Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.03.2012, Qupperneq 15

Fréttatíminn - 30.03.2012, Qupperneq 15
Gefðu sparnað í fermingargjöf Fermingarkortið er inneignarkort sem hentar þeim vel sem vilja gefa sparnað í fermingargjöf. Landsbankinn greiðir 5.000 króna mótframlag þegar fermingarbörn leggja 30.000 krónur eða meira inn á Framtíðargrunn. Fermingarkortið er gjöf sem leggur grunn að árhag framtíðarinnar. Kortið kemur í fallegum gjafaumbúðum og fæst án endurgjalds í útibúum Landsbankans. landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn Landlæknisembættið hefði átt að gera betur Ýmsir angar eru á máli Ólafs gegn bæjar- stjóranum. Einn þeirra liggur nú fyrir hjá umboðsmanni Alþingis. Það er mat Högna Óskarssonar, fyrrum bæjarfulltrúa og geðlæknis, á því hvort um einelti hafi verið að ræða. Þetta mat lagði bæjarstjórinn fyrir matsnefnd. „Það var rapport sem skrifað var án minnar vitundar. Hann hafði aldrei sam- band við mig, hvorki með tölvupósti né í síma. Þarna var hann með fullyrðingar um hvernig ég væri og hvað ég væri að gera. Ég kærði mat hans til siðanefndar Lækna- félagsins og landlæknisembættisins. Embættið vísaði því frá sér og sagði að þetta væri ekki brot á læknalögum þar sem hann hefði verið að vinna sem ráð- gjafi en ekki sem læknir, en hann er læknir. Þann úrskurð kærði ég til velferðarráðu- neytisins sem sagði að land- læknisembættið hefði átt að taka á þessu en ráðuneytið gerði ekkert frekar. Þann úrskurð sendi ég áfram til umboðsmanns Alþingis. Hann hefur óskað skýringa á því af hverju ekki ætti að gera neitt. Við bíðum eftir því.“ Brotalamir í stjórn bæjarins Brotalamir eru í stjórnsýslu Seltjarnar- nesbæjar, að sögn Margrétar Lindar Ólafsdóttur, fulltrúa minnihlutans í bæjarstjórn. „Það er eins og þau átti sig ekki á því að það þarf að fara eftir lögum og reglum.“ Margrét Lind nefnir, eins og þekkt er, að málin séu reyndar fleiri en Ólafs Melsted. „Við köllum eftir því að faglega sé unnið að málum,“ segir hún. Fréttatíminn sagði frá því í nóvember að konu með 25 ára starfs- reynslu hefði verið sagt upp og gert að tæma skrifborð sitt á tíu mínútum, þrátt fyrir að aldrei hefði hún verið áminnt í starfi. Önnur sem hætti vísaði máli sínu til Persónuverndar sem úrskurðaði að framsending Seltjarnar- nesbæjar á tölvupósti hennar í annað pósthólf á vegum bæjarins hefði verið óheimil. -gag Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri vill ekki tjá sig um þá upplifun Ólafs Melsted að hún hefði lagt hann í einelti. Hún vísar í bókun bæjarstjórnarinnar frá því fyrir hálfum mánuði og segir af- stöðu bæjarins ekki hafa breyst. Hinn 22. febrúar úrskurðaði innan- ríkisráðuneytið að bærinn hefði brotið þágildandi sveitarstjórnarlög þegar hann lagði niður starf Ólafs. Minnihlut- inn í bæjarstjórn gagnrýndi meirihlut- ann og lét fyrir hálfum mánuði bóka að farsælast væri að leita sátta við Ólaf og reyna að ljúka þessu máli á sem far- sælastan hátt. Meirihluti bæjarstjórnar Seltjarn- arness var því ósammála og lét bóka að hann teldi sig hafa fylgt lögum og reglum í hvívetna við niðurlagningu á starfi fyrrverandi framkvæmdastjóra bæjarfélagsins. „Ekki verður því frekar aðhafst að svo stöddu vegna nýgeng- ins úrskurðar innanríkisráðu- neytisins.“ Ásgerður hafnar því að hún hafi lagt Ólaf í einelti og vill ekki ræða vanlíðan hans eft- ir samskipti þeirra. „Ég get ekki rætt þetta, eins og ég hef margoft sagt.“ -gag Ég get ekki rætt þetta, eins og ég hef marg- oft sagt. Bæjarstjórinn tjáir sig ekki um mál Ólafs fréttaskýring 15 Helgin 30. mars-1. apríl 2012 Ásgerður Halldórsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.