Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.03.2012, Qupperneq 68

Fréttatíminn - 30.03.2012, Qupperneq 68
52 fermingar Helgin 30. mars-1. apríl 2012  Gréta Salome StefánSdóttir Fékk biblíu fiðluleikara í fermingargjöf É g tók ferminguna mína mjög alvarlega,“ segir Gréta Salome Stefánsdóttir, fiðlu-leikari, sem samdi og flytur framlag Íslands til Eurovision í Aserbaídsjan 2012. „Dagurinn er mér mjög minnsstæður, hann var ofsalega fallegur og hátíðlegur, yndislegt veður og vor í lofti. Ég fermdist 20. apríl árið 2000, á skírdag sem einnig var sumardagurinn fyrsti það árið. Ég er mjög trúuð og var fyrir löngu búin að ákveða að ég vildi fermast. Veislan, sem haldin var í KFUM-húsinu að Holtavegi, var mjög stór og mikill undirbúningur sem fylgdi henni. Það sem er mér kannski minnisstæðast eru öll fallegu smáatriðin. Við vorum til dæmis með löng hvít kerti á hverju borði sem pabbi minn hafði skreytt með semalíu-steinum. Það kom ofsalega fallega út.“ Gréta Salome spilaði sjálf í fermingunni og segir hún að áhersla hafi verið lögð á að fá fólk úr tónlistinni til að koma fram og spila. Þar á meðal var fiðlukennari Grétu Salome, Lilja Hjaltadóttir, sem kom fram ásamt manninum sínum, Kristni Erni Kristinssyni píanóleikara. Einnig stigu nokkrir fjölskyldumeðlimir og kennarar hennar á stokk og gáfu Grétu Salome heilræði. „Ég vildi sjálf að áhersla væri lögð á þýðingu fermingarinnar, þennan trúarlega þátt. Ég var til dæmis ekki máluð því mér fannst það ekki við hæfi en fór nú samt sem áður í hár- greiðslu og myndatöku. Myndirnar týndust reyndar en það var ekkert mikið sorgarefni,“ segir Gréta Salome og hlær. Hún bætir því við að hún hafi fengið margar fallegar gjafir. „Mér er sérstaklega minnisstæð ein gjöf en það var sú sem ég fékk frá Lilju Hjaltadóttur, fiðlukenn- aranum mínum. Gjöfin var nótnabók sem er eins og biblía fyrir fiðluleikara. Hún heitir Sex partítur og sónetur og er eftir J.S. Bach. Mér fannst það mikill áfangi að fá þessar nótur, svo- lítið eins og að vera tekin í fullorðinna manna tölu í tónlistinni.“ lífið er ferðalag ÍS LE N SK A SI A .I S U TI 5 90 49 0 3/ 12 Tilboð 16.990 kr. HigH Peak Nevada Þriggja manna tjald með fortjaldi. Vatnsheldni: 2.000 mm. Þyngd: 3.980 g. Verð áður: 19.990 kr. Tilboð 14.990 kr. TNF aleuTiaN Hentugur til notkunar sumar, vor og haust. Þyngd 1.545 g. Þolmörk -5°C. Verð áður: 19.990 kr. úrVal fermingargjafa Á frÁBÆrU VerÐi Tilboð 18.990 kr. HigH Peak TraNgo 65 Vandaður og traustur bakpoki með góðu burðarkerfi. Þyngd: 1.850 g. Verð áður: 23.990 kr. Tilboð 29.990 kr. HigH Peak viPer 1400 Vandaður léttur dúnsvefnpoki. Þolmörk: -6°C. Þyngd: 1.275 g. Þriggja árstíða. Verð áður: 39.990 kr. NÁÐU ÁRANGRI. ÚTILÍF – HOLTAGÖRÐUM. GLÆSIBÆ. KRINGLUNNI. SMÁRALIND. WWW.UTILIF.IS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.