Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.03.2012, Qupperneq 58

Fréttatíminn - 30.03.2012, Qupperneq 58
Með kosningunum er komið til móts við æ háværari kröfur um aukið íbúalýðræði. Mjór er mikils vísir. Meira hlýtur að fylgja í kjölfarið. Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Ritstjórnarfulltrúi: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is. Auglýsinga- stjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. K Kjósendur kvarta gjarna undan því að stjórnmálamenn séu lítt eða ekki sjáan- legir nema á fjögurra ára fresti, í tiltölu- lega stuttan tíma fyrir kosningar. Þá sé rykið dustað af stefnumálum og ýmsu lofað sem til framfara gæti horft og verið til hagsbóta fyrir þá sem með valdið fara á kjördag. Að kosningum loknum taki hins vegar við plott og launráð kjörinna fulltrúa. Því sé lítt hægt að sjá fyrir hvaða stefna verður á endanum ofan á, hvaða mál nái fram að ganga og hvaða loforð verði efnd. Á ýmsu getur síðan gengið þegar til þjónustunnar kemur í þágu fólksins og ef lesa má í bókun fulltrúa í bæjarráði Kópavogs, næststærsta sveitar- félags landsins, virðist sundur- lyndi og þras koma í veg fyrir, eða tefja, þau mál sem bæjarfulltrúar ættu að sinna í þágu umbjóðenda sinna, hvort heldur þeir eru í meiri- eða minni- hluta hverju sinni. Í bókun Hafsteins Karlssonar, bæjarfulltrúa í minnihluta, segir meðal annars: „Sá bragur sem ríkt hefur í bæjarstjórn Kópavogs um langa hríð er til vansæmdar fyrir Kópavog. Oft og tíðum líður málefnaleg umræða á bæj- arstjórnarfundum og í fjölmiðlum fyrir persónulegt skítkast, brigslyrði, dylgjur og tilhæfulausar ásakanir. Óeining er um hvernig á að haga afgreiðslu mála og mikill tími fer í þras um slíkt. Þessi ómenning dregur bæði kjark og gleði úr bæjarfulltrúum, en allir vita að til þess að ná góðum árangri í starfi er ánægjan afar mikilvægur þáttur. Jafnframt er hún algjörlega á skjön við siðareglur sem bæjarstjórn hefur sjálf sett sér. Undirrit- aður leggur því til að allir bæjarfulltrúar leggi sig fram og komi fram af virðingu hver við annan. Jafnframt að hópur bæjar- fulltrúa fái það hlutverk að koma með til- lögur um vinnulag og vinnubrögð bæjar- stjórnar.“ Undir þetta taka flokksforingjar þeirra þriggja flokka eða lista sem með meirihlutavald fara í Kópavogi. Fróðlegt verður því að fylgjast með því hvort brag- arbót verður á í þessu stóra nágranna- sveitarfélagi höfuðborgarinnar. Eflaust gengur á ýmsu í borgarstjórn Reykjavíkur, ekki síður en í Kópavogi, orðræða sem flokka má undir skítkast, brigslyrði, dylgjur og tilhæfulausar ásak- anir. Þess ber þó að geta sem vel er gert þar á bæ og er vottur um það að stjórn- málamenn leiti til íbúa oftar en á fjögurra ára fresti, í aðdraganda kosninga. Í gær, fimmtudag, hófust rafrænar íbúakosning- ar í borginni sem standa fram yfir mið- nætti næstkomandi þriðjudags, 3. apríl. Kosið verður um 180 verkefni í einstökum hverfum borgarinnar, verkefni sem ætlað er að fegra og bæta hverfin. Kostnaður við verkefnin er mismunandi en fjár- munum er úthlutað til hverfanna með hlutfallsreikningi eftir íbúafjölda, eins og fram kom í Fréttatímanum nýverið. Borg- arbúar mega kjósa í hvaða hverfi sem er en aðeins í einu. Flestir kjósa því væntan- lega í eigin hverfi en geta til dæmis kosið um verkefni í miðborginni, stað sem flesta varðar. Þau verkefni sem fá mest fylgi í íbúakosningunum, þá daga sem í hönd fara, munu koma til framkvæmda í sumar en Reykjavíkurborg leggur til 300 milljónir króna úr svokölluðum hverf- apottum í verkefnin. Með hinum rafrænu íbúakosningum, sem eru í senn öruggar hvað persónu- upplýsingar varðar og einfaldar fyrir kjósendur, stíga borgaryfirvöld skref í átt til valddreifingar. Með kosningunum er komið til móts við æ háværari kröfur um aukið íbúalýðræði. Mjór er mikils vísir. Meira hlýtur að fylgja í kjölfarið. Þessi leið er farsælli en skítkast, brigslyrði og dylgjur á fulltrúafundum. Álits íbúa leitað oftar en á fjögurra ára fresti Mjór er mikils vísir Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Í slendingar hafa að undanförnu horft á eftir mörgum tækni- og hugverka-fyrirtækjum til útlanda. Ef ekki verða verulegar breytingar í efnahagslífi landsins eigum við á hættu að verða að láglauna- svæði í frumframleiðslu og hefðbundn- um lágtækniiðnaði. Þess vegna er mikil- vægt að gaumgæfa vandlega aðra kosti í efnahagsmálum sem geta tryggt örugg- ara rekstrarumhverfi og stöðuga mynt. Flokkur jafnaðarmanna hefur lagt áherslu á þessi atriði og gegnir aðildarumsókn að ESB þar lykilhlutverki. Kvikmyndagerð í sókn Með aðild að ESB er hægt að styðja betur við hugverkaiðnaðinn sem verður helsti vaxtarsproti íslensks atvinnulífs næstu árin. Atvinnugreinin hefur næstum ótakmark- aða vaxtarmöguleika hér á landi, öfugt við aðrar út- flutningsgreinar okkar sem byggjast á takmörkuðum auðlindum. Þannig eru engar atvinnugreinar jafn vel í stakk búnar til að fjölga vel launuðum störfum sem eru eftirsótt hjá ungu fólki. Kvikmyndagerð er dæmi um hugverkaiðnað sem hefur mikla möguleika. Árleg velta hans hefur aukist mikið á undanförnum árum og eru tekjur ríkisins af kvikmyndagerð margfalt meiri en framlag ríkisins í kvikmyndasjóð og til endurgreiðslu á framleiðslukostn- aði. Fjárfesting í kvikmyndagerð hefur þannig mjög góða ávöxtun. Í dag starfa um 750 manns í kvikmynda- gerð á Íslandi en til samanburðar má nefna að um 2.000 manns starfa hér í álverum. En kvikmyndagerð á Íslandi skilar ekki bara eftir- sóttum störfum eða veltu. Óbein áhrif kvikmyndagerðar eru umtalsverð því kvik- myndir og sjónvarpsefni eru öflug tæki til landkynningar, til eflingar ferðaþjónustu og til sölu á íslenskum vörum. Þannig sýna rannsóknir að kvikmyndir og sjónvarps- þættir hafa mikil áhrif á ákvörðun útlend- inga um að ferðast til landsins. Stóriðja í skapandi hugsun Ef stjórnmálamönnum er alvara með yfir- lýsingum sínum um að efla innlendan hug- verka- og tækniiðnað verða þeir að hlusta eftir áherslum fyrirtækja í þeim geira þegar þau kalla eftir aðild að ESB og nýrri mynt. Annars er „vilji“ til að skapa fyrirtækjun- um heilbrigt rekstrarumhverfi aðeins orðin tóm. Ferðaþjónusta, landbúnaður og sjáv- arútvegur munu ekki geta skapað næg störf á næstu árum. Ef við viljum að ungt fólk festi rætur á Íslandi verðum við að skapa þessum fyrirtækjum góð starfs- skilyrði á Íslandi. Til þessara fyrirtækja ætlum við að sækja störfin og þangað ætlum við að sækja verðmæt- in til útflutnings. Nú þegar hagur ríkissjóðs styrkist skapast grundvöllur fyrir frekari stuðningi við íslenska kvikmyndagerð. „Stóriðjuuppbygging“ Íslendinga á að grundvallast á því að auka verðmætasköpun og fjölga áhugaverðum störfum án þess að ganga á takmörkuð gæði náttúru og auðlinda. Sókn á sviði kvikmyndagerð- ar og í öðrum skapandi greinum rímar þannig við aðra möguleika, svo sem í matvælaframleiðslu og ferðaþjón- ustu. Áherslur okkar í atvinnumálum næstu ára eiga að liggja á sviðum þekkingar og hátækni og þar gegnir skapandi hugsun lykilhlutverki. Kvikmyndagerð Hvers konar atvinnulíf? Magnús Orri Schram þingmaður Samfylkingar- innar Fékkstu ekki Fréttatímann heim? Fréttatímanum er dreift á öll heimili á höfuðborgarsvæðinu. Ef þú fékkst ekki blaðið heim, láttu okkur þá vita með tölvupósti á dreifing@frettatiminn.is Sjáðu blaðið líka á frettatiminn.is 42 viðhorf Helgin 30. mars-1. apríl 2012
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.