Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.03.2012, Síða 38

Fréttatíminn - 30.03.2012, Síða 38
Er lesblinda hindrun á vegi þínum eða barnsins þíns? Viltu ná árangri í námi? Viltu betri einbeitingu? Viltu skrifa af meiri leikni? Viltu fá ánægju af lestri? Nýtt! Lestrarhjálpin. Styttri námskeið ætluð 7 til 10 ára. Nýtt! Hugarkort. Einföld og árangursrík glósutækni, frá 9 ára. Davis® lesblinduráðgjafar Lesblindulistar eru: Áslaug - Hugrún - Ingibjörg - Sigrún - Sigurborg Við höfum 8 ára frábæra reynslu af Davis® aðferðinni Erum á kyrrlátum stað í Mosfellsbænum að Völuteigi 8. NÁÐARGÁFAN LESBLINDA www.lesblindulist.is bók og læra málfræðireglur og beygingar og skrifa gekk mér hörmulega. Ég hætti svo bara að reyna þegar ég var komin í menntaskóla. Ég fór bara fyrir foreldra mína því ég hafði gefið upp alla von um að geta látið þetta skólakerfi skilja hvað ég gat í raun og veru. Þannig breyttist ég úr fyrirmyndanemanda í nemanda með upp- steyt og fýlu. Ég hætti loks í menntaskóla, algjörlega andlega uppgefin og í raun bara kvíðin og þunglynd eftir allt vesenið og misskilninginn,“ segir Vala þegar hún rifjar upp þetta tímabil. Hún lýsir síðustu misserunum í skólan- um áður en hún hætti sem mjög erfiðum. Þá hafi hún í áraraðir verið búin að fá þau viðbrögð í menntakerfinu að hún gæti ekki lært og væri ekki nógu klár. Sjálfs- myndin var í molum og hún hélt að skóla- göngunni væri endanlega lokið. „Það var svo mamma sem átti þá hug- mynd að ég færi í greiningu vegna les- blindu, þar sem hún hafði lesið bók um lesblindu. Það leið samt töluverður tími þar til ég lét verða af því, enda kostaði greiningin sitt og það var ekki fyrr en maðurinn minn, sem var þá kominn inn í líf mitt, benti mér á að stéttarfélagið niður- greiddi ferlið, að ég lét verða af því. Ég fór í svokallaða Davis-leiðréttingu á nám- skeiði hjá konunum í Lesblindulist og ég fann strax breytingar. Á tveimur dögum var skriftin mín orðin allt önnur og les- skilningur mun betri.“ Það eru til margar aðferðir við að vinna á lesblindu, en ein sú vinsælasta er kennd við Ron Davis. Á 30 stunda einstaklings- námskeiði, eða Davis®-leiðréttingu, lærir einstaklingurinn aðferðir sem hjálpa honum við að ná stjórn á neikvæðum þáttum lesblindunnar með þeim jákvæðu. Námskeiðin eru sniðin að þörfum hvers og eins, á þeim hraða sem hentar hverjum og einum. Vala fékk lausn sinna mála hjá Lesblindulist í Mosfellsbæ, þar sem fimm Davis-ráðgjafar vinna, og ber hún þeim afar vel söguna. Lífið gjörbreyttist „Námskeiðið var frábært og allt skýrt fyrir manni með mjög greinargóðum hætti. Þetta var eins og stilling á skynfærunum og mér leið eins og þær væru að fara með mig út úr langvarandi þoku. Við fórum í gegnum hugrænar æfingar og verklega þjálfun, þar sem við meðal annars leiruðum, af því að flestir lesblindir skynja hluti í þrívídd, þannig að þeir læra mjög vel með slíkum aðferðum. Þetta tók ekki nema viku, en ég kom út sem ný manneskja, þó að það tæki auð- vitað tíma að fá mig til að fara aftur í skóla.“ Eftir að hafa hugsað málið vel og vandlega ákvað Vala að drífa sig af stað aftur og skráði sig við Fjöl- brautaskólann í Ármúla. Eftir það varð ekki aftur snúið. „Það breyttist bara allt. Áhuginn kom aftur og mér fannst ég loks geta tekið þátt í skólastarfi eins og annað fólk. Eftir öll þessi ár skildi ég loksins hvernig hinum hafði liðið í skólanum. Svona var að geta kom- ið hlutum sem maður skildi frá sér á almennilegan máta. Ég man mjög vel eftir því þegar ég fékk í fyrsta skipti 9 fyrir ritgerð í skólanum. Það gladdi mig gríðarlega og allt í einu fannst mér eins og ég gæti allt. Í kjölfarið kláraði ég stúdentspróf með góðum árangri,“ segir Vala og brosir þegar hún rifjar upp tímann þegar hún fékk lausn sinna mála. Sigrast á gömlum draugum í tölfræði „Ég skráði mig svo í nám í Háskóla Íslands í sálfræði, sem er almennt talið með erfiðasta náminu sem þar er í boði. Fyrir leiðréttinguna hefði ég aldrei lagt í það. Ég komst meira að segja í gegnum tölfræðina, þar sem er meira en 30% fall. Ég hef fulla trú á sjálfri mér í námi núna og gengur mjög vel að stjórna tíma mínum. Ég get spáð fyrir um hvað ég er lengi að gera hlutina og skil tímann miklu betur. Ég er stundvís og mér líður vel og ég hlakka til að takast á við áframhaldandi nám, til að fá að sýna hvað ég get,“ segir Vala glöð í bragði. Hún stundar líka magadans og aðrar íþróttir af krafti og segir sam- hæfingu hreyfinga orðna góða. Það er af sem áður var þegar henni gekk afar illa á því sviði. Við leiðrétt- inguna breyttist líf hennar á fleiri vígstöðvum, sérstaklega með tilliti til tímaskyns og þeirra vandræða sem hún hafði lent í þegar kom að tímasetningum. „Nú get ég gert aðgerðarplön, miðað út tíma og gert margt sem ég hefði aldrei getað áður. Nú leið- rétti ég meira að segja manninn minn stundum þegar hann er að miða út tíma,“ segir Vala og hlær. Hún segist nú orðin mjög góð í að skipuleggja hluti, vinna reikn- inga, bókhald og fleira. Hún segist vera með afar sterkar skoðanir á menntakerfinu eftir reynslu sína og vill sjá margt breytast. Sér skýrt og horfir björtum augum fram á veginn „Því miður held ég að það fari afar margir með brotna sjálfsmynd út úr skólakerfinu og haldi að þeir séu vitlausir, þegar raunin er sú að þessir einstaklingar eru með les- blindu og geta fengið lausn sinna mála. Mér finnst að það verði að taka á þessu. Bæði verður að mæla fleira en lesskilning í námi og eins verður að greina lesblindu snemma hjá öllum þeim sem glíma við hana. Þeir sem eru í vandræðum og grunar ef til vill að þeir séu með lesblindu verða að láta athuga það. Verkalýðsfélög niðurgreiða þetta flest og ferlið tekur ekki marga daga. Þetta breytti lífi mínu og fjöl- margra annarra,“ segir Vala þegar ég spyr hana hvort hún eigi ráð handa þeim sem eru í vafa um hvort þeir þjáist af lesblindu. Hún vill líka koma því á framfæri að lesblindir séu yfirleitt með greindarvísitölu yfir meðallagi og röskuninni fylgi oft einstök náðargáfa á öðru sviði. Þeir sem glími við lesblindu verði að fá að vita það að þeir séu ekki illa gefnir og hafi oftast alla burði til að skara fram úr í lífinu. Þegar ég bið hana að taka saman í stuttu máli breytinguna á lífi sínu eftir að hafa verið greind og farið á leiðréttingar- námskeið, stendur ekki á svörum. „Mér líður eins og ég hafi komist út úr móðu sem ég var föst í og nú sé allt skýrt. Ég skil núna hvernig fólk kemst áfram í lífinu og getur gert það sem það þarf að gera, því ég get það sjálf. Ég hefði ekki getað lifað því lífi sem ég lifi núna ef ekki væri fyrir leiðréttinguna sem ég fékk. Hún gjörbreytti lífi mínu á alla vegu.“ Lesblinda „Skólinn einblínir á bókleg fög, hið lesna, hið talaða og hið skrifaða orð. Allt þetta er erfitt fyrir einstakling með dyslexiu, allt frá fyrsta degi. Í raun er einstaklingur með dyslexiu eins og McIntosh tölva og aðrir PC tölva, það vita allir að þessi kerfi er erfitt að samræma.“ R.D. Davis. Orðið lesblinda eða dyslexia er oft notað sem samheiti yfir námsörðugleika eins og lesblindu, reikniblindu og skrifblindu. Margir þekkja það að leggja á sig mikla vinnu í námi en upp- skera lítinn árangur. Lesblindir einstaklingar upplifa oft mikla erfiðleika og vanlíðan í skólum og daglegu lífi. Lesblinda á ekki bara við um börn; margir fullorðnir eru með lesblindu þótt þeir hafi aldrei verið greindir. En ekki má gleyma að lesblinda hefur ekki eingöngu neikvæða þætti; myndræn hugsun er einn helsti hæfileiki lesblindunnar. Margir lista-, athafna-, íþrótta- og vísindamenn hafa tjáð sig um lesblindu sína og að hún hafi hjálpað þeim að ná langt. Talið er að 10 prósent þjóðarinnar, börn og fullorðnir, séu með lesblindu, eða um 32.000 einstaklingar. Þar af má áætla að um 15 þúsund Íslendingar séu með verulega mikla lesblindu. Eftirfarandi einkenni eru dæmi um lesblindu:  Að hafa sérstaklega mikið ímyndunarafl  Að vera sérlega meðvitaður/vituð um umhverfi sitt  Að vera mjög forvitin/n  Að geta nýtt öll skilningarvitin í einu  Að geta upplifað hugsun sem veruleika  Að sleppa stöfum eða víxla við lestur  Að finnast stafir hreyfast eða hverfa  Að fara línuvillt  Að eiga erfitt með stafsetningu  Að þekkja ekki hægri og vinstri  Umhverfið truflar  Að eiga erfitt með að læra á klukku  Að gera ekki mun á stórum og litlum stöfum  Að gleyma sér í dagdraumum og fylgjast ekki með  Að eiga erfitt með að skipuleggja sig Mér líður eins og ég hafi komist út úr móðu sem ég var föst í og nú sé allt skýrt Vala stundar magadans og aðrar íþróttir af krafti og segir samhæfingu hreyfinga orðna góða. Ljósmynd Hari 38 viðtal Helgin 30. mars-1. apríl 2012
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.