Fréttatíminn - 05.04.2012, Side 62
Breska
tískuhúsið
mun hefja
sölu á nýrri
förðunarlínu
í næsta
mánuði
sem sækir
innblástur
sinn til kvik-
myndarinnar Clueless. Línan mun þó aðeins samanstanda af einum varalit sem
Cher, leikin af Alicia Silverstone, var svo hrifin af í myndinni. Liturinn er skær-
bleikur í anda þess sem við sáum svo greinilega í vortískunni á tískupöllunum fyrr
í vetur og sannast þá hið forkveðna að tískan gengur alltaf í hringi.
Helgin 5.-8. apríl 201250 tíska
5
dagar
dress
Mikill kostur
að vinna í fatabúð
Helga Gunndís Þórhalls-
dóttir er 21 áraog vinnur
í Gallerí Sautján. Í haust
stefnir hún á viðskipta-
fræðinám í Háskóla Íslands:
„Stíllinn minn er mjög
venjulegur. Ég reyni að
tolla í tískunni
og finnst mér
það vera
mikill kostur að vinna í
fatabúð þar sem ég get
fylgst náið með henni.
Olsen-tvíburasysturnar
eru einnig mér miklar
fyrirmyndir þegar kemur
að tísku, enda alltaf flottar,
sama í hverju
þær eru.
Fötin mín
kaupi ég mest
í Sautján,
Forever21,
Monki, H&m
en líklegast
er Urban
Outfitters í
allra mesta
uppáhaldi.“
tíska
Kolbrún
Pálsdóttir
skrifar
Rússarnir glysgjarnir
Í ferðalagi mínu til Kína kom ég stuttlega við í
Rússlandi. Ég mætti á köldum vormorgni þar
sem heimamenn stóðu rólega í rúllustiga og létu
hugann reika, líklega til hins nýja dags sem þá
var rétt að hefjast. Það er ekkert stress. Konurnar
hljóta að vakna nokkru fyrr en karlarnir á morgn-
anna því þær leggja mikið upp úr útlitinu, sem er
tímafrek iðja. Þær voru flestar, ef ekki allar, með
andlitið stífmálað, í velvöldum spariskóm – oftar
en ekki með fimmtán sentímetra hæl. Kven-
þjóðin lætur vetrarkuldan ekkert á sig fá og við
himinháu hælana klæðast þær þunnum nælon-
sokkabuxum, hlutlausum kjól og aðsniðnum pels
sem bundin er um mittið. Þær voru flestar flottar,
hávaxnar og grannar; eins og klipptar út úr tísku-
blaði sem ... kom út fyrir fimm árum. Karlpen-
ingurinn í Moskvu er hinsvegar önnur saga. Þeir
grípa bara stóru loðhúfuna á leiðinni út í kuldann,
troða sér í kuldaskó, hoppa út og tilbúnir í að
takast á við nýjan dag.
En eitt eiga kynin sameiginlegt í Rússlandi: Þau
sækja bæði mikið í glys. Hvort sem við tölum um
eldri konur með gulltennur eða unga stráka með
keðjur um háls og stóra gullhringi þá er þetta ein-
kennandi.
Svona er tískan í Rússlandi. Öðruvísi, áberandi
og frábrugðin því sem við þekkjum hérna heima.
Það er eins og landið sé einangrað sé litið til
vestrænna tískustrauma. Tískan þar virðist undir
litlum áhrifum frá öðrum löndum.
Naglalakk
a la Obama
Þriðjudagur
Skór: Gs skór
Buxur: Gallerí Sautján
Skyrta: Urban Outfitters
Hálsmen: Gallerí Sautján
Mánudagur
Skór: Gs skór
Buxur: Gallerí Sautján
Skyrta: Urban Outfitters
Bolur: Gallerí Sautján
Hátískuhönnuðurinn Marc
Jacobs hefur ákveðið, í
kjölfar velgengi ilmarins
Lola sem kom út á síðasta
ári, að framleiða nýja ilm
undir nafninu Marc Jacobs
Dot. Ilmurinn er væntan-
legur í ágúst á þessu ári
og er um að ræða þróun á
áðurnefndum Lola. Þetta
er hans þriðji ilmur en bæði
Daisy og Lola slógu sölumet
á síðasta ári. Mikil eftirvænt-
ing er fyrir ilminum og segir
hönnuðurinn þetta vera
hans besti ilmur hingað til.
Varalitur
í anda
Clueless
Tískutímaritið Marie Claire kynnti nýja
handbók á dögunum sem hefur fengið
nafnið Outfit 911. Bókin á
bæði að hjálpa stelpum
á öllum aldri sem eiga
erfitt með að ákveða
sig í hverju á að klæðast
á morgnanna og einnig
við að endurskipuleggja
fataskápinn sinn þannig
að hann endist. Hand-
bókin er auðveld upp-
flettingar og eru kaflar
hennar vel skipulagðir
með allskonar hjálplegum
ábendingum. Hún er nú
fáanleg á vefsíðu fyrirtækisins fyrir rúmar
2000 krónur.
Tískuráðgjöf fyrir stelpur
Miðvikudagur
Skór: Aldo
Buxur: Gallerí Sautján
Skyrta: American Apperal
Hálsmen: Forever 21
Jakki: Gallerí Sautján
Fimmtudagur
Skór: Din Sko
Stuttbuxur: Topshop
Skyrta: Gllerí Sautján
Bolur: Forever21
Trefill: Corner
Föstudagur
Skór: Dúkkuhúsið
Stuttbuxur: H&M
Skyrta: Urban Outfitters
Pels: Rokk og rósir
Fékkstu ekki
Fréttatímann
heim?
Fréttatímanum er dreift á öll heimili á höfuðborgarsvæðinu.
Ef þú fékkst ekki blaðið heim, láttu okkur þá vita með
tölvupósti á dreifing@frettatiminn.is
Sjáðu blaðið líka á frettatiminn.is