Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.03.2012, Qupperneq 84

Fréttatíminn - 30.03.2012, Qupperneq 84
Sænska tískukeðjan H&M frumsýndi á dögunum enn eina vorlínuna sem einkennist af glamúrlegum klæðnaði sem er sérsniðinn fyrir rauða dregilinn. Línan, sem nefnist The H&M conscious glamor collection, kemur í hundrað H&M-verslanir tólfta apríl næstkomandi og er fatnaðurinn aðeins búinn til úr lífrænum og endurvinnanlegum efnum. Nokkrar stjörnur á borð við Michelle Williams og Amöndu Seyfried fengu forskot á sæluna og klæddust nýju línunni á rauða dreglinum. -kp Helgin 30. mars-1. apríl 201268 tíska 5 dagar dress Gaman að finna fjársjóð á götumörkuðum Sigrún Lárusdóttir er 21 árs og stundar nám við Fjöl- brautaskóla Suðurlands. Einnig er hún að læra til stílista í Reykjavík og stefnir á háskólanám á því sviði í London í haust. „Ég hef ótrúlega gaman af því að skoða fólkið í kringum mig. Það veitir mér mikinn innblástur. Ég reyni að fylgja mínum eigin stíl frekar en tískubylgjum en auðvitað verður maður fyrir áhrifum. Ég nota mjög mikið föt í jarðar- litum – og þá yfirleitt svört. Mér finnst mjög þægilegt að vera í víðum fatnaði að ofan, sérstaklega skyrtum sem ég stel af bræðrum mínum. Ég bjó í London um tíma og því kemur mikið af fatnaðinum mínum þaðan. Primark, H&M og Forever21 eru í miklu upp- tíska Kolbrún Pálsdóttir skrifar Sjóræningjatíska Kínverja Síðustu daga hef ég dvalið í höfuðborg stórveldis- ins Kína. Hér er veröld falsaðra hátískuvara sem unnar eru af mikilli nákvæmni; ógrynni af belt- um, töskum, kápum og skóm sem öll ber sitt há- tískumerki prentað með áberandi gylltu letri. Af- greiðslustúlkurnar í sölubásunum öskra, toga og halda í mann og sleppa ekki fyrr en maður veitir vel gerðri eftirlíkingu af Prada-tösku athygli. Þær eru tilbúnar að ganga langt í sölumennskunni og blóta manni rækilega, á þeirri ensku sem þær kunna, ef maður gerir þeim ekki tilboð. Það kom mér á óvart hvað fötin og fylgihlut- irnir, sem sölumenn ólöglega varningsins selja á mörkuðunum, eru í góðum takti við tísku Vestur- landa. Heimafólkið virðist vera með puttann á púlsinum og veit svo sannarlega eftir hverju við Vesturlandabúar sækjumst helst. Við verðum þó að passa okkur á verðinu. Prútt er mikilvægur og fastur liður í þessum heimsóknum á markaðina. Maður verður gjald- þrota í fyrstu heimsókn ef maður er ekki vel að sér í íþróttinni. Sölumennirnir segja að jakkinn kosti 5.000 dollara og sé úr ekta leðri. Maður veit betur og býður tíu dollara. Loks gengur maður í burtu og ef sölumaðurinn kemur skríðandi á eftir manni og samþykkir tilboðið hefur maður unnið stórkostlegan sigur. Naglalakk a la Obama Þriðjudagur Skyrta: H&M Skór: Primark Bolur: Götumarkaður Buxur: Zara Mánudagur Skór: Vintage – frá mömmu Bolur: Fatamarkaður Jakki: Forever 21 Hálsmen: Primark Forsetahjón Bandaríkjanna eru þekkt fyrir að hafa mikið tískuvit. Það þykir því ekki galið að nú hefur kosningasjóður forsetans sett á markað í netverslun sinni nýja naglalakkslínu sem hönnuð var af naglalakkssnill- ingnum Richard Blanch. Línan samanstendur af þremur ólíkum afbrigðum; rauðu lakki sem kallast Red-y to win, hvítu lakki sem kallast Victory White og bláu glimmerlakki sem kallast Bo Blue. Hægt er að fá þau öll saman í tösku fyrir tæplega 5.000 krónur íslenskar og rennur ágóðinn í kosningasjóðinn. -kp Vorlína fyrir rauða dregilinn Hönnuðurinn Stella McCart- ney frumsýndi í vikunni lands- liðsbúninga Breta fyrir Ólympíuleikana sem haldnir verða í London í sumar. Þetta er í fyrsta skipti sem hátískuhönnuður fær að hanna ól- ympíubúninga Bretlands og voru þeir hannaðir í samstarfi við Adidas. Búningarnir eru bláir, rauðir og hvítir eins og breski fáninn og segir Stella það vera lykilatriði að koma þessum litum saman í búningnum. Helstu afreksmenn þjóðarinnar voru svo fengnir til að sitja fyrir í nýju búningunum. -kp Landsliðsbúningar Stellu frumsýndir áhaldi og svo finnst mér einstaklega gaman að finna fjársjóð á götumörk- uðum.“ Miðvikudagur Skyrta: H&M Buxur: Nostalgia Taska: Topshop Skór: Gyllti kötturinn Fimmtudagur Stígvél: H&M Buxur: Zara Belti: Vintage Bolur: Forever21 Pels: H&M Föstudagur Skór: Gyllti kötturinn Skyrta: Dorothy Perkins Loðskinn: H&M Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517-6460 www.belladonna.is FULL BÚÐ af flottum fötum fyrir flottar konur Stærðir 40-60
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.