Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.03.2012, Blaðsíða 94

Fréttatíminn - 30.03.2012, Blaðsíða 94
 SíSýey eyþórSdætur feta nýja Slóð Nýlega kom bók Eiríks Arnar Norðdahl, Eitur fyrir byrjendur, út í Svíþjóð. Eiríkur fagnaði útgáfunni með Svíunum og var út- gáfupartíið haldið í uppstoppaðri steypireiði á náttúrugripasafni í Gautaborg. Bókin hefur fengið glimrandi góða dóma í Svíþjóð; í sænska ríkisútvarpinu og sjónvarpinu, Da- gens Nyheter og ýmsum smærri dagblöðum. Á meðal þess sem hefur verið sagt um bókina er að hún sé heillandi skáldsaga sem fái mann til að gleyma stað og stund. Einnig er bókinni líkt við kvikmyndina Notting Hill. Eini munurinn sé sá að bókin sé skrifuð af frönskum tilvistarsinna sem hafi lært í Tíbet í staðinn fyrir Hollywood.“ Útgáfupartí í steypireiði Heildarútgáfa á Hjálpum þeim Föstudaginn 30. mars hefst sérstakt söluátak á Heildarútgáfu Hjálpum þeim 1985-2011 sem var gefin út fyrir síðustu jól til stuðnings Hjálparstarfi kirkjunnar í A-Afríku. Eftirtaldir aðilar verða með Heildarútgáfuna til sölu í verslunum sínum: ELKO, Fjarðarkaup, Hag- kaup, Krónan, Melabúðin, Penninn, Skífan og bensínstöðvar Skeljungs. Þessi fyrirtæki taka enga söluþóknun þannig að rúmlega 2.100 krónur af útsöluverðinu, sem er 2.490 krónur á hvert eintak, skilar sér til málefnisins. Landsbankinn er bakhjarl og fjárgæsluaðili útgáfunnar. Róleg sala á stór- tónleika Miðasala á tónleikana Poppstjörnur í Hörpu á sumardaginn fyrsta, sem Einar Bárðarson stendur fyrir, hefur farið rólega af stað. Eftir því sem Fréttatíminn kemst næst eru nokkur hundruð miðar af eitt þúsund og fimm hundruð seldir. Miklu er tjaldað til á tónleikunum, sem eiga að höfða til yngri kyn- slóðarinnar, og fram munu koma Páll Óskar og Friðrik Dór, sem syngja dúet, Jón Jónsson, Steindi jr. og Bent, Blár Ópal, Ingó veðurguð og Eurovision-fararnir Greta Salóme og Jónsi. Á meðan uppselt er á heldri tónlistarmenn frá útlandinu vekur athygli hversu dræm miðasala er á tónleika með þessum helstu stjörnum íslenskrar tónlistar. -óhþ Þetta er svolítið nýtt fyrir þeim og það tók alveg smá tíma að koma þessu í gang. Carmen, Sigga, Beta, Elín og Friðfinnur plana 18. apríl. „Við vitum að það er fullt af fólki orðið rosaspennt fyrir þessu og þetta verður rosastuð. Þetta er ekkert risahúsnæði og það er frítt inn,“ segir Carmen þannig að þeir sem vilja ekki missa af Siggu, Elínu og Betu syngja diskóskotið house ættu að taka daginn frá strax. Ljósmynd Hari. Carmen fékk systurnar til að spreyta sig á house-tónlist Systurnar og tónlistarkonurnar Sigríður, Elín og Elísabet Eyþórsdætur hafa komið víða við í tónlistinni en vinna nú í fyrsta sinn markvisst saman að verkefni sem í ljósi sögu þeirra er óneitanlega nokkuð framandi. Að undirlagi og með Carmen Jóhannsdóttur hafa þær myndað bandið Sísýey og ætla að flytja diskóskotna house-tónlist. É g myndi segja að Carmen væri límið í þessu,“ segir Sigríður Ey-þórsdóttir. „Við systurnar erum allar svo miklir sveimhugar og allt situr á hakanum þegar við ætlum að gera eitt- hvað þrjár saman. Það má segja að hún sé líka pródúsentinn okkar og klárlega verkefnisstjórinn í þessu. Hún er eigin- lega umboðsmaður og meðlimur í band- inu og sér bara um allt sem við myndum aldrei geta séð um og semur líka með okkur og allt.“ „Ég fékk þessa hugmynd fyrir svona rúmum tveimur árum,“ segir Carmen. „Ég var að vinna með Elínu þegar hún gaf út fyrstu plötuna sína og er búin að þekkja þessar stelpur í nokkur ár. Mér fannst geggjað að fá þær þrjár saman til að syngja house og diskó. Þetta er svo- lítið nýtt fyrir þeim og það tók alveg smá tíma að koma þessu í gang.“ „Já, þetta er mjög frábrugðið því sem við höfum fengist við,“ segir Sigga. „Ég hlustaði samt mikið á svona tónlist á ung- lingsárunum en ég er elst okkar systra. Þetta er svona 90´s house-tónlist. Við höfum auðvitað oft sungið saman áður en þetta er í fyrsta skipti sem við erum markvisst að vinna að einhverju saman. Þetta er mjög gaman og það hefur komið mér á óvart hversu vel við náum saman í þessu þótt við komum að viðfangsefninu úr ólíkum áttum.“ „Þetta small bara strax saman,“ grípur Carmen inn í. „En það var eitthvað sem ég vissi svo sem alveg fyrir. Við byrjuð- um svo á að finna einhvern til að vinna með okkur og enduðum með að plata Friðfinn Oculus og við erum bara öll saman í að pródúsera þetta og semja. Friðfinnur sér um allan undirleik og býr alla tónlist til með hugmyndum frá okk- ur. Við erum öll saman í þessu alveg á fullu,“ segir Carmen og bætir við að öll taki þau verkefnið mjög alvarlega. „Unn- steinn úr Retro Stefson er svo með okkur í einu lagi. Það verður skemmtilegt upp á stelpufílinginn i söngnum að fá einn svona gestakall í sjóið,“ segir Carmen. Nafn hljómsveitarinnar Sísýey er óneitanlega sérstakt en Sigga er með skýringuna á tilurð þess. „Það var mjög erfitt fyrir okkur að finna nafn á bandið. Við erum náttúrlega allar Eyþórsdætur og eigum ömmu sem hét Sigríður og var kölluð Sísí.“ Sísýey ætlar að kynna og frumflytja efni sitt á gamla La Primavera miðviku- daginn 18. apríl. „Við höfum fókuserað meira á að vera með sjó frekar en að gera plötu þótt hún muni auðvitað koma,“ segir Carmen. toti@frettatiminn.is Sebastian Studnitzky. Gengið hefur verið frá því að Orri Páll Ormarsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, skrifi ævisögu Hermanns Gunnarssonar. Óvíst er hvenær bókin lítur dagsins ljós en ljóst er að það verður ekki á þessu ári. Óhætt er að segja að Hermann, betur þekktur sem Hemmi Gunn, sé einhver ástsælasti núlifandi Ís- lendingurinn. Hemmi hefur lifað við- burðaríku lífi. Hann var á sínum tíma einn allrabesti knattspyrnumaður landsins, var vinsælasti sjónvarps- maður Íslands, tónlistarmaður af guðs náð og almennur gleðigjafi og búast má við því að kappinn hafi frá mörgu skemmtilegu að segja. -óhþ  Bækur æviSaga áStSælS íSlendingS Orri Páll skrifar ævisögu Hemma Gunn Markmið: Ný tt Sk yr .is Ert þú með markmið? Segðu frá því á www.skyr.is. Þú gætir unnið flug og gistingu fyrir tvo innanlands eða gjafabréf. PRÓTEINRÍKT OG FITULAUST AÐ KEPPA Á ÓLYMPÍU- LEIKUNUM Í LONDON Í SUMAR Jakob Jóhann Sveinsson H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 1 2 -0 3 5 3  Harpa djaSStónleikar á Sunnudaginn Upphitun fyrir tónleikaferð til Bremen Djasstónleikar verða haldnir í Hörpu á sunnudaginn, 1. apríl. Þeir eru öðrum þræði upphitun fyrir tónleikaferð íslenskra djassleikara til Bre- men í Þýskalandi í lok apríl, en þar leika fjórar íslenskar hljómsveitir á tónleikum í tengslum við stærstu djassstefnu í Evrópu – Jazzahead. ADHD, Raddir þjóðar og Tríó Sunnu Gunnlaugs koma fram á sér- stökum Íslandstónleikum í hinum margfræga útsendingarsal vestur- þýska útvarpsins, Sendesaal Bremen, en þar hafa margir af frægustu tónlistarmönnum heims hljóðritað tímalausar perlur. Stórsveit Samúels J. Samúelssonar kemur síðan fram í nýstofnuðum djassklúbbi sem stofnaður verður í umbreyttu anddyri hins glæsta tónlistarleikhúss í Bremen. Stórsveit Reykjavíkur leikur í Silfurbergi Hörpu klukkan 14 úrval verka sem samin hafa verið sérstaklega fyrir hljómsveitina á síðustu árum. Klukkan 17 spinna Raddir þjóðar þeirra Sigurðar Flosasonar og Péturs Grétarssonar í frjálsu falli með aðstoð framliðinna Íslendinga. ADHD hefur vakið ahhygli fyrir íhugula og ágenga tónlist. Þá stígur afróbítið ölduna í N-Atlantshafinu í útfærslu Stórsveitar Samúels J. Samúelssonar. Stórsveitin hefur vakið mikla athygli víða um heim fyrir sérlega persónulega útfærslu á stórsveitarhugtakinu. Tríó þýska trompetleikarans Sebastians Studnitzky leikur klukkan 20. Sebastian hefur síðustu ár verið trompetleikari Mezzoforte. Þá leikur Tríó Sunnu Gunnlaugsdóttur en gagnrýnandi austurríska tímaritsins Concerto gaf síðustu plötu tríósins, Long Pair Bond, fimm stjörnur. 78 dægurmál Helgin 30. mars-1. apríl 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.