Fréttatíminn - 05.04.2012, Qupperneq 46
H ér verða tald-ar til helstu ástæður
hrunsins, en margar
tengjast innbyrðis:
1. Mannaráðningar á
Íslandi. Hafa oft
verið „B ráðning-
ar“, fólk ráðið vegna
ættartengsla, póli-
tískra viðhorfa eða
vináttu í stað hæfis.
2. Skortur á ábyrgð
eigenda og stjórna bankanna.
Eigendur banka létu lána fyrir-
tækjum sínum gríðarlegar upp-
hæðir, jafnvel yfir 50 prósent af
eigin fé viðkomandi banka, eins
og segir í laginu „þeir urðu Ís-
landi að falli“.
3. Eftirlit. Skortur var á öflugu eftir-
liti það er fjármálaeftirliti, sam-
keppnis- og skattaeftirliti, en
einnig á fleiri sviðum samanber
iðnaðarsaltið og brjóstapúðana.
4. Afnám hafta á fjármálakerfinu
þar sem fordæmið var sótt til
Bandaríkjanna.
5. Ábyrgðarleysi lögfræðinga og
endurskoðenda. Sumir þeirra
gengu erinda eigenda banka og
stórfyrirtækja.
6. Röng aðferðafræði við yfirtöku
ríkisins á Glitni banka. Mörgu
var þar ábótavant og keðjuverk-
andi. Þó sýndi rannsóknar-
skýrslan og Landsdómur að
bönkunum yrði ekki bjargað á
þessum tímapunkti.
7. Aðgerðaleysi þingmanna. Alþing-
ismenn eiga að setja heilbrigð-
ar leikreglur fyrir samfélagið
og sjá til þess að stjórnsýslan
annist góða framkvæmd, þeir
brugðust.
8. Hamfarir og fjármálakreppa sem
riðu yfir alþjóðlegt hagkerfi
einkum haustið 2008. Banka-
kerfið í okkar litla og opna hag-
kerfi, var gríðarlega stórt hlut-
fall af landsframleiðslu eða um
12,5 sinnum stærra og gjald-
miðillinn var og er mjög veikur.
9. Ekki var hlustað á trúverðuga
erlenda sérfræðinga. Góðar
greiningar þeirra voru rakkað-
ar niður, jafnvel af málsmetandi
stjórnmálamönnum sem og fjöl-
miðlum, sem sumir voru reknir
af eigendum bankanna.
10. Hvítþvottur ráðgjafa og mats-
fyrirtækja. Hagsmunaaðilar og
fleiri létu gera skýrslur sem áttu
að sýna stöðugleika íslenska
efnahagslífsins og bankakerf-
isins, svo sem skýrslu unna af
Tryggva Herbertssyni, og pró-
fessor Mishkin.
11. Eiginhagsmunir stjórnmála-
manna. Málsmetandi stjórn-
málamenn birtust og viðhöfðu
stór orð um skýrslur erlendu
aðilana sem vöruðu við íslenska
bankakerfinu. Orð þáverandi
varaformanns annars stjórnar-
flokks í ágúst 2008 eru fleyg;
„það þarf að senda þessa menn
í endurhæfingu á skólabekk“!
12. Skortur á lögum um fjölmiðla.
Frumvarp til fjölmiðlalaga sem
hafnað var á sínum tíma var
ekki gallalaust, en nauðsynlegt
var að setja slík lög. Eignarhald
ákveðinna aðila á fjölmiðlum
var ein af ástæðum
andvaraleysis þeirra.
13. Virðingarleysi
fyrir lögum og rétti.
Mörgum þykir því
miður ekki tiltöku-
mál að fara á sveig við
hlutina eins og dæmin
sýna.
14. Menntun og fjár-
málalæsi ábótavant.
A lmenningur varð
auðvelt fórnarlamb
fjármálastofnana þeg-
ar farið var að bjóða óskynsam-
legar lántökur svo sem 90 pró-
sent lán.
15. Peningagræðgi og efnishyggja.
Almenn efnishyggja mikil og
löngunin eftir að eignast hluti
án þess að eiga fyrir því.
16. Hagfræðilegar blekkingar. Fólki
var talin trú um að Íslendingar
væru svo ríkir! Höfundur skrif-
aði grein um þá hagfræðilegu
blekkingu í Morgunblaðinu árið
2006 undir nafninu „Íslendingar
sjötta ríkasta þjóð í heimi“.
17. Skortur á ákveðnu viðskiptasið-
ferði og skattfræðiþekkingu.
Gráa svæðið var stórt, menn
komast upp með ótrúlega hluti
í viðskiptaumhverfinu. Hluti al-
mennings virðist einnig ekki
gera sér grein fyrir til hvers það
er að greiða skatta.
18. Í þjóðareðlinu og meðal ráða-
manna er tilhneiging til að
„byrgja brunninn þegar barnið
er dottið ofan í“ eða hann jafn-
vel orðin fullur af börnum. Að-
gerðir eru oft eftirábyggjandi í
stað fyrirbyggjandi.
19. Brotalamir í hagstjórn, einkum
frá árinu 2000 auk veikrar stjórn-
sýslu. Þensluhvetjandi aðgerð-
ir, skortur á aðhaldi í ríkisfjár-
málum og ýmis hagfræðileg
lögmál í raun brotin. Að mörgu
leyti gervihagvöxtur keyrður
upp með lántökum.
20. Sala Landsbankans og Búnaðar-
bankans. Aðferðin sem beitt var
við söluna og valið á kaupendum
var ámælisvert. Þau vinnubrögð
urðu meðal annars til þess að
formaður einkavæðingarnefnd-
ar sagði upp stöðu sinni með
orðunum „Aldrei kynnst öðrum
eins vinnubrögðum“.
21. Þjóðhagsstofnun var lögð nið-
ur. Um var að ræða hlutlausan
greiningaraðila. Í staðinn tóku
svokallaðir „sérfræðingar“ hjá
greiningardeildum bankanna
við þjóðhagsspám!
22. Gjafakvótakerfið. Hvort tveggja
var gallað, aðferðafræðin og
framkvæmdin.
Undirritaður leyfir sér að vera nokk-
uð bjartsýnn fyrir hönd Íslands með
von um viðsnúning. Landið er ríkt
af auðlindum, mannauði, orku, gjöf-
ulum fiskimiðum og fleiru. Slæmir
stjórnendur, eftirlit og fleira hér að
ofan talið er vandamálið. Nauðsyn-
legt er að útrásarvíkingarnir og aðr-
ir sem rænt hafa þjóðina greiði sem
allra mest til baka. Rétt væri að einn
þessara manna framseldi hlutdeild
sína í Actavis til þjóðarinnar. Rétt-
látara er að ýmsum sökudólgum
blæði en almenningi. Hægt er að
lesa ýtarlegri útgáfu greinarinnar
á hakonthor.blog.is
22 punktar
Ástæður og ábyrgðar-
menn hrunsins
Hákon Þór Sindrason,
framkvæmdarstjóri
Heilsulindir í Reykjavík
PÁSKASUND
Lykill
að góðri
heilsu
www.itr.is ı sími 411 5000
Afgreiðslutími um páska
Annar í Páskum
9. apríl
Páskadagur
8. apríl
Laugardagur
7. apríl
Föstud. langi
6. apríl
Skírdagur
5. apríl
ÁRBÆJARLAUG
BREIÐHOLTSLAUG
GRAFARVOGSLAUG
KLÉBERGSLAUG
LAUGARDALSLAUG
SUNDHÖLLIN
VESTURBÆJARLAUG
kl. 11-19 kl. 10-18 kl. 9-17 kl. 10-18 kl. 11-19
kl. 10-18 Lokað kl. 9-17 Lokað kl. 10-18
kl. 10-18 Lokað kl. 10-18 Lokað kl. 10-18
kl. 11-15 Lokað kl. 11-15 Lokað kl. 11-15
kl. 8-22 kl. 10-18 kl. 8-22 kl. 10-18 kl. 8-22
kl. 10-18 Lokað kl. 8-16 Lokað kl. 10-18
kl. 11-19 Lokað kl. 9-17 Lokað kl. 11-19
Helgin 5.-8. apríl 2012