Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.04.2012, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 27.04.2012, Blaðsíða 8
Með bættri hönnun á loftflæði ytra byrðis og tæknibúnaði sem tryggir hagkvæmustu aksturstilhögun er mögulegt að minnka umtalsvert eyðslu eldsneytis. Þannig er Audi A4 enn sparneytnari en áður og eyðir aðeins frá 4,5 lítrum á hverja 100 km.* Nýr A4 er því afrakstur stöðugrar tækniþróunar hjá Audi. Til viðbótar við ríkulegan staðalbúnað í Audi A4 fylgir sóllúga öllum bílum sem pantaðir eru fyrir 1. júní 2012. *M.v. 2.0TDI 143 hestafla, dísilvél, beinskiptan. Farvegur framþróunar Velkomin í reynsluakstur „Bylting í flugkennslu“ Flugskóli Íslands hefur látið uppfæra flughermi sinn sem mun gerbreyta allri þjálfun flugnema hér á landi. Flughermirinn var uppfærður hjá franska framleiðandanum ALSIM og sá Eimskip um að flytja hann utan og heim. „Flughermirinn er mikil bylting í flug- kennslu og mun fylgja eftir þeirri framþróun sem orðið hefur í flugstjórnun á síðustu árum,“ segir Baldvin Birgisson, skólastjóri Flugskóla Íslands. Nýi hermirinn líkir eftir fimm tegundum flugvéla; litlum eins hreyfils kennsluflugvélum, litlum tveggja hreyfla flugvélum, 50 sæta farþegaflug- vélum, áþekkum þeim sem notaðar eru í innan- landsflugi á Íslandi, litlum þotum og einnig um 150 sæta farþegaþotum. - jh Markaður með at- vinnuhúsnæði lifnar við Velta með atvinnuhúsnæði á höfuð- borgarsvæðinu fer vel af stað á árinu, samkvæmt tölum Þjóðskrár Íslands. Alls var 91 kaupsamningi þinglýst í mars en 56 í sama mánuði í fyrra. Aukningin nemur rúmlega 60 pró- sentum. Utan höfuðborgarsvæðisins er aukningin minni, rúmlega 18 prósent. Á fyrsta ársfjórðungi var 402 samningum þinglýst á landinu öllu, 111 fleiri en á sama tíma í fyrra. Aukningin nemur 38 prósentustigum. Á liðnu ári var alls 672 samningum með atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu þinglýst, sem er aukning um þriðjung frá árinu áður. Greining Íslandsbanka bendir þó á að þetta eru helmingi færri samningar en gerðir voru á ári hverju að meðaltali á tímabilinu 2005-2008. Þá hefur verð atvinnuhúsnæðis lækkað mikið, að raunvirði um 18 prósent á liðnu ári. Á sama tíma hækkaði íbúðarhúsnæði á landinu öllu um 3 prósent að raunvirði. - jh Afnám hafta brýnasta viðfangsefnið Samtök atvinnulífsins telja afnám gjaldeyrishafta brýnasta viðfangsefnið í atvinnumálum Íslendinga, að því er fram kemur í áætlun samtakanna. „Að- gangur íslenskra fyrirtækja að erlendu fjármagni er takmarkaður. Aðilar sem koma með fjármagn inn í landið eftir undanþáguleiðum Seðlabankans fá ákveðið forskot umfram innlenda aðila í samkeppni á markaðnum. Framkvæmd gjaldeyrishaftanna þróast óhjákvæmi- lega í handstýrt kerfi mismununar og geðþóttaákvarðana,“ segir meðal ann- ars í áætluninni. SA leggja til að Alþingi samþykki lög um afnám gjaldeyrishafta í byrjun október 2012 sem taki gildi 1. janúar 2013. Þau feli í sér heimildir til kaupa innlendra aðila á aflandskrónum, útgáfu ríkisins á evruskuldabréfum í skiptum fyrir ríkistryggð skuldabréf í eigu erlendra aðila, heimildir banka til útgáfu evruskuldabréfa í skiptum fyrir innstæður í bönkunum, útgönguskatt og mótvægisaðgerðir. - jh Fasteignaverð á Spáni hefur lækkað um fjórðung Fjöldi Íslendinga á fasteignir á Spáni, en aðilar að Félagi húseigenda á Spáni eru á sjöunda hundrað. Þessi hópur, eins og aðrir fasteignaeigendur í landinu, hefur mátt þola talsverða eignarýrnun í kjölfar kreppunnar. Eftir stóra fasteignabólu hefur íbúðaverð á Spáni lækkað um að minnsta kosti fjórðung frá árinu 2007. Ekki er útlit fyrir að botn- inum sé náð, segir á vef Viðskiptablaðsins sem vitnar í umfjöllun New York Times um vanda Spánverja. Atvinnuleysi mælist nærri 25 prósent og sífellt fleiri geta ekki greitt af lánum sínum. Alls nema fasteignaskuldir um 663 milljörðum evra. Vanskil hafa ekki verið meiri síðan árið 1994. -jh 6 6 ,1 % 33 ,9 % 59 ,9 % 4 0 ,1 % 74 ,9 % 25 ,1 % Allir Karlar Konur Vilt þú að tillögur Stjórnlaga- ráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá? Já Já Já Nei Nei Nei Já Já Já Já Já Nei Nei Nei Nei Nei38 ,5 % 61 ,5 % 27 ,1 % 72 ,9 % 94 ,8 % 5, 2% 91 ,5 % 8 ,5 % 96 ,5 % 3, 5% Björt framtíð Vilt þú að tillögur Stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?  Skoðanakönnun Tillögur um nýja STjórnarSkrá Tveir af hverjum þremur hlynntur tillögum stjórnlagaráðs Tveir þriðju hluta landsmanna vilja að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar MMR sem Fréttatíminn birtir í dag. T illögur stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrár njóta stuðnings hjá tveimur þriðju hluta landsmanna samkvæmt nýrri könnun. Stuðn- ingsmenn ríkisstjórnarinnar eru nær allir hlynntir tillögum stjórn- lagaráðs og tæplega helmingur andstæðinga ríkisstjórnarinnar að auki. Stuðningur við tillög- urnar mældist minnstur meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins en fjórðungur þeirra er hlynntur tillögunum. Næstminnsta fylgið var meðal framsóknarmanna, þar sem um 38 prósent voru hlynntir tillögunum. Stuðningur í öðrum flokkum mældist yfir 90 prósent. Konur eru frekar fylgjandi tillögum en karlar, 75 af hundraði kvenna er hlynnt en 60 prósent karla. Könnuð var afstaða fólks til þeirra spurninga sem til stóð að leggja fyrir kjósendur í ráðgef- andi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnskipunarlaga og tiltekin álitaefni þeim tengd. Spurt var: Vilt þú að tillaga stjórnlagaráðs verði lögð fram sem frumvarp að nýrri stjórnar- skrá eftir að hún hefur verið yfirfarin með tilliti til laga og alþjóðasamninga? Í framhald- inu var spurt efnislega um nýja stjórnarskrá í samræmi við þingsályktunartillögu Alþingis um hvort lýsa eigi náttúruauð- lindum sem þjóðareign, hvort ákvæði um þjóðkirkju Íslend- inga skuli óbreytt frá því sem nú er og hvort heimila eigi persónu- kjör í kosningum til Alþingis í meira mæli en nú er. Einnig var spurt um ákvæði um að atkvæði kjósenda alls staðar að af landinu vegi jafnt og hvort í stjórnarskrá eigi að vera ákvæði um að tiltekið hlut- fall kosningabærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðar- atkvæðagreiðslu Yfirgnæfandi meirihluti fólks vill að náttúruauðlindir verði lýstar sem þjóðareign eða 86 prósent. Minnsti stuðningurinn við þetta ákvæði er meðal kjós- enda Sjálfstæðisflokksins eða um 72 prósent. Meirihluti þeirra sem ekki er hlynntur tillögum stjórnlagaráðs vill samt sem áður að náttúruauðlindir verði lýstar sem þjóðareign. Rúmlega helmingur að- spurðra, 55 prósent, vildu breyta ákvæði um þjóðkirkju. Minni- hluti sjálfstæðismanna og fram- sóknarmanna vildi hins vegar þessar breytingar, 43 prósent sjálfstæðismanna og 47 prósent framsóknarmanna. Þegar spurt var um persónu- kjör kom í ljós að 84 prósent landsmanna aðhyllast persónu- kjör í Alþingiskosningum, þá í meira mæli en nú er. Jafn- framt vilja þrír af hverjum fjórum landsmönnum að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að atkvæði kjósenda alls staðar af landinu vegi jafnt. Alls svöruðu alls 870 einstak- lingar í spurningavagni MMR á tímabilinu 12.-17. apríl. Úrtakið voru einstaklingar á aldrinum 18-67 ára, valdir handahófs- kennt úr hópi álitsgjafa MMR. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is Stuðningur við tillög- urnar mæld- ist minnstur meðal kjósenda Sjálfstæðis- flokksins en fjórðungur þeirra er hlynntur til- lögunum. 8 fréttir Helgin 27.-29. apríl 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.