Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.04.2012, Qupperneq 20

Fréttatíminn - 27.04.2012, Qupperneq 20
Kvenna- paradísin Ísland 20 úttekt Helgin 27.-29. apríl 2012 S amkvæmt skilgreiningu World Economic Forum ríkir hvergi meira jafnrétti í heiminum en á Ís- landi. Við teljumst með 85,3 prósenta jafnrétti og vantar því 14,7 prósent upp á fullkomið jafnvægi sé litið til þeirra staðla sem mæling WEF byggir á. Tímaritið Newsweek hélt því jafn- framt fram í lok síðasta árs að Ísland væri besta land í heimi fyrir konur. Því má halda fram að konur gegni helstu valdastöðum í íslensku samfélagi nú til dags. Jóhanna Sigurðardóttir var fyrst íslenskra kvenna til að gegna emb- ætti forsætisráðherra er hún tók við því embætti árið 2009. Oddný Harðardóttir var fyrst kvenna til að gegna stöðu fjármálaráðherra er hún tók við embætti um síðustu áramót. Með henni féll vígi karla í síðasta þungavigt- arráðuneytinu. Í ríkisstjórn Íslands sitja nú í fyrsta sinn fleiri konur en karlar en auk Jóhönnu og Oddnýjar eru Katrín Jak- obsdóttir menntamálaráðherra, Katrín Júlíusdóttir iðnaðar- ráðherra og Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir er forseti Alþingis. Rektorar og álversforstjórar Konur eru rektorar í tveimur af þremur stærstu háskólum Á miðvikudag féll enn eitt vígi karlmanna á Íslandi er kona var kjörin biskup í fyrsta sinn, Agnes Sigurðardóttir. Í ljósi þess er athyglisvert að skoða þær fjölmörgu valdastöður í íslensku samfélagi konur gegna. Er Ísland paradís jafnréttisins? landsins, Kristín Ingólfsdóttir í Háskóla Íslands og Bryndís Hlöðversdóttir í Háskólanum að Bifröst. Birna Einarsdóttir er bankastjóri Íslandsbanka, eins þriggja stærstu banka landsins. Tvær konur eru forstjórar álvera á Íslandi, Rannveig Rist í Alcan og Janne Sigurðsson í Alcoa. Kona er nú forstjóri eins stærsta tryggingafélags landsins, VÍS, Sigrún Ragna Ólafsdóttir. Elín- björg Jónsdóttir er fyrsta konan sem er formaður BSRB, Margrét Kristmanns- dóttir sömuleiðis sem formaður Samtaka verslunar og þjónustu og Svana Helen Björnsdóttir fyrsta konan sem gegnir formannsstöðu í Samtökum iðnaðarins. Þá má einnig nefna að fyrsta konan til að gegna stöðu Þjóð- leikhússtjóra er Tinna Gunnlaugsdóttir sem skipuð var árið 2005. Konur eru ráðuneytisstjórar í helmingi ráðuneytanna. Ragnhildur Arnljótsdóttir er ráðuneytisstjóri í forsætisráðu- neytinu, Ragnhildur Hjaltadóttir í innanríkisráðueytinu, Anna Lilja Gunnarsdóttir í velferðarráðuneytinu, Helga Jóns- dóttir í efnahags- og viðskiptaráðuneyti og Ásta Magnús- dóttir í menntamálaráðuneytinu. Þrjár konur gegna stöðu lögreglustjóra, Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á Suðurnesjum, Halla Bergþóra Íþróttastuðningshlífar Fyrir heilsuræktina Hlaupasokkar Hlaupainnlegg Opið virka daga kl. 9 -18 • Stórhöfða 25 • 569 3100 • eirberg.is Jóhanna Sigurðardóttir. Rannveig Rist. Oddný Harðardóttir. Vigdís Finnbogadóttir. Svandís Svavarsdóttir. Ásta Ragnheiður Jóhannesd. Kristín Ingólfsdóttir. Katrín Jakobsdóttir. Agnes M. Sigurðardóttir nýkjörin biskup Íslands.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.