Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.05.2012, Page 39

Fréttatíminn - 11.05.2012, Page 39
Helgin 11.-13. maí 2012 grilltíminn 7 Þ að kemur tár á hvarm grillguðanna í hvert sinn sem notaður er álpappír til að grilla mat úti. Vissulega er álpappír þarfaþing og frábær til þess að gufusjóða grænmeti eða annað í eigin safa. En margir lifa í þeirri blekkingu að álpappír sé ómissandi á grillið hvort sem elda á steik eða kart- öflu. Þeir vilja meina að maturinn brenni síður og þar fram eftir götunum. Sannleikurinn er hins vegar sá að matur brennur allt eins í álpappír auk þess að þegar grillið er tekið fram viljum við reykinn, brún- ar rendur og allt hitt sem fylgir því að elda mat úti. Auðvitað án þess að rústbrenna hann. Þess vegna er svo mikilvægt að tileinka sér kúnstina að grilla við beinan og óbeinan hita. Alveg sama hvort notast er við gas-eða kolagrill. Með óbeinum hita er átt við að elda mat ekki yfir loganum. Ef það sem grilla skal hitnar ekki í gegn á þremur til fimm mínútum á hvorri hlið þarf að elda það fyrst yfir loganum og færa það svo yfir á annan stað í grillinu þar sem loginn er ekki undir og loka svo grillinu. Þar með er búið að gera útiofn sem sér um að elda matinn í gegn án þess að brenna hann. Á uppskerutíma er maisstöngull svo gott sem sérhannaður á grillið frá náttúrunnar hendi. Þá er ekki verið að tala um frosna stöngla í poka (þótt þeir séu ágætir líka) heldur ferska stöngla sem enn eru í hýð- inu. Stöngullinn kemur beinlínis vafinn inn í grillumbúðir sem koma algerlega í veg fyrir að hann brenni. Slíka skal grilla yfir eldinum við miðlungshita í 25-30 mínútur, löðra svo í smjöri og kaffæra þá stöngulinn í ostdufti blönduðu með mexíkósku kryddi og háma í sig safarík og fersk kornin. Ef enginn er ferskur stöngullinn í búðinni en löngunin í stöngul er öllu sterkari er bara að afþíða einn frosinn og grilla hann í 10-15 mínútur. Passa að snúa honum reglulega og láta hann svo vaða í smérið og áður- nefnda kryddblöndu. Félag íslenskra teiknara stóð fyrir Íslensku hönnunarverðlaununum sem veitt voru nú á dögunum. Í flokki umbúða og pakkninga var hönnun á Viking Classic-bjórnum veitt sérstök viðurkenning. Classic bjórinn hefur meiri fyllingu og dekkri lit en hinn hefðbundni ljósi lagerbjór, bruggað- ur úr pilsner-malti en að auki eru í honum þrjár gerðir af dekkra malti sem gefa örlítið sætu- kenndan karamellukeim í bragðið. Hann er létt humlaður með væga beiskju sem leyfir maltinu að njóta sín. Sigurður Oddsson hannaði umbúðirnar sem hafa ekki síður vakið athygli. „Umbúðirnar eru innblásnar af Art Deco-stíl og vísa í gamlan tíma.“, segir Sigurður en hann vinnur sem hönn- uður á auglýsingastofunni Jónsson & Le’macks. Víking Classic fæst í vínbúðum ÁTVR í Skeif- unni, Kringlunni og Heiðrúnu á Stuðlahálsi auk nokkurra vínbúða á landsbyggðinni. Álið er ekki alltaf málið Fullkominn grillstöngull Víking Classic fær viðurkenningu

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.