Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.03.2012, Síða 10

Fréttatíminn - 30.03.2012, Síða 10
G l æ s i b æ | Á l f h e i m u m 7 4 | 1 0 4 R e y k j a v í k | Þ j ó n u s t a á l a n d s b y g g ð i n n i | S í m i 5 6 8 6 8 8 0 | w w w. h e y r n a r t æ k n i . i s Bókaðu tíma í fría heyrnarmælingu í síma 568 6880 og fáðu Intiga til prufu í vikutíma Intiga eru ofurnett heyrnartæki og hönnuð með það fyrir augum að gera aðlögun að notkun heyrnartækja eins auðvelda og hægt er. Hljóðvinnslan er einstaklega mjúk og talmál verður skýrara en þú hefur áður upplifað. Með Intiga verður minna mál að heyra betur í öllum aðstæðum! *Í flokki bak við eyra heyrnartækja sem búa yfir þráðlausri tækni og hljóðstreymingu Heyrnartækni kynnir ... Minnstu heyrnartæki í heimi* Þ að er mikil umhyggja sem liggur í hverjum mola,“ segir Þorgrímur Einar Guðbjartsson, bóndi á Erpsstöðum í Dalasýslu, en skyrkon- fekt þaðan, í spenalíki, fékk á dögunum árleg vöruhönnunarverðlaun tímaritsins Reykjavík Grapevine. Skyrkonfektið er skilgetið afkvæmi „Stefnumóts hönn- uða og bænda“ hjá Listaháskóla Íslands með það að markmiði að örva bændur til að skapa nýjar vörur í samstarfi við hönnuði. Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir vöru- hönnuður þróaði verkefnið fyrir Listahá- skólann ásamt Sigríði Sigurjónsdóttur, prófessor í vöruhönnun, og Brynhildi Páls- dóttur vöruhönn- uði í samvinnu við bændurna á Erpsstöðum, Þor- grím Einar og konu hans, Helgu Elín- borgu Guðmunds- dóttur. Skyrkonfektið er hágæða sælgæti, ljóst súkkulaði fyllt heimalöguðu skyri frá bænum. Á Erpsstöðum er rekið kúabú með um 60 mjólkurkúm, auk geldneytis, alls um 200 gripum. Þar er alhliða ferðaþjónustu- býli og áhersla lögð á menningartengda ferðaþjónustu. Ferða- menn kynnast ýmiss konar landbúnaði, heimavinnslu á rjómaís, ostum og skyri. Bragðtegundir íssins eru margar, meðal annars hinn einstaki aðalbláberjaís. Opið er fyrir almenning frá miðjum maí og fram í september, eftir hádegi alla daga. Þess utan er tekið á móti hópum allan veturinn, árshátíðar- og skólahóp- um, „og við opnum þegar bankað er á dyrnar,“ segir Þorgrímur og bætir því við að opið verði um páskana. Þorgrímur er mjólkurfræðingur að mennt og hefur unnið hjá MS í Búðar- dal við framleiðslu á ostum og sýrðum vörum. Hugmynd bændanna á Erpsstöð- um byggist á því að framleiða skyr, osta og ís á bænum og selja beint til neyt- enda. Þar er móttaka og gestir búsins geta fræðst um lifnaðarhætti í sveitinni. „Það er að aukast meðal bænda að fara út í framleiðslu sjálfir; ekki hröð þróun kannski, en greinilegt er að aukin eftir- spurn er eftir þessari vöru. Við erum ekki að tala um stórframleiðslu, þetta eru öðruvísi vörur en þær fjöldafram- leiddu og viðbót á markaði.“ Vel hefur gengið með spenana, skyr- konfektið. „Það er komið á markað en aðeins til þeirra sem leitað hafa eftir því. Við erum að koma spenunum fyrir í flug- stöðinni, þetta er ekki síst fyrir útlend- inga. Langflestir erlendir ferðamenn sem hingað koma og sjá þennan spena finnst æðislegt að geta keypt sér svo ein- staka vöru, farið með hana heim og gefið ættingjum og vinum – eða borðað sjálfir í góðu tómi,“ segir Þorgrímur. Hægt er að kaup staka skrautpakkaða konfekt- spena eða sex saman í öskju, sem heillar flesta útlendinga, að sögn Þorgríms. „Þetta er augnayndi,“ bætir hann við. Rjómaísinn, sem kallast kjaftæði, ber nafn með rentu, er æði fyrir munn og maga og aðallega seldur til þeirra sem eru á ferðalagi og koma við á Erps- stöðum, eða panta á netinu. Sama gildir um ostinn. Grikki nefnist hann og er hugsaður sem meðlæti með mat, salati eða beint í gogginn. Varan hefur enn fremur fengist í verslunum Nóatúns og Samkaupa á Vesturlandi. Ónefnt er heimagerða skyrið sem er vinsælt, ekki síst óhrært upp á gamla mátann. Ís, skyr og ostur frá Erpsstöðum hefur fengist hjá Frú Laugu á Laugalæk í Reykjavík og skyrið og osturinn einnig í Íslandi, ís- búðinni í Suðurveri. Erpsstaðir eru ein af landnámsjörðum Auðar djúpúðgu sem nam land í Dölum vestur. Þegar hún hafði komið sér fyrir í Hvammi gaf hún nokkrum þrælum frelsi og jarðnæði. Einum þeirra unni hún mest, Erpi Meldunssyni. Hann byggði bæ sinn undir hlíðum Sauðafells og nefndi Erpsstaði. Búskapur hefur því verið stundaður þar frá því um 880. Sjá einnig grein um Stefnumót hönnuða og bænda á síðu 34.  Skyrkonfekt Spenarnir fengu vöruhönnunarverðlaun Umhyggja í hverjum mola Sérhannaðir skyrkonfektmolar frá Erpsstöðum í Dalasýslu hafa slegið í gegn. Útlendingar eru sérstaklega hrifnir af gómsætum molunum sem eru í líki spena. Ísinn frá ferðaþjónustubýlinu ber nafn með rentu enda sannkallað kjaftæði. Þorgrímur Einar Guðbjartsson, bóndi á Erpsstöðum, ásamt hönnuðunum Guðfinnu Mjöll, Brynhildi, Sigríði og Kristínu Birnu. Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is Skyrkonfekt í líki spena er fallega inn- pakkað. Tæpur helmingur drengja og rúmlega tveir þriðju hlutar stúlkna í 7. bekk í fyrra segjast aldrei spila tölvuleiki á netinu með fólki sem þau þekkja ekki. 20% stráka og 2% stúlkna segjast oft gera það. 45% Heimild: Skýrsla Rannsókna og greiningar ehf. um ungt fólk 2011 67% Umsóknir um þrjár skólameistarastöður Umsóknir um stöður þriggja skólameistara fjöl- brautaskóla liggja nú fyrir. Um skólameistarastöðu Fjölbrautaskólans við Ármúla sækja sjö: Ágústa Elín Ingþórsdóttir, Guðrún Ragnarsdóttir, Jóhannes Ágústsson, Monika S. Baldursdóttir, Ólafur Hjörtur Sigurjónsson, Steinn Jóhannsson og Svava Kristín Þorkelsdóttir. Fimm sækja um stöðu skólameistara Fjölbrautaskóla Suðurlands: Guðrún Ragnarsdóttir, Gylfi Þorkelsson, Jóhannes Ágústsson, Olga Lísa Garðarsdóttir og Þórunn Jóna Hauksdóttir. Þá sækja þrír um stöðu skólameistara Fjölbrautaskóla Suðurnesja: Anna Kristjana Eyfjörð Egilsdóttir, Jó- hannes Ágústsson og Kristján Ásmundsson. Miðað er við að mennta- og menningarmálaráðherra skipi í stöðurnar til fimm ára frá 1. ágúst næstkomandi, að fenginni umsögn hlutaðeigandi skólanefnda. -jh Húsleitir og hald lagt á vopn Lögreglan á höfuðborgar- svæðinu og lög- reglan á Suður- nesjum handtóku fyrir síðustu helgi fjóra meðlimi Hells Angels og gerðu í kjölfarið húsleit á samtals sex stöðum í báðum umdæm- unum, að því er fram kemur á vef lögreglunnar. Lagt var hald á allnokkuð af vopnum, meðal annars afsagaða haglabyssu, rafstuðbyssu, lásboga, loftbyssur og hnífa. Lögreglan tók einnig í sína vörslu fíkniefni, eftirlýsta bifreið og talsvert af munum sem grunur leikur á að séu þýfi, meðal annars bílvélar og loftpressu. Við aðgerðirnar nutu lögregluliðin tvö aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra og tollgæslunnar. -jh 10 fréttir Helgin 30. mars-1. apríl 2012
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.