Fréttatíminn - 05.04.2012, Qupperneq 36
6 brúðkaup Helgin 5.-8. apríl 2012
Farðu inn á www.oddi.is
og búðu til persónulega gjöf.
Fallegt kerti með þínum myndum.
Prentun frá A til Ö
VERÐ
2.990 kR.
stykkiÐ
Hannaðu þitt
eigið kerti
á oddi.is
Öll dýrmætu augnablikin fest á filmu
B rúðkaupsmyndirnar eru eitthvað sem ekki má klikka því ómögulegt er að endurtaka daginn.
Mikilvægt er að hafa hugfast að fá
rétta ljósmyndarann til að fanga
öll dýrmætu augnablikin á þessum
stóra degi og að tryggja að ljós-
myndarinn átti sig á hver „réttu“
augnablikin séu að ykkar mati.
Ekki viljum við að ljósmyndarinn
sé vant við látinn þegar brúðar-
vendinum er kastað eða þegar
brúðhjónin mata hvort annað af
kökunni. Setjist því niður og farið
yfir skipulagið með ljósmyndar-
anum. Fyrst þarf samt sem áður að
velja ljósmyndara og gera upp við
sig hvernig myndir maður vill eiga
eftir brúðkaupsdaginn. Hér eru
nokkrar ráðleggingar.
Hvernig velja skal ljósmyndara
Samspil ljósmyndara og viðfangs-
efnis, í þessu tilfelli brúðhjóna,
þarf að vera gott og ganga vel.
Þess vegna er gott að kynna sér vel
heimasíður ljósmyndara, hvernig
myndir þeir taka og gera upp við
sig hvaða ljósmyndari hentar manni
og að sjálfsögðu í leiðinni hvernig
myndir maður vill fá. Hver og einn
ljósmyndari hefur sinn stíl og vanir
brúðkaupsljósmyndarar geta eflaust
líka komið með margar góðar hug-
myndir. Veljið úr nokkra og mælið
ykkur mót við þá til þess að stilla
saman strengi og til að finna hvort
að þið getið unnið vel saman. Ljós-
myndarinn þarf að vinna náið með
ykkur svo að þið verðið að geta
treyst hvort öðru.
Hvenær bóka skal ljósmyndara
Það er best að bóka ljósmyndara
með góðum fyrirvara því þeir sem
henta þér best geta verið uppbókað-
ir með löngum fyrirvara. Hugið að
þessu með 6 mánaða fyrirvara, sér-
staklega ef þið ætlið að gifta ykkur
á laugardegi yfir sumarmánuðina
apríl - september.
Vert að hafa bak við eyrað
Búið til lista yfir spurningar sem
þið viljið spyrja ljósmyndarann.
Segið frá hverjar ykkar óskir eru
og miðlið sem mestum upplýsing-
um um brúðkaupsdaginn svo sem
þema og tímasetningum, til þess
að allt sé á hreinu. Spyrjið einnig
út í hverjir möguleikarnir eru varð-
andi afhendingu á myndunum, það
er hvort hægt sé að fá þær á DVD,
í albúmi, stækkaðar upp og fleira.
Ekki gleyma að búa til samning því
á löngum tíma er auðvelt að gleyma
í hverju samkomulagið fólst ná-
kvæmlega. Þetta tryggir að allir
gangi sáttir frá borði.
Hvernig myndir skal taka
Afskaplega mikilvægt er að fanga
réttu augnablikin á brúðkaups-
deginum því þau koma ekki aftur.
Setjist niður með ljósmyndaranum
og gerið lista yfir það sem þið viljið
festa á filmu. Margir vilja mynda
undirbúninginn svo sem þegar
brúðurin hefur sig til, mynd af brúð-
arkjólnum hangandi á herðatré og
mynd af brúðinni með fjölskyldunni
sinni áður en haldið er til kirkju og
mynd af brúðgumanum með svara-
manninum. Í athöfninni er mikil-
vægt að eiga mynd af gestum að
koma til kirkju, brúðgumanum sem
situr og bíður brúðar, mynd af brúð-
inni áður en hún gengur inn kirkju-
gólfið, kossinum, mynd af gestum,
hringaberum, blómabörnum og
brúðhjónunum að ganga saman út
úr kirkjunni og svo framvegis. Þá
má ekki gleyma myndum eftir at-
höfnina þegar brúðhjónin koma út
úr kirkjunni, setjast inn í bílinn og
svo myndum úr veislunni, af há-
borðinu, brúðhjónunum að dansa
brúðarvalsinn, af brúðhjónunum að
fá sér af kökunni ... og svo að sjálf-
sögðu sjálfum brúðkaupsmyndun-
um sem teknar eru í stúdíói eða á
völdum stað. Á sumrin eru þær oft
teknar úti í náttúrunni en auðvitað
fer það eftir veðri.
Hversu langan tima tekur
stúdíómyndatakan?
Best er að ætla 60-90 mínútur í
þessa myndatöku svo að tími gefist
til að slaka á og ná góðum mynd-
um. Misjafnt er hvort að fólk velur
að taka þessar myndir fyrir eða eft-
ir brúðkaup. Kosturinn við að taka
þessar myndirnar fyrir brúðkaup
felst í því að þá þurfa gestirnir ekki
að bíða eins lengi eftir að brúðhjón-
in mæti til veislu en ef myndirnar
eru teknar eftir brúðkaup eru brúð-
hjónin oft afslappaðri og svo eru
sumir sem vilja ekki að brúðgum-
inn sjái brúðina í kjólnum fyrir at-
höfnina. Munið bara að gera ráð
fyrir rúmum tíma svo að ekki verði
stress.
Hvað er „Trash the dress“
myndataka?
Að undanförnu hefur ný tegund af
myndatöku verið að ryðja sér til
rúms sem á rætur sínar að rekja
til Bandaríkjanna. Hún er kölluð
„Trash the dress“ og felst í að taka
myndir af brúðinni í brúðarkjólnum
á óvenjulegum stöðum svo sem úti
í sjó, undir brú, í bílakirkjugarði
og á fleiri óvenjulegum stöðum.
Myndatakan þarf þó ekki að fela í
sér að brúðarkjóllinn sé eyðilagð-
ur og gaman getur verið að fá að
nota hann aftur og fá í kaupbæti
skemmtilegar og svalar myndir.
Brúðkaupsmyndir