Fréttatíminn - 30.03.2012, Qupperneq 84
Sænska tískukeðjan H&M frumsýndi
á dögunum enn eina vorlínuna sem
einkennist af glamúrlegum klæðnaði
sem er sérsniðinn fyrir rauða dregilinn.
Línan, sem nefnist The H&M conscious
glamor collection, kemur í hundrað
H&M-verslanir tólfta apríl næstkomandi
og er fatnaðurinn aðeins búinn til úr
lífrænum og endurvinnanlegum efnum.
Nokkrar stjörnur á borð við Michelle
Williams og Amöndu Seyfried fengu forskot
á sæluna og klæddust nýju línunni á rauða
dreglinum. -kp
Helgin 30. mars-1. apríl 201268 tíska
5
dagar
dress
Gaman að finna fjársjóð
á götumörkuðum
Sigrún Lárusdóttir er 21
árs og stundar nám við Fjöl-
brautaskóla Suðurlands.
Einnig er hún að læra til
stílista í Reykjavík og stefnir
á háskólanám á því sviði í
London í haust.
„Ég hef ótrúlega gaman af
því að skoða fólkið í kringum
mig. Það veitir mér mikinn
innblástur. Ég reyni að fylgja
mínum eigin stíl frekar en
tískubylgjum en auðvitað
verður maður fyrir áhrifum.
Ég nota mjög mikið föt í jarðar-
litum – og þá yfirleitt svört.
Mér finnst mjög þægilegt að
vera í víðum fatnaði að ofan,
sérstaklega skyrtum sem ég
stel af bræðrum mínum.
Ég bjó í London um tíma og
því kemur mikið af fatnaðinum
mínum þaðan. Primark, H&M
og Forever21 eru í miklu upp-
tíska
Kolbrún
Pálsdóttir
skrifar
Sjóræningjatíska
Kínverja
Síðustu daga hef ég dvalið í höfuðborg stórveldis-
ins Kína. Hér er veröld falsaðra hátískuvara sem
unnar eru af mikilli nákvæmni; ógrynni af belt-
um, töskum, kápum og skóm sem öll ber sitt há-
tískumerki prentað með áberandi gylltu letri. Af-
greiðslustúlkurnar í sölubásunum öskra, toga og
halda í mann og sleppa ekki fyrr en maður veitir
vel gerðri eftirlíkingu af Prada-tösku athygli. Þær
eru tilbúnar að ganga langt í sölumennskunni
og blóta manni rækilega, á þeirri ensku sem þær
kunna, ef maður gerir þeim ekki tilboð.
Það kom mér á óvart hvað fötin og fylgihlut-
irnir, sem sölumenn ólöglega varningsins selja á
mörkuðunum, eru í góðum takti við tísku Vestur-
landa. Heimafólkið virðist vera með puttann á
púlsinum og veit svo sannarlega eftir hverju við
Vesturlandabúar sækjumst helst. Við verðum þó
að passa okkur á verðinu.
Prútt er mikilvægur og fastur liður í þessum
heimsóknum á markaðina. Maður verður gjald-
þrota í fyrstu heimsókn ef maður er ekki vel að
sér í íþróttinni. Sölumennirnir segja að jakkinn
kosti 5.000 dollara og sé úr ekta leðri. Maður veit
betur og býður tíu dollara. Loks gengur maður í
burtu og ef sölumaðurinn kemur skríðandi á eftir
manni og samþykkir tilboðið hefur maður unnið
stórkostlegan sigur.
Naglalakk a la Obama
Þriðjudagur
Skyrta: H&M
Skór: Primark
Bolur: Götumarkaður
Buxur: Zara
Mánudagur
Skór: Vintage – frá mömmu
Bolur: Fatamarkaður
Jakki: Forever 21
Hálsmen: Primark
Forsetahjón Bandaríkjanna eru þekkt fyrir að hafa
mikið tískuvit. Það þykir því ekki galið að nú hefur
kosningasjóður forsetans sett á markað í netverslun sinni
nýja naglalakkslínu sem hönnuð var af naglalakkssnill-
ingnum Richard
Blanch. Línan
samanstendur af
þremur ólíkum
afbrigðum; rauðu
lakki sem kallast
Red-y to win, hvítu
lakki sem kallast
Victory White og
bláu glimmerlakki sem kallast
Bo Blue. Hægt er að fá þau
öll saman í tösku fyrir tæplega 5.000
krónur íslenskar og rennur ágóðinn í
kosningasjóðinn. -kp
Vorlína fyrir
rauða dregilinn
Hönnuðurinn
Stella McCart-
ney frumsýndi
í vikunni lands-
liðsbúninga
Breta fyrir
Ólympíuleikana
sem haldnir
verða í London í
sumar. Þetta er í
fyrsta skipti sem
hátískuhönnuður
fær að hanna ól-
ympíubúninga Bretlands og voru þeir hannaðir í samstarfi við
Adidas. Búningarnir eru bláir, rauðir og hvítir eins og breski
fáninn og segir Stella það vera lykilatriði að koma þessum
litum saman í búningnum. Helstu afreksmenn þjóðarinnar
voru svo fengnir til að sitja fyrir í nýju búningunum. -kp
Landsliðsbúningar Stellu frumsýndir
áhaldi og svo finnst mér einstaklega
gaman að finna fjársjóð á götumörk-
uðum.“
Miðvikudagur
Skyrta: H&M
Buxur: Nostalgia
Taska: Topshop
Skór: Gyllti kötturinn
Fimmtudagur
Stígvél: H&M
Buxur: Zara
Belti: Vintage
Bolur: Forever21
Pels: H&M
Föstudagur
Skór: Gyllti
kötturinn
Skyrta: Dorothy
Perkins
Loðskinn: H&M
Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517-6460
www.belladonna.is
FULL BÚÐ
af flottum fötum
fyrir flottar konur
Stærðir 40-60