Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.04.2012, Page 50

Fréttatíminn - 05.04.2012, Page 50
38 bækur Helgin 5.-8. apríl 2012  RitdómuR VeiðisöguR Hungurleikarnir eftir Suzanne Collins sitja í tveimur efstu sætu barna- bókalista Eymundsson, innbundna útgáfan efst og kiljan í öðru sæti. Tvær bækur um hörkutólið Katniss Everdeen eru enn óþýddar. Í efstu tVeimuR  RitdómuR ÍslenskaR VeiðiáR Þ ýðing á litlu kynningarriti frá 1950 fyrir Englandsmarkað um lax-veiði á Íslandi kom út fyrir jólin hjá forlagi Hins íslenska bókmenntafélags, falleg bók prýðilega þýdd af Einari Fal Ingólfssyni. Hún er prýdd fjölda ljós- mynda frá árunum fyrir og eftir stríð sem teknar voru í veiðiferðum Roberts Neil Stewart, Skota af auðugum ættum sem hingað kom fyrst til veiða haustið 1912 og leigði um árabil aðstöðu til veiða í Hrúta- firðinum en fór víðar. Þessi bók er sannkallaður gimsteinn og er algjört möst í hillum allra þeirra sem hafa áhuga á veiðum hér á landi. Ekki aðeins fyrir þá sök að Stewart gefur okkur glögga mynd af samfélaginu sem hann sótti heim, samfélagi sem hann gerir sér í mun að skilja og metur reyndar mikils. Frásögn hans dregur upp glögga mynd af sveitasamfélagi sem hann greinir réttilega að tók miklum breytingum eftir seinna stríð. Glöggt er gests auga, en það sem meira er: Stewart kemur hingað fyrst til fuglaveiða og er sá inngangur um margt fróðlegur, en fer svo alfarið að veiða fisk í ám. Hann hefur einstaklega þroskað auga fyrir bráðinni og skimar heimkynni fisksins af miklu innsæi og góðri athyglisgáfu, víst eftir þekkingu og kenningum sem nú munu þykja fornar, en hann les landið og far- vegina, lífið við ána af slíkri ást á náttúru og náttúrufari að unun er að lesa. Hér má líta upplifun sem er sett fram af innilegri virðingu og siðfágun. Bókin hefur enda verið lengi talin í hópi klassískra rita um veiðimennsku og getur sem slík kennt okkur margt um hvernig við ættum að umgangast landið og árnar. Sem söguleg heimild er gildi bókar- innar ótvírætt – þó nokkrir ritfærir menn hafi lagt sig eftir skrifum af þessu tagi hafa þeir allir verið heimavanir og öllum hefur þeim reynst um megn að lýsa aðkomu þess sem að utan kemur og sest við kyrrð árinnar og kann að meta þau lífsgæði sem veiðin er. Bókin bregður líka skýru ljósi á lífshætti veiðimanna sem hér voru gestkomandi og um leið hvernig var að fara hér um á tímum þegar samgöngur voru lakar. Stewart getur notast við bíla takmarkað, hann fer um fótgangandi og á hestum. Hann er verndunarsinni og hefur skýrar hugmyndir um hvernig nýta beri árnar, hugmyndir sem hafa á sumum bæjum ekki náð enn í gegn þrátt fyrir að tugþúsundir manna leiti í strauminn sér til andlegrar hvíldar. Mér er mál í ál, er enn lífsspeki margra hér á eynni. Enskir auðkýfingar sóttu hingað mikið til veiða um langt skeið. Stewart var í þeim hópi. Hann skilur sig frá þeim ókunna fjölda með þessum vitnisburði en eftir hann liggja fleiri verk um íslenskar ár og veiðar í þeim. Það er mikill fengur að þessari litlu bók og ber að þakka það tiltæki að koma henni í snoturri út- gáfu á íslensku. Bækur Páll Baldvin Baldvinsson pbb@frettatiminn.is Mikill fengur Þessi bók er sannkallaður gimsteinn og er algjört möst í hillum allra þeirra sem hafa áhuga á veiðum hér á landi. Vakin er athygli á því í nýju hefti Þjóðmála að nú er hafið áttunda ár þrautseigrar útgáfu Jakobs F. Ásgeirssonar. Þótt þetta nýjasta hefti fjalli að stærstum hluta um stjórnmál er alltaf eitthvað af skrifum þar að finna um útgáfumál: Hér birtast nokkrir ritdóma og fá prýðilegt pláss. Hannes Hólmsteinn tekur í heftinu upp þráð sem hann bryddaði upp á í riti sínu um kommúnista á Íslandi og gerir grein fyrir örlögum Bruno Kress og Hennyar Goldstein Ottesen kjólameistara og eiginkonu Hendriks Ottósonar, en þau munu hafa kynnst í mötuneyti frú Olsen í Garðastræti 9. Þá skrifar hópur borgarlegra höfunda í ritið: Björn Bjarnason, Guðmundur Magnússon, Gústaf Níelsson og kynntar eru hugsanir Ron Paul. Heftið má fá í áskrift og í öllum skárri bókaverslunum. -pbb Nýtt hefti Þjóðmála komið út Áfram halda þeir Crymogeu-bændur að gefa út rit um myndlist. Síðla árs kom frá þeim verkið Equivocla eftir Kristínu Elvarsdóttur ljósmyndara; dumbrauð bók í hörðum spjöldum sem geymir ríflega 40 ljósmyndir eftir listakonuna tengdar saman í þema. Eftirmála skrifar Markús Þór Andresson og einnig hefur ritið að geyma ferilskrá ljósmyndarans. Ekki er ljóst hvort hún tengist sýningarhaldi Katrínar og þá hvar en bókin gefur fína mynd af áleitnum viðfangsefnum listakonunnar. Path er lítið rit sem skráir í myndum og textum verk Elínar Hansdóttur myndlistarkonu en Path er innsetning sem farið hefur upp í fjórgang, hér heima í sýningunni Art against Architecture í Listasafni Íslands 2008. Í ritinu, sem er fallega brotið af Gunnari Vilhjálmssyni, er langur heimspekilegur og ljóðrænn texti Rebeccu Solnit tengdur við nokkrar myndir af innsetningunni eftir diephotodesigner. -pbb Tvö bókverk um mynd- list frá Crymogeu Ásbjörn Kristinsson söngvaskáld hefur nú sett saman fjórar bækur um veiði í ám, fiskana sem þar búa, einkum laxinn, mannlífið á bakkanum, ákafa sinn og ástríðu. Ritin hafa komið hvert af fætur öðru, sum skreytt ljósmyndum, öll ólgandi af maníu hans í veiðinni. Þrjú þeirra eru nokkuð sjálfhverf – en höfundinum fyrirgefst því hann er opinn í huga þegar hann fer að ánni og sannar að hann er natúralisti af meðfæddri þörf; bókstaf- lega ljómar í landinu og nær í þessari bók, sem er skreytt fínum en nokkuð hefðbundnum ljósmynd- um eftir Einar Fal Ingólfsson, að smita lesandann af upplifun á bakkanum og í strengnum. Það er ekki auðvelt að skrifa veiðilitteratúr: Efnið hefur svo ríka tilhneigingu að verða laust við upplifun af öðrum fyrirbærum bakkans en bara lifandi straumi og fisk á flugu eða krækju. Veiði við á og vatn er lífstíll, rétt eins og ferð á hesti um landið, söfnun steina eða blóma og ganga um landið. Bubba er í mun að sannfæra okkur um þessa dýrð og tekst það: Hann skýtur inn í frásagnir af nokkrum helstu veiðiám lands- ins þremur sögum og nær þar fastari tökum á viðfangsefninu en í hinum almennari köflum sem útheimta margir staðbundna þekkingu. Sagan af hundinum og álftunum er þeirra best vegna þess að þar dregur sögumaðurinn sig inn í skel, tekur á sig annan svip en við erum vön í samtali Bubba við lesandann, sögupersónu er gefið rúm og hundi hans, með óvæntum en fullkomlega trúarlegum endalokum. Veiðisögur Bubba bætast nú í safn áhugamanna og lenda þar við hlið eldri bóka. Bækur um þetta sport hafa tilhneigingu til að verða glansmynda- bækur og samkvæmt myndastíl þeirra er mest veitt í góðu veðri. Mikið brosað í kringum jepp- ana. Í mínu ungdæmi fóru bændurnir í Borgar- firðinum út er langt var liðið á kvöld, í geymslum voru enn uppi langar digrar stangir frá tíma Bret- anna því hingað voru útlendingar komnir strax á sautjándu öld til að veiða fisk í ám. Menn kann að undra að lesandi sem hefur sjaldan farið til veiða og varla veitt ugga skuli leggjast í svona litteratúr, en heimur veiðimanns í landinu er heillandi við- fangsefni sérstæðrar frásagnartækni sem er þraut. Maðurinn einn í ánni er erfitt efni og alltaf fróðlegt að sjá hvernig höfundum reiðir af í þeim straumi. -pbb Bubbi á veiðum  Íslenskar veiðiár R. N. Stewart Einar Falur Ingólfsson þýðir. Hið íslenska bókmenntafélag, 216 síður, 2011. ÍSLENSKAR VEIÐIÁR eftir R.N. Stewart EINAR FALUR INGÓLFSSON ÞÝDDI ÍSLEN SK A R V EIÐ IÁ R eftir R.N. Stewart Þessi bók Roberts Neils Stewart hershöfðingja kom fyrst út árið 1950 undir heitinu Rivers of Iceland. Bókin var skrifuð fyrir erlenda stangveiðimenn og var markmiðið að kynna fyrir þeim helstu veiðiár landsins, aðstæður við ár og vötn, fiskistofnana og aðbúnaðinn á bæjum þar sem dvalið væri. Íslenskar veiðiár var fyrsta bókin þar sem fjallað er á mark- vissan hátt um stangveiðiíþróttina á Íslandi, og hefur lengi verið talin til klassískra veiðibókmennta. Stewart veiddi fyrst hér á landi árið 1912 og leigði um langt árabil veiðirétt- inn í Hrútafjarðará og Síká. Íslenskar veiðiár er merkileg frá- sögn um reynslu skosks ferðalangs sem dvaldi margoft hér á landi og kynntist þeim gríðarlegu breytingum sem urðu á högum landsmanna á fyrri hluta tuttugustu aldar. Lýsingar Stewarts á samgöngum hér á landi, á sveitabæjum og fólkinu sem hann kynntist, eru ekki síður merkilegar en næmar lýsingar hans á veiðiánum, fiskum og fuglalífi, veiðiskap og íslenskum fylgdarmönnum erlendra veiðimanna. Einar Falur Ingólfsson þýddi bókna. Hana prýða um fimmtíu ljósmyndir sem Stewart tók hér á landi. Ísl. veiðiár kápa-2_Layout 1 10/8/11 12:18 PM Page 1 Stewart og sam- ferðamaður hans til margra ára við veiðar á Íslandi, F. E. Salsbury, hafa landað laxi við Bænhúshyl í Straum- fjarðará. Myndin mun tekin sumarið 1938.  Veiðisögur Bubbi Morthens Ljósmyndir: Einar Falur ingólfsson Salka, 160 blaðsíður, 2011 Bubba er í mun að sannfæra okkur um þessa dýrð og tekst það Hann er verndunar- sinni og hefur skýrar hugmyndir um hvernig nýta beri árnar, hugmyndir sem hafa á sumum bæjum ekki náð enn í gegn þrátt fyrir að tugþúsundir manna leiti í strauminn sér til andlegrar hvíldar. Krabbamein, astmi, ofnæmi, exem, treg blóðrás, blöðruhálskirtilsbólga, parkinsonveiki, umgangspestir ....... Lúpínu eyðið gæti hjálpað www.lupinuseydi.is s. 517 0110 Lúpínuseyðið sem Ævar Jóhannesson gaf fólk í rúma tvo áratugi gerði mörgum gott eins og lesa má í æviminningum hans og á vefsíðunni www.lupinuseydi.is. Hér verður ekkert fullyrt, en það skaðar ekki að lesa sögurnar og meta það sjálf hvort seyðið gæti gert ykkur gott. Fæst í heilsubúðum

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.