Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.03.2012, Síða 24

Fréttatíminn - 30.03.2012, Síða 24
 Sá sem hefur reynt þetta getur veitt upp- lýsingar til að hindra að fólk falli í sömu pytti á leiðinni.“ Þú velur og draumasófinn þinn er klár GERÐ (yfir 90 mismunandi útfærslur) STÆRÐ (engin takmörk) ÁKLÆÐI (yfir 2000 tegundir) Sófinn þinn útfærður eftir þínum óskum Íslensk framleiðsla Mósel 30% afsláttur af völdum sófum H Ú S G Ö G N Basel Patti verslun | Dugguvogi 2, 104 Reykjavík | Sími: 557 9510 | Netfang: patti@patti.is | vefsíða: patti.is Verslun okkar er opin: Virka daga kl. 9-18 Laugardaga kl.11-16 Sunnudaga lokað Telur vellíðan Vals ekki líffræðilega og hvetur fólk til að hafa samráð við lækni Ó trúleg áhrif. Ég hefði ekki trúað því að þetta gerðist á svona stuttum tíma,“ segir Áslaug Bragadóttir, starfsmanna- stjóri á Barnaverndarstofu. Hún hefur glímt við þunglyndi en los- aði sig úr viðjum lyfja um áramótin vegna aukaverkana. Hún hafði þó ekki fundið sig fyrr en hún prófaði að fylgja því ráði Vals Óskarssonar að neyta þrúgusykurs klukkan þrjú að nóttu til. Fréttatíminn talaði við hana tíu dögum eftir að hún hóf að vakna um miðjar nætur. Hún borðar ekkert eftir klukkan sjö á kvöldin. „Ég veit að Valur er skynsamur maður og ákvað að trúa honum. Þetta virkar á mig en ég get auð- vitað ekki lofað því að það sama eigi við um aðra. Tilfellið er að á ekki lengri tíma er líðan mín mjög breytt.“ Áslaug segir þunglyndinu ekki aðeins fylgja depurð, heldur einnig ofboðslegt einbeitingarleysi, þoku- kennd hugsun og lág sjálfsmynd. „Ég finn mikinn mun á því. Ég get hugsað skýrar og er ákveðnari. Ég stend á mínu og er ekkert að hafa áhyggjur af því að næsti maður sé ekki sammála mér. Þetta er nokkuð sem ég hef ekki upplifað í áraraðir,“ segir hún. Engin einkenni þunglyndis „Ég finn ekki fyrir þessari þreytu sem fylgir þunglyndi; máttleysi og framtaksleysi. Ég kom alltaf þreytt heim úr vinnu en finn að orkan er orðin miklu meiri.“ Áslaug segir að hún reyni að forðast ávaxtasykur (frúktósa) og fæðu með kornsýrópi. „Ég hætti að drekka gos og vel ávextina úr. Ég fann á netinu lista yfir magn af frúktósa í ávöxtum og reyni að halda frúktósaneyslu undir 15 grömmum á dag,“ segir hún og bendir á að í apríkósum sé lítill ávaxtasykur, mikill í appelsínum og aftur á móti lítill í trönuberjum, svo að dæmi séu tekin. Hún byrjaði á því að blanda þrúgusykrinum (glúkósanum) út í kúamjólk en fékk þá exembletti sem hún tengdi við hana. Hún fór því að drekka hann í hrísmjólk. „Ég vakna klukkan þrjú á nótt- unni og drekk þessa blöndu. Svo fæ ég mér á morgnana og sötra á leið í vinnuna,“ segir Áslaug, sem hætti að drekka kaffi og sneri sér að tei. „Glúkósi er saklaust efni og ég prófaði þetta því með góðri sam- visku og sé ekki eftir því. Áhrif- in eru góð fyrir mig og ég mæli með því að fólk prófi – það gerist þá ekki annað en að þetta virkar ekki.“ - gag „Ótrúleg áhrif “ Þetta segir Áslaug Bragadóttir sem upplifir breytta líðan eftir að hún hóf að taka inn þrúgusykur. Áslaug Bragadóttir er miklu betri eftir að hún nýtti sér ráð Vals Óskarssonar. É g tel að það megi fullyrða að sú betri líðan sem lýst er eigi sér ekki líffræðilegar skýr- ingar,“ segir Sigurður Guðmunds- son, forseti heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands og fyrrum land- læknir, sem hvetur fólk til að leita til læknis áður en það ákveður að hætta á lyfjum og reyna leiðina hans Vals Óskarssonar. „Það hafa oft komið fram ýmiss konar skoðanir, sem ekki hefur ver- ið hægt að sanna með rannsóknum, um að þrúgusykur sé gæddur eig- inleika sem aðrir sykrungar hafa ekki,“ segir hann. Sigurður dregur þó ekki í efa að Val líði betur. „Og þá komum við að því hvað þunglyndi sem slíkt er flókið mál. Við höfum í reynd litla þekkingu á hvað veldur því; hvorki líffræðilega né að öðru leyti. Við vitum að það er gríðarlega mikil breidd í sjúkdómnum, allt frá því að vera eðlileg depurð, sem stundum er ofgreind sem þunglyndi, til þess þunglyndis sem er svo alvarlegt að það veldur beinlínis líffræðilegum einkennum: hægum hjartslætti, hægðatregðu. Fólk kemst ekki úr sporunum og hefur ekki orku eða vilja til neins.“ Hann bendir á að hægt sé að gera margt til að létta sér lífið, séu ein- kennin væg. „Hreyfing er klassíska leiðin en ýmiss konar áhugamál – það má vera hvað sem er; eins og að borða sérstakan mat – gerir líka gagn þótt á því sé engin líffræðileg skýring. Með fullri virðingu fyrir manninum má sennilega skýra vel- líðan á grundvelli þessa.“ -gag Sigurður Guðmundsson, forseti heilbrigðissviðs HÍ. „Já, gæti virkað“ J á,“ svarar Hallgrímur Magn-ússon læknir spurður hvort hann telji að tilgáta Vals Óskarsson geti reynst lausn. Mikil- vægt sé að fasta og gefa þörmunum hvíld, auk þess sem lifur vinni mest á kvöldin. „Hún vinnur frá klukkan átta og níu á kvöldin til klukkan þrjú til fjögur á næturnar. Hennar hlut- verk er að taka til og gera við. Ef við djöflumst t.d. í líkamsrækt á kvöldin hefur hún ekki tíma til þess.“ Hallgrímur bendir á að mörg ráð séu við þunglyndi. „Það eru til dæmis til mörg hundruð pappírar sem sýna að þunglyndi er læknað með því að gefa fólki magnesíum, d-vítamín og sink.“ Spurður hvers vegna þessum vítamínum sé ekki ávísað á fólk í stað þunglyndislyfja svarar hann: „Ef við förum almennt að lækna okkur sjálf erum við ekki með norrænt heilbrigðiskerfi. Hallgrímur bendir á að ætli fólk að hætta á þunglyndislyfjum finni það fyrir fráhvörfum. „Okkur vant- ar stað þar sem fólk getur lagst inn og kom ist yfir lyfjafrá- hvörfin,“ seg- ir Hallgrímur. Þannig deild segir hann að sé í Dan- mörku þar sem fólk geti lagst inn í v iku, undir handleiðslu lækna. „Ef fólk vill prófa þarf það að finna sér fagmann sem er tilbúinn að halda í hönd- ina á því. Sá sem hef ur reynt þet ta getur veit t upplýsingar til að hindra að fólk falli í sömu pytti á leiðinni. Það hraðar ferlinu.“ - gag Drykkur Vals °1/4 bolli nýmjólk °Sjóðandi vatni hellt yfir °1/4 teskeið þrúgusykur °Drekkist eftir átta klukku- stunda hvíld frá kvöldmat og gefin góða stund (fjórar klst.) til að virka. Drekkið hægt. 24 úttekt Helgin 30. mars-1. apríl 2012
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.