Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.03.2012, Qupperneq 14

Fréttatíminn - 30.03.2012, Qupperneq 14
Svaf ekki, var flökurt og kveið deginum É g ætla í skaðabótamál. Ég er kominn svo langt að ég get ekki hætt. En ef ég hefði vitað hvernig málið ætti eftir að vinda upp á sig, þegar lögmaður minn skrifaði fyrsta bréfið í október 2009, hefði ég bundið á mig hlaupaskóna, tekið sprettinn heim og aldrei látið sjá mig aftur,“ segir Ólafur Melsted landslagsarkitekt sem hrökklaðist úr starfi á Seltjarnarnesi eftir að hann upplifði einelti af hálfu Ásgerðar Halldórsdóttur. Hún var þá nýtekin við sem bæjarstjóri. „Af hverju lagði hún mig í einelti? Ég veit það ekki,“ segir Ólafur sem tók við starfi framkvæmdastjóra tækni- og umhverfis- sviðs bæjarins 1. október 2008 af starfs- manni sem hafði sinnt því í 32 ár. „Þetta var draumastarfið mitt,“ segir hann enda hafði hann unnið lokaverkefni um skipu- lagsmál á Nesinu. Í samráði við Jónmund Guðmarsson, þáverandi bæjarstjóra, réðust þeir í miklar skipulagsbreytingar á sviðinu. Jónmundur steig hins vegar úr bæjarstjór- astólnum og eftirlét hann Ásgerði Halldórs- dóttur um mitt ár 2009. „Ég hafði fengið allar breytingar sam- þykktar í bæjarstjórn. Í rauninni taldi ég mig vera á greiðri leið. Svo smám saman fór ég að sjá blikur á lofti.“ Ólafur hafði fengið stöðu bæjarverkstjóra lagða niður og átti sá að fá ný verkefni. Hann segir að bæjar- stjórinn hafi ákveðið, án samráðs við sig, að ógilda þá ákvörðun. „Það var fyrsta teiknið,“ segir hann. „Smám saman var þetta svo orðið þannig að ég vissi ekkert hvar ég var staddur. Hún fór fram hjá mér trekk í trekk án þess að ég vissi. Starfsmenn á mínu sviði voru með alls konar skilaboð frá henni sem ég vissi ekki af og voru farnir að vinna að verkefnum sem ég vissi ekkert um. Samt bar ég ábyrgð. Svo voru það samstarfsmenn mínir sem fóru að benda mér á að ekki væri allt í lagi og spyrja hvað væri í gangi?“ Hann segist hafa upplifað „stórskota- hríð“ dag hvern. „Mér leið eins og ég væri í sjónvarpsþáttunum Gettu betur eða Réttur er settur og þeir tækju ekki enda. Ég fékk stanslaust tölvupósta þar sem spurt var hver hefði leyft mér að gera þetta og hitt. Hún var alltaf að reyna að hanka mig á einhverju. Þetta var óþægilegt og olli því að ég varð mjög óöruggur. Ég var hættur að þora að taka ákvarðanir og ég er ekki ákvarðana- fælinn maður. Ég vissi að ég var yfirmaður á stóru sviði sem velti miklu og ég þurfti að taka ákvarðanir.“ Ólafur segir að hann hafi reynt að fram- fylgja því sem honum bar. „Í lok október 2009 ákvað hún að kalla mig á sinn fund og áminna mig.“ Hann segir að „lítill fugl“ hafi hvíslað því að sér að áminningin væri í aðsigi. Hann hafi því ráðfært sig við bróður sinn, sem er lögfræðingur, og hann ráðlagt honum að segja ekkert, einungis spyrja hana hvort hún hefði sagt allt og óska eftir áminning- unni skriflega. „Á þessum tíma vaknaði ég upp klukkan fjögur á nóttinni og kveið vinnudeginum. Þetta var svo ólíkt mér. Í öllum þeim störf- um sem ég hef verið í hef ég hlakkað til að takast á við ný verkefni. Mér fannst ég vera með gubbupest alla daga. Það var ónotatil- finning í mér og mér var flökurt. Þetta var hrein streita.“ Með starfsmann sér við hlið segir Ólafur að Ásgerður hafi áminnt hann og sagt að þessi áminning gæti leitt til uppsagnar. Aldrei kom skriflega áminningin, þrátt fyrir „Einelti hefur í mörgum tilfellum mjög alvarlegar afleiðingar á tilfinn- ingalega líðan og getur valdið álagi og því að sjálfsmyndin brotnar. Fólk getur orðið mjög kvíðið að fara í vinnuna og fundið fyrir streitu og vanlíðan,“segir Marteinn Steinar Jónsson, sjálfstætt starfandi vinnusálfræðingur hjá Úttekt og úrlausn ehf. „Einelti er andlegt ofbeldi. Það hefur ekki aðeins áhrif á andlega líðan heldur einnig líkamlega. Það getur komið fram sem alls konar röskun; til dæmis of hár blóðþrýstingur og vöðvaspenna. Einkennin eru svipuð því sem margt fólk finnur fyrir þegar það fer í próf, en munurinn er sá að þessi streita er viðvarandi, sem veldur því að ónæmiskerfið veikist og fólk verður viðkvæmt fyrir alls kyns kvillum.“ Marteinn Steinar segir að allur gangur sé á því hvernig fólk kemur út úr einelti á fullorðinsaldri. „Fólk getur setið uppi með tilfinninga- vanda. Það er kvíðið, óöruggt og brotið og getur ekki tekist á við krefjandi aðstæður.“ Marteinn segir langvarandi einelti geta gert þá sem fyrir því verða óvinnu- hæfa. Þeir þori jafnvel ekki að takast á við nýja vinnustaði. „Vandinn er sá að skaðinn sem þetta veldur er ekki endilega eitt- hvað sem hægt er að vinna á með skynsamlegri hugsun. Þetta er tilfinn- ingalegur skaði sem situr í miðheila. Það þýðir ekkert að telja sér trú um með rökhugsun að það þýði ekki að vera kvíðinn því rökhugsunin hefur ekki áhrif á tilfinn- ingaþáttinn.“ -gag 14 fréttaskýring Helgin 30. mars-1. apríl 2012  EinElti á vinnustöðum Einelti er andlegt ofbeldi 1. Ógnun sem beinist gegn faglegri hæfni. Athuga- semdir sem endurspegla lítilsvirðingu; ásakanir um vanhæfni í starfi, gera lítið úr frammistöðu; auð- mýkja og þá sérstaklega fyrir framan aðra. 2. Ógnun sem beinist að persónu einstaklingsins. Uppnefna, móðga, ráðast að þolanda með hrópum og öskrum; kúga til undir- gefni; kynferðislegt áreiti og líkamlegt ofbeldi; nota niðrandi orð um aldur, útlit, klæðaburð og hátt- erni; breiða út illgirnis- legar lygar/kjaftasögur um þolanda og jafnvel að hringja heim til hans/ hennar í tíma og ótíma. 3. Einangra og útiloka. Tilburðir í þá átt að hindra og standa í vegi fyrir að þolandi fái notið réttmætra tækifæra (sem öllum eru ætluð), stuðla að líkamlegri og/eða félagslegri einangrun; hamla upplýsingastreymi til þolanda, o.s.frv. 4. Óhóflegt vinnuálag. Markvisst unnið að því að íþyngja með vinnu og stuðla þannig að álagi og streitu; t.d. með því að leggja fyrir verkefni sem verður að klára á styttri tíma en mögulegt er og/eða „drekkja“ í verkefnum; trufla þolanda og skaprauna þegar síst varir og illa stendur á; gera óraunhæfar, vitlausar og tilviljunarkenndar kröfur um frammistöðu, o.s.frv. 5. Taka fólk á taugum. Stara á þolanda með ógnvekjandi svip og taka í gegn með látum ef við- komandi verða á mistök; þrúgandi þögn; auðsýna tómlæti og fyrirlitningu; klifa stöðugt á mistökum/ yfirsjónum; æpa ásakanir fyrir framan aðra; stuðla með ásetningi að óförum og/eða mistökum. Hversu algengt er vinnustaðaeinelti? Marteinn Steinar segir að samkvæmt evrópskum rannsóknum verði eitt til fjögur prósent vinnandi fólks fyrir alvarlegu einelti á vinnustað. Á milli átta og tíu prósent verði fyrir því af og til. En tíu til tuttugu prósent telji sig verða fyrir neikvæðri hegðun á vinnustað. Hvað er vinnustaðaeinelti?* *Marteinn Steinar vísar til Rayner og Höel sem skilgreina vinnustaðaeinelti með þessum hætti. Framhald á næstu opnu Þetta er búið að kosta blóð, svita og tár. Kannski oftast tár. Ekki bara fyrir mig heldur líka fjölskyldu mína og allt mitt umhverfi. Ég er meira og minna búinn að vera tekjulaus síðan ég hætti. Ólafur Melsted hafði aldrei upplifað einelti fyrr en hann fékk starf hjá Sel- tjarnarnesbæ. Dómkvödd matsnefnd telur að Ásgerður Halldórsdóttir bæjar- stjóri hafi lagt hann í einelti. Barátta Ólafs hefur staðið í tvö ár og hann ætlar alla leið. „Ef ég hefði vitað hvernig málið ætti eftir að vinda upp á sig [...] hefði ég bundið á mig hlaupaskóna, tekið sprettinn heim og aldrei látið sjá mig aftur,“ segir hann í viðtali við Fréttatímann.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.