Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.03.2012, Page 47

Fréttatíminn - 30.03.2012, Page 47
Brauð framtíðar úr korni fortíðar Bls. 6 Þessa dagana kynnir Móðir Jörð til leiks tilbúnar, heil- korna þurrefnablöndur þar sem bygg er undirstaðan. Hér er á ferðinni lummu- og vöffl u- blanda sem og fl jótsoðinn morgungrautur með bygg- fl ögum, trönuberjum og kanil. Bygg með marga heilsufarslega kosti Framleiðsla á fjölbreyttum afurðum úr íslensku lífrænt ræktuðu hráefni s.s. byggi er sérstaða Móður Jarðar og kemur bygg víða við sögu í vöruúrvali fyrirtækisins. Bygg hefur marga heilsufarslega kosti, það inniheldur m.a. Brauðhúsið fl ytur inn allt korn og mjöl frá myllum í Svíþjóð og Danmörku sem framleiða eingöngu úr lífrænt ræktuðu korni. Auk þess er notað íslenskt bygg frá Móður Jörð í nokkrar tegundir af brauðum. Næringin úr korninu nýtist betur Aðaláherslan er lögð á bakstur súrdeigsbrauða úr heilkorns- mjöli. Súrdeig hefur þau áhrif að steinefni og önnur næring úr korninu nýtist mun betur en þegar notað er ger eða lyftiduft. Brauðhúsið í Grímsbæ bakar brauð og kökur úr lífrænt ræktuðu hráefni og notar engin aukefni í framleiðsluna. Lífrænt er framtíðin Guðmundur og Sigfús Guðfi nnssynir og fjölskyldur þeirra reka Brauðhúsið. „Aðal- markmið okkar er auðvitað að framleiða hágæðavörur úr úrvals hráefni en það að nota lífrænt er líka mikilvægt í stærra samhengi. Með því að velja lífrænt getum við hvert og eitt stuðlað að þróun í átt að sjálfbærum land- búnaði og meira fæðuöryggi til framtíðar.” Vöffl ur og morgungrautur úr lífrænu byggi hátt hlutfall vatnsleysanlegra trefja sem geta lækkað kólesteról í blóði. Bygg er einnig ríkt af andoxunar- efnum, er talið styrkja ónæmiskerfi ð og er sérlega gott fyrir meltinguna og rist- ilinn. Þá inniheldur bygg fl ókin kolvetni og er með mjög lágan sykurstuðul, auk þess að vera auðugt af ýmsum vítamínum. Bygg getur í framtíðinni orðið hráefni í markfæði sem bætir heilsu. Frá Móður Jörð kemur einnig hrökkbrauð sem ber nafnið Hrökkvi, þar er bygg uppistaðan ásamt heilhveiti sem er ræktað hjá Móður Jörð í Vallanesi. Krabbamein, astmi, ofnæmi, exem, treg blóðrás, blöðruhálskirtilsbólga, parkinsonveiki, umgangspestir ....... Lúpínuseyðið gæti hjálpað www.lupinuseydi.is s. 517 0110 Lúpínuseyðið sem Ævar Jóhannesson gaf fólki í rúma tvo áratugi gerði mörgum gott eins og lesa má í æviminningum hans og á vefsíðunni www.lupinuseydi.is. Hér verður ekkert fullyrt, en það skaðar ekki að lesa sögurnar og meta það sjálf hvort seyðið gæti gert ykkur gott. Fæst í heilsubúðum Opnunartími Brauðhússins í Grímsbæ er alla virka daga kl. 10-18 en lokað er um helgar. Brauðin fást einnig m.a. hjá LIFANDI markaði. Móðir Jörð í Vallanesi í Fljótsdalshéraði hefur um árabil verið leiðandi í framleiðslu á lífrænt ræktuðu byggi, s.s. byggmjöli, banka- byggi og byggfl ögum. Þar er einnig umfangsmikil grænmetisræktun og eru m.a. framleidd úr því tilbúin frosin grænmetisbuff og meðlæti eins og chutney og sultur. Matvæli í sínu hreinasta formi Eigendur Móður Jarðar eru hjónin Eymundur Magnússon og Eygló Björk Ólafsdóttir. „Lífræn ræktun er okkar hug- sjón. Við leggjum mikla áherslu á vöruþróun úr okkar eigin lífrænt ræktaða hráefni og vonum að það skili sér til neytenda í hollustu og fl eiri valkostum með auknu vöru- framboði. Við teljum lífræna ræktun vera mikilvægan þátt í umhverfi smálum og sjálfbærni, auk þess að tryggja neytendum matvæli í sínu hreinasta formi.” www.biobu.is Lífrænar mjólkurvörur Lífræn jógúrt 6 ferskar bragðtegundir Múslí Kókos Mangó Kaffi Hrein Jarðarberja colour & care by nature Hairwonder, leyndarmálið að heilbrigðu hári! Colour & Care er fyrsti háraliturinn sem er án ammoníaks og inniheldur 9 tegundir af lífrænum jurtum • Fastur háralitur án ammoníaks. • Litar, verndar, nærir og styrkir hárið í einni meðferð. • Hylur grá hár og helst fallegur í 6-8 vikur. • Inniheldur 9 tegundir af lífrænt vottuðum jurtum. • Inniheldur lífræna Argan olíu, Phytokeratin og Provitamin B5. • Náttúrulegur háralitur sem verndar hárið og gefur því fallegan gljáa. para this product is 100% paraben free with certified organic extracts Útsölustaðir: Heilsuhúsið Kringlan, Akureyri, Selfossi, Laugavegi, Lágmúla, Smáratorgi og Kefl avík, Fræið Fjarðarkaupum, Yggdrasill, Lifandi markaður Borgartúni og Hæðarsmára. Neytendur kalla eftir íslenskum lífrænum vörum Íslenskir neytendur sjá í auknum mæli kosti þess að velja lífrænar afurðir. Lífræn ræktun stuðlar að hámarks hollustu og hreinleika vörunnar, vinnur með lífríki jarðar en ekki gegn því og hefur velferð búfjár að leiðar- ljósi. Eftirspurnin og áhuginn er orðinn það mikill að fyrir ári síðan voru Samtök lífrænna neytenda stofnuð en markmið þeirra er að efla miðlun upp- lýsinga um lífrænar afurðir og framleiðslu þeirra, hvetja til aukinnar neyslu á vott- uðum lífrænum vörum, vekja athygli á kostum lífrænna aðferða og nauðsyn bættr- ar meðferðar búfjár, veita markaðinum aðhald um bætt- ar merkingar og aukið fram- boð lífrænna afurða, og stuðla þannig að heilbrigðum lífsstíl og heilnæmu umhverfi. Meiri upplýsingar um samtökin má finna á www.lifraen.is og á síðu samtakanna á Facebook Lífrænar vörur verði 15% af landbúnaðarframleiðslu ESB hefur gert aðgerðaáætl- un sem miðar að því að árið 2020 verði 20% af ræktuðu landi í aðildarlöndunum í lífrænni ræktun. Á Íslandi er hlutfallið í dag einungis um 1% en í nýsamþykktri þings- ályktunartillögu um eflingu græna hagkerfisins er farið fram á að árið 2013 hafi stjórnvöld mótað fram- kvæmdaáætlun um eflingu líf- rænnar framleiðslu á Íslandi, með það að markmiði að lífrænt vottaðar vörur verði 15% af landbúnaðarfram- leiðslu árið 2020. Þar er einnig lagt til að stuðning- ur við aðlögun að lífrænni framleiðslu verði aukinn og að gerð verði kostnaðar- og ábatagreining á framleiðslu lífræns áburðar hérlendis. Sáralítil nýliðun Þrátt fyrir að vel á annan tug aðila rækti og framleiði lífrænar afurðir á Íslandi anna þeir ekki eftirspurn og sáralítil nýliðun hefur verið í greininni á undanförnum árum. Með aukinni eftir- spurn, umfjöllun og umræðu í fjölmiðlum og nýsamþykktri þingsályktunartillögu mun áhugi íslenskra bænda og framleiðenda á að rækta og framleiða lífrænar afurðir vonandi aukast. Rannsóknarniðurstöður sýna ávinning Niðurstöður viðamikilla vísindalegra rannsókna sem gerðar hafa verið á lífrænum aðferðum í landbúnaði, svo og langtíma samanburðar- rannsókna á lífrænum og hefðbundnum ræktunaraðferð- um, sýna fram á margþættan ávinning af lífrænni ræktun, þ.á.m. á næringarinnihald. Í því sambandi má sérstak- lega geta þess að um miðjan september sl. birti Rodale- stofnunin í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum nýjar niðurstöður úr rannsókn sem stofnunin hefur unnið að samfleytt í 30 ár. Í rannsókn- inni var lífrænn landbúnaður borinn saman við hefðbundinn landbúnað, bæði hvað varðar afkomu bænda og umhverfis- áhrif. Niðurstöðurnar voru: • Lífræn ræktun skilar jafn- mikilli eða meiri uppskeru en hefðbundin. • Í þurrkatíð er uppskera í lífrænni ræktun mun meiri. • Lífrænn landbúnaður byggir upp jarðveginn og stuðlar að sjálfbærni hans. • Orkunotkun er um 40% meiri í hefðbundnum land- búnaði. • Losun gróðurhúsaloft- tegunda er um 55% meiri í hefðbundnum landbúnaði. • Afkoma bænda í lífrænum landbúnaði er betri en annarra bænda. Að lokum má geta þess að Danir settu nýlega 72 milljónir danskra króna inn í fjárlög til að ná markmiði sínum um að 60% af öllum mat í opinberum stofnunum (þ.m.t. skólum, leikskólum og sjúkrastofnunum) verði lífrænt vottaður eftir tvö ár. Í Frakklandi stendur ennfrem- ur til að ólífrænar afurðir verði sérstaklega merktar “kemískur landbúnaður” og að sérstakur skattur sem lagður er á áburð og eiturefni verði notaður til eflingar lífræns landbúnaðar þar í landi. Þeir endurnýjuðu jafnframt bann við ræktun erfðabreytts maís fyrr í þessum mánuði, en þess má geta að nú liggur fyrir þingsályktunartillaga á Alþingi um bann við útiræktun á er- fðabreyttum lífverum. Því ber að fagna. Oddný Anna Björnsdóttir DHA kids frá NOW auðveldar foreldrum að tryggja nægjanlegt magn af DHA fitusýrum daglega fyrir börnin. Belgirnir eru með ávaxtabragði og eins og fiskar í laginu. DHA fitusýrur eru nauðsynlegar fyrir þroska og virkni heila, augna og miðtaugakerfis hjá börnum. Rannsóknir hafa sýnt að börn með hátt magn af DHA hafa betri heila- og augn- virkni. Heili og augu eru samsett að stórum hluta úr DHA fitusýrum og þegar þessi líffæri eru að vaxa og þroskast er sérstaklega mikil- vægt að tryggja að börn fái nægjanlegt magn af þessum fitusýrum á þroskaárum sínum. Ekki eru til neinar opinberar ráðleggingar um hversu mikið af DHA fitusýrum börn þurfa daglega, en rannsóknir sýna að rauninntaka hjá börnum er undir nauðsynlegu magni fyrir ákjósanlegan vöxt og þroska. Sérfræðingar mæla með að minnsta kosti 100 til 200 mg af DHA á dag. • Styður þroska heila- og taugavefs • Belgir í laginu eins og fiskar • Ávaxtabragð DHA fitusýrur fyrir börn Bls. 7

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.