarði
Top Secret Flash Radiance undir-
farðinn í bursta rakafyllir húðina
samstundis. Hann dregur úr öll-
um þurrki og þurrkublettum auk
þess sem hann mýkir húðina, lýsir
húðlitinn og gefur samstundis ein-
stakan ljóma. Hann er borinn á al-
veg hreina húðina og beðið er í 2
mínútur áður en farðinn er borinn
á. Farðinn aðlagast húðinni betur,
fær meiri ljóma og endist lengur.
Farði
Perfect Touch Radiance 05 farðab-
urstinn varð fyrir valinu. Það er létt-
ur og náttúrulegur farði sem jafn-
ar áferð húðarinnar, mattar, gefur
ljóma og dregur úr húðlítum. Farða
ber ég aldrei alveg upp að augum
heldur aðeins upp að augnbeini.
Húðin í kringum augun er svo þunn
að þegar farði er borinn í kringum
augun getur það dregið fram línur
og myndað skugga sem eru jafnvel
ekki til staðar. Þess í stað kýs ég
að nota Touche Éclat ljómapenna
með þynnri formúlu til að lýsa upp
svæðið í kringum augun sem bland-
ast svo saman við farðann þar sem
þeir mætast. Pennann nota ég líka í
kringum varir meðfram nefinu í átt
að vörum og undir augabrún. Hann
má í rauninni nota hvar sem er yfir
farðann til að lýsa og fá meiri ljóma
í húðina.
Kinnalitur
Uppáhalds varan mín fyrir kinnarn-
ar er Creme de Blush kremkinna-
liturinn. Ég notaði lit nr. 1. Best
finnst mér að bera hann og og dreifa
létt úr honum með fingrunum eða
hringlaga förðunarbursta sem er
frekar mjúkur. Áferðin er eins kon-
ar froðukremsáferð sem aðlagast
húðinni fullkomlega og skilur ekki
eftir púðuráferð eða auka lag á húð-
inni.
Augu
Á augun byrjaði ég á að nota Long
lasting augnblýant nr. 6, bæði með-
fram neðri og efri augnhárum. Það
er mildur brúnn litur sem rammar
augun örlítið.
Ég valdi Ombre 5 Lumiere augn-
skuggapallettu nr. 9. Dekkri brúna
litinn setti ég örlítið yfir blýantinn,
aðeins í skyggingu og í glóbuslín-
una. Ljósbleika litinn notaði ég svo
yfir augnlokið og lýsti miðjuna og
innri augnkrók svo með ljósasta
litnum. Dekkri blái liturinn er svo
settur rétt meðfram efri augnháral-
ínu í átt að ytri augnkrók til að fá
meiri dýpt.
Blautur Shocking Eyeliner er
alltaf fallegur í milda förðun. Hann
er svo auðveldur í notkun að það er
nánast engin leið að klúðra honum.
Ég hef alltaf sagt að þetta sé blaut-
ur eyeliner sem hver sem er getur
notað. Best finnst mér að leggja ská-
hallt á augnháralínuna og fá stuðn-
ing frá augnhárunum áður en hann
er dregin áfram. Því næst setti ég
Mascara Volume Effect Faux Cils
maskara sem er alltaf jafn fallegur.
Hann þykkir lengir og greiðir vel úr
augnhárunum, auk þess sem hann
inniheldur B5 vítamín sem nærir og
verndar augnhárin.
Varir:
Á varirnar valdi ég lit sem er í vor-lo-
okinu núna og heitir Rouge Volupte
Candy nr. 9. Volupte Candy litirnir
eru mjög léttir og þeir gefa mikinn
raka og mikla næringu. Litirnir eru
ekki mjög sterkir en gljáinn er alveg
einstaklega fallegur og passar sér-
staklega vel fyrir bjarta og sérstaka
daga eins og brúðkaupsdaginn.
Módel: Hildur Björnsdóttir
Förðun: Þóra Matthíasdóttir
BrúðArFörðUn - Kaldir litir
Brúðarförðun
Förðunin tekur meðal annars mið af því að brúðkaup og ljósmyndataka eru oftast að degi til.