Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.03.2012, Side 30

Fréttatíminn - 30.03.2012, Side 30
Opið kl. 9 -18 • laugardaga kl. 11 - 16 • Stórhöfða 25 • 569 3100 • eirberg.isVerslaðu á vefnum Frí sending að 20 kg 1 árs skilaréttur Rodalon sótthreinsun • Gegn myglusveppi • Eyðir lykt úr fatnaði Gunn og tóku lag úr söngleiknum. „Við hljótum að hafa staðið okkur vel í þættinum því að í framhaldinu höfðu samband við mig skuggalegir menn úr hljómsveitinni Strips- how og réðu mig sem söngvara. Ég söng með hljómsveitinni nokkur misseri og lifði draum ungs sveitapilts til fullnustu,“ segir Hallgrímur en hann er fæddur og uppalinn á Bíldudal. Stripshow varð ansi áberandi í rokk- heimi Reykjavíkur og hélt ótal tónleika. „Á þessum tíma átti ég nokkurri kvennhylli að fagna, sem kom mér í opna skjöldu enda löngum verið lúði. Ég var því feiminn og þurfti iðulega að drekka í mig kjark og kunni mér ekkert hóf, hvorki í víni né vífi,“ segir Hallgrímur en á þessum tíma átti hann von á barni með sambýliskonu sinni og hann hætti á toppnum. „Mig langaði að skrifa og einnig fannst mér ég þurfa að syngja eins og röddin bauð. Ég hætti því í hljómsveitinni þegar plötusamningur var loksins í höfn.“ Kafað ofan í ástina Það var á þessum tíma – fyrir sautján árum – sem hann fékk þá hugmynd að gera þemaplötu sem skyldi fjalla um ástina og tilfinningaflóðið í kringum hana. „Það er mörgu ungu fólki mikil raun þetta blessaða barnalán og við barnsmóðir mín vorum þar engin undantekning. Það tók okkur nokk- urn tíma að ná eðlilegum samskiptum og tilfinningarússíbaninn fór illa með sálar- tetrið. Ég lagðist í þunglyndi og upp úr því fæddist fyrsta hugmyndin að plötunni,“ segir Hallgrímur og segist líta á þetta tímabil sem dýrmæta reynslu. Og vinnan við plötuna hélt áfram. „Hugmyndina vann ég með- fram ýmsum störfum og hún tók á sig ýmsar myndir. Til dæmis var ein fyrsta hugmyndin að láta hægra og vinstra heilahvelið takast á í ljóðaformi. Ég verð að viðurkenna að ég er manna fegnastur að sú útgáfa hafi ekki kom- ist áleiðis enda keyrði melódramatíkin þar fram úr öllu hófi. Alltaf var þó sama megin- þemað í gangi; tilfinningarússíbaninn sem á sér stað í gegnum öll ástarsambönd, frá upp- hafi til enda.“ Persónulegar sögur Hallgrímur varð aldrei nógu ánægður með textasmíðina. Hann byrjaði því aftur og aftur en gafst aldrei upp. „Mér fór þó mikið fram í textagerð og þess vegna þurfti að semja allan textann upp aftur í allnokkur skipti. Þegar þeirri vinnu var lokið þurfti maður að vinna til að fjármagna plötuna – og þegar fjármagn fékkst þurfti auðvitað að vinna allan textann upp á nýtt þar sem ég var aftur kominn fram úr mér í textagerð. Þannig gekk þetta í sautján ár,“ segir Hallgrímur og aðspurður segir hann langt í frá að hann sé þreyttur á plötunni. „Mér þykir mjög vænt um þessa plötu enda hef ég lagt sálina í hana í bókstaf- legum skilningi. Það sjá allir sem heyra og lesa textana,“ segir hann alvarlegur í bragði, en á útgáfutónleikunum sló hann á létta strengi á milli laga. Hann sagði sögur. „Hverju lagi fylgir saga og ég var óhræddur við að segja sögurnar í kringum hvert lag. Þær eru margar mjög persónulegar og sumar alveg bráðfyndnar,“ segir hann brosandi. Ánægður með dómana Hallgrímur er ánægður með útkomuna og er ánægður með það einvala lið sem hann hefur kynnst frá því hann byrjaði að vinna að plötunni fyrir sautján árum. „Ég hef í gengum þessa vinnu kynnst mörgum hæfileikamönnum sem hafa komið við sögu með einum eða öðrum hætti; í tvígang byrjað hljóðversvinnu sem og jafn oft hætt. Nú er eins og öll púslin hafi hrein- lega raðað sér sjálf og hver snillingurinn á fætur öðrum gengið inn í verkið – og allt í einu var platan tilbúin. Þeir Halldór Gunnar Pálsson, kórstjóri Fjallabræðra, og Önundur bróðir hans hafa reynst mér eins og Sansjó Pansa í þessari krossferð. Báðir hafa þeir komið tvisvar að upp- tökum og Halldór Gunnar í raun komið við sögu í öll skiptin sem efnið hefur ratað í hljóðver,“ segir Hallgrímur en platan, Einfaldlega flókið, hefur fengið góða dóma, bæði í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu, þar sem hún fékk fjórar stjörnur. Og hann er strax farinn að huga að næstu plötu. „Ég er nú loks eitthvað byrjaður að þreifa fyrir mér í nýju efni og vonast jafnvel til að koma næstu plötu út fyrir sextugsafmælið, enda stendur hugurinn til áframhaldandi tón- listargerninga. Þó gæti það hraðað ferlinu ef ég sleppti þemanu á næstu plötu.“ ritstjorn@frettatiminn.is Á útgáfutónleikum í Fríkirkjunni í Reykjavík. Halldór Gunnar, kórstjóri Fjallabræðra, stóð þétt við bakið á Hallgrími við útgáfu plötunnar og á tónleikunum sjálfum. Ljósmynd/Grétar Þór. Ég var því feiminn og þurfti iðulega að drekka í mig kjark og kunni mér ekkert hóf, hvorki í víni né vífi. Plata Hallgríms hefur fengið góða dóma. Hann er strax farinn að huga að þeirri næstu. 30 viðtal Helgin 30. mars-1. apríl 2012

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.