Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.04.2012, Qupperneq 15

Fréttatíminn - 27.04.2012, Qupperneq 15
Í fyrsta sinn á Íslandi Arion banki auglýsir e ir umsækjendum í Startup Reykjavík sem er byggt á fyrirmynd TechStars í Bandaríkjunum. Startup Reykjavík er vettvangur til að skapa frumkvöðlum betra umhver og stuðla að frekari verðmæta- og fyrirtækjasköpun á Íslandi. Umsækjendur geta verið allt frá því að vera með hugmynd á byrjunarstigi upp í að reka sprotafyrirtæki sem komið er lengra. Tíu viðskiptateymi verða valin til að vinna sínar hugmyndir áfram í 10 vikur. Startup Reykjavík stendur yr frá 11. júní – 20. ágúst 2012. Viðskiptateymin tíu fá: • 2 milljónir króna í hlutafé frá Arion banka gegn 6% hlutdeild í fyrirtækinu • 10 vikna þjálfun frá sérfræðingum Innovits og Klaks • Tengingar og handleiðslu frá y r 40 sérfræðingum úr íslensku atvinnulí  • Aðgang að sameiginlegri vinnuaðstöðu • Aðgang að víðtæku tengslaneti um heim allan • Að kynna á ƒárfestaþingi undir lok verkefnisins Umsóknarfrestur rennur út 7. maí. Umsóknareyðublað og nánari upplýsingar má nálgast á startupreykjavik.com. áhuga. Útlendingar hafa litið til þess sem við höfum gert í uppgjör­ inu meðal annars með nákvæmri greiningu á því sem gerðist í skýrslu rannsóknarnefndar og síðan endur­ skoðun stjórnarskrárinnar. Aðrir eru forvitnir um að læra af því sem við höfum gert þó við sjálf séum ekki tilbúin til að nýta okkar eigin vinnu til umbóta.” En, við höfum glatað mörgum tækifærum að undanförnu: „Rann­ sóknarskýrslan, Landsdómur, ESB aðildin, allt fer í þennan skotgrafaf­ arveg; þá eru ónefnd fiskveiðistjórn­ unarmálin, auðlindamálin, sem eru stór hluti af okkar lífsafkomu en við lendum samt í átökum um þau. Hannah Arendt, einn merkasti stjór­ nmálaheimspekingur tuttugustu aldar, gerir greinarmun á valdi og afli. Að hennar mati verður vald til þegar við vinnum saman og ræðum saman, það er jafnframt kjarni mennsku okkar. Þegar við komum saman og leyfum hverjum og einum að njóta sín verður til eitthvað nýtt og jafnvel eitthvað óvænt. Vald í þessum skilningi verður til milli fólks og getur fætt af sér nýja mögu­ leika. Aflið aftur á móti er einstak­ lingsins en er ekki afurð samstarfs og samræðu milli fólks. Stjórnmálin eru vettvangur til að ákveða um sameiginleg mál en þegar við lítum á stjórnmálin eins og þau tíðkast hér er beitt afli fremur en valdi í skilningi Arendt sem þýðir í raun að stjórnmálin eru valdalaus – þau valda ekki verkefni sínu. Stjórnmál aflsins geta ekki fært okkur neitt nýtt því miður.“ Hættulegt að næra öfgarnar „Svo er líka annað,“ heldur hún áfram, „þegar flokkadrættirnir og átökin eru svona mikil þá er hætta á að við förum að næra öfgarnar. Ég ræddi við þýskan stjórnskipunar­ fræðing fyrir skömmu, meðal ann­ ars um stöðu forsetans í íslenskri og þýskri stjórnarskrá. Sá rifjaði upp millistríðsárin í Þýskalandi þar sem hófsöm miðja missti stöðuna og öfg­ arnar náðu styrk sínum. Það er það sem gerist í svona miklum átökum að öfgarnar styrkjast. Þeir sem eru á hófsamari miðju og vilja frekar gera samkomulag eða málamiðl­ anir, tapa stöðu sinni. Þá veit maður aldrei hvað gerist og skapast getur hættulegt ástand.“ Salvör segir að á tímabilinu fyrir hrun hafi verið gríðarleg breyting á samfélaginu. „Öllu var umturnað og nánast öll fyrirtæki voru í lamasessi á eftir. Búið var að róta öllu upp en það er alltof auðvelt í svona litlu sam­ félagi. Við verðum að passa það því við erum svo viðkvæm fyrir sterku samfélagsáhrifum. Ég hef áður líkt íslensku samfélagi við grunna tjörn þar sem allt vatnið færist til þegar blæs úr einni átt. Stærri samfélög hafa meiri dýpt þannig að vatnið hreyfist bara á yfirborðinu en nær ekki til þess alls. Tjörnin okkar dýpkaði ekkert við hrunið, nú blæs bara úr annarri átt. Svona mikið rót á svona stuttum tíma getur skaðað þetta samfélag miklu meira en stærri samfélög. Við búum ekki yfir miklum hefðum hér en hefðir geta þjónað mjög mikilvægum tilgangi í að skapa kyrrð, góðum siðum sem við getum gengið að. Við verðum vara okkur á því að eyðileggja ekki allt með hruninu, líka það sem við höfum gert vel eða grunn stofn­ anir samfélagsins. Við megum ekki gleyma því að það fór ekki allt sam­ félagið á hliðina. Það fóru þrír bank­ ar á hausinn. Of miklar alhæfingar grafa undan því sem er vel gert.“ Þurfum breytta stjórnmála- menningu „Við þurfum breytta stjórnmála­ menningu. Íslensk stjórnmála­ menning einkennist af hefð átaka­ stjórnmála þar sem eru fylkingar og skýrar átakalínur, með eða móti. Þetta er ólíkt stjórmálamenn­ ingu á hinum Norðurlöndunum en líkari því sem gerist í Bretlandi þar sem einnig eru mikil átök milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Þar eru hins vegar miklar og ríkar hefðir sem búa til skýran ramma utan um stjórnmálaumræðuna og þar er samkomulag um ákveðinn grunn sem ekki er hægt að hagga. Við höfum hins vegar engin mörk og því ekkert sem togar umræðuna til baka þegar hún er komin í ógöngur.“ „Við þurfum líka að skilgreina okkur í heiminum og hvar við vilj­ um staðsetja okkur. Víða um heim á sér stað umræða um hvernig við eigum að bregðast við fjármála­ kreppunni og kreppu umhverfis og náttúru. Við þurfum nýjar leiðir og nýja hugsun. Guðbergur Bergs­ son spurði í pistli nýverið um það hver þyrði að endurmeta heiminn? Og svaraði því til að stjórnmála­ leiðtogar væru oftar en ekki úr takti við þjóð sína. Vonandi tekst okkur að endurmeta stöðu okkar á næstu árum og að stjórnmálin nái völdum sínum þannig að þau valdi þeim verkefnum sem þau hafa með höndum.” Salvör segir að við þurfum að vera meðvitaðari um veik­ leika okkar og hvað í þeim felist. Einnig að við verðum að sjá í þeim tækifærin. Við séum sveigjanlegt samfélag sem getur brugðist við og getum sýnt samtakamátt þegar svo ber undir. „Við þurfum að finna þann tón og næra hann fremur en öfgarnar.“ Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is Vogir frá Adler á góðum kjörumBaðvog AD 8116b 5.400 kr. stgr. Eldhúsvog AD 3138b 2.700 kr. stgr. viðtal 15 Helgin 27.-29. apríl 2012
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.