Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.06.2012, Qupperneq 14

Fréttatíminn - 01.06.2012, Qupperneq 14
G eir H. Haarde var fjármálaráðherra, utan-ríkisráðherra og forsætisráðherra. Hann var formaður þingflokks, varaformaður og formaður Sjálfstæðisflokksins, formaður í utan- ríkismálanefnd, forseti Norðurlandaráðs og varaforseti Alþjóðaþingmannasambandsins. Síðustu tvö árin hafa hins vegar ein- kennst af bið meðan á landsdómsmálinu stóð. En nú hefur Geir hafið störf hjá OPUS lögmönnum í Austurstræti þar sem hann mun veita ráðgjöf í alþjóð- legum verkefnum. Nýr kafli er því að hefjast í hans lífi, nýr kafli utan stjórn- málanna þar sem Geir hefur lifað og hrærst undanfarna áratugi. Þann 25. mars 2009 hélt Geir kveðju- ræðu sína á Alþingi eftir 22 ára þingmennsku. Tæpum tveimur mánuðum fyrr hafði hann tilkynnt um þá ákvörðun sína að láta af for- mennsku í Sjálfstæðisflokknum og segja skilið við stjórnmálin. Ástæðan var ill- kynja æxli, krabbamein, í vélinda. Geir var heppinn, því fyrir árvekni lækna á Landspítalanum greindist æxlið snemma en vélindakrabbamein getur verið mjög alvarlegt sökum stað- setningar. Geir segist ekkert hafa fundið fyrir því að hætta svona skyndilega í pólitík þó svo að hann hafi fundið fyrir ákveðnum tóm- leika síðar. „Ég tók ákvörðun um að hætta í pólitík vegna þessara veikinda, annars hefði ég haldið áfram og setið þá í stjórnarand- stöðu eftir að mál skipuðust eins og þau gerðu,“ segir hann. Heppinn hversu snemma æxlið uppgötvaðist Geir var rúmt ár í krabbameins- meðferð, frá febrúar 2009 og fór hún að mestu fram í Amsterdam í Hollandi. „Ég er ekkert á leið til Amsterdam í bráð,“ segir Geir og hlær. „Ég fór fimm sinnum þangað á þessu tímabili og fékk alveg nóg af því í bili þó að það sé skemmtileg borg.“ Aðspurður segir hann að í þessu tiltekna, mjög sérhæfða dæmi, hafi bestu sérfræðingana verið að finna í Hol- landi. „Svona tilfelli, nákvæmlega eins og ég var með, eru sjaldgæf og kalla á mjög sérhæfða meðferð. Læknirinn sem var með mig gerir ekki neitt annað og hafði áður fengið tvo Íslendinga til sín. „Ég var heppinn hversu snemma þetta uppgötvaðist og það var hægt að grípa inn í með þess- um hætti (án skurðaðgerðar),“ segir Geir. „Þetta heppnaðist hundrað prósent.“ Aðspurður játar Geir því að það hafi verið skrítið að vera allt í einu kominn með svona mikinn frí- tíma eftir að hafa unnið myrkranna á milli árum saman. „Og, svo hættir síminn að hringja og annað er eftir því. Mér skilst á öðrum sem hætt hafa skyndilega í því sem þeir hafa verið að gera að þeir upplifi þetta með svipuðum hætti. En það er ekkert verri tilvera.“ Hann segist feginn að landsdómsmálið sé að baki. „Ég tel að ég hafi haft þar nánast fullan sigur. Ég var sýknaður af öllu því sem varðaði orsakir bankahrunsins en fékk minniháttar sakfellingu fyrir atriði sem dómararnir töldu ekki merkilegra en svo að það tæki því ekki að refsa fyrir það. Ég tel hins vegar að þessi sakfelling byggi á mjög nýstár- legri túlkun á viðkomandi atriði í stjórnarskránni, enda voru dómararnir ekki sammála um þessa niður- stöðu,“ segir hann. „En aðalatriðið í málinu er það að af sex ákæru- liðum var fyrst tveimur vísað frá af Landsdómi sem ótækum og ég var síðan sýknaður af hinum efnis- atriðunum. Þannig að mér líður auðvitað vel með það. Síðan var mér dæmdur hæsti málskostnaður í sögunni sem er líka til marks um hug dómaranna til ákæruatriðanna. En þetta hefur tekið tvö ár úr lífi mínu sem ég hafði ekki hugsað mér að eyða í þetta.“ Alþingi ófært að fara með ákæruvaldið Geir telur að landsdómsmálið hafi leitt mjög margt í ljós og meðal annars það að Alþingi sé fullkomlega ófært um að fara með það ákæruvald sem það hefur. „Það er nítjándualdar fyrirbrigði að kjósa dómara pólitískri kosningu á löggjafasamkomunni eins og gert er varðandi Landsdóm. Síðan varð það dæma- lausa hneyksli eftir ákvörðun Alþingis, að þáverandi forseti landsdóms óskaði eftir því við dómsmálaráð- herrann, sem var aðili málsins og einn af ákærendun- um, að hann beitti sér fyrir lagabreytingum varðandi umgjörðina um landsdóm og að þingmeirihlutinn sæi til þess að koma slíkum breytingum í gegn. Þetta misheppnaðist að vísu, en söm var gjörðin,“ segir Geir. „Og í millitíðinni var mér neitað um verjanda en leitað til saksóknara Alþingis um tiltekin atriði varðandi umrætt frumvarp og jafnframt um hæfi þess manns sem ég óskaði eftir að yrði skipaður verjandi minn. Ég á öll gögn um þetta í fórum mínum. En um síðir áttuðu menn sig á því að þetta voru ekki eðlileg vinnubrögð.“ „Ég held reyndar að tilgangurinn með þessu hafi ekki verið sá að klekkja á mér, heldur að reyna að koma lagarammanum um Landsdóm í eðlilegri búning en það var óeðlilegt að gera það eftir að málið var hafið. Enginn held ég að hafi áttað sig betur á þessu heldur en Ögmundur Jónasson þá dóms- málaráðherra. Hann hefur reyndar komið fram opinberlega með myndarlegum hætti og lýst því yfir að hann hafi gert mikil mistök í þessu máli frá upp- hafi. Ég met það mikils við hann. Við erum gamlir vinir, við Ög- mund- ur, og höfum talað saman eftir þetta en því miður hafa ekki allir gengið jafn hreint til verks og hann og viður- kennt sín mistök í þessu máli.“ Spurður hvort hann sakni þess að einhverjir biðji hann afsökunar sem eru ekki búnir að gera það svar- ar hann: „Maður gerir mismiklar kröfur til fólks og þeir sem á annað borð gátu látið sig hafa það að fara út í svona málarekstur hafa líklega fæstir dómgreind til þess að biðja mann afsökunar á því. En vissu- lega stóðu menn að þessari málshöfðun af ólíkum ástæðum. Einhverjir voru uppfullir af heift út í mig og hatri á Sjálfstæðisflokknum en aðrir létu draga sig á asnaeyrunum af hreinum kjánaskap.“ Búinn að vera svo lengi í þagnarbindindi Viðbrögð Geirs við dómnum vöktu athygli. Hann talaði við fjölmiðla á tröppum Þjóðmenningarhússins stuttu eftir uppkvaðninguna og virtist mjög reiður og taldi sig hafa verið órétti beittan. Þegar hann er spurður hvort hann telji það hafa verið rangt af sér að sýna þessi viðbrögð svarar hann: „Ég snöggreiddist vegna þess að ég var svo hissa á sakfellingunni. En ég var líka búinn að vera lengi í þagnarbindindi. Ég held að það geti nú allir skilið slík viðbrögð við svona tækifæri. Auðvitað vann ég sigur í málinu þó svo að það hafi kannski ekki komið nógu vel fram hjá mér þarna á þessu augnabliki. Fólk er ekkert vant að sjá mig skipta skapi,“ segir Geir og brosir. „Það sagði við mig maður: „Það kom einhver nýr Geir þarna niður tröppurnar, sem við höfum aldrei séð áður“. Ég sagði við hann og hló: „Það er nú bara Inga Jóna sem þekkir þennan Geir. En sami maður sagði líka við mig: Niðurstaðan var fyrir þig eins og 10-1 sigur í fótboltaleik og þú þrasaðir yfir því að markið sem þú fékkst á þig væri rangstöðumark! Ég held þetta sé ágæt lýsing á málinu.“ Geir segir að málið hafi reynst fjölskyldunni erfitt. „Ég held miklu erfiðara en fyrir mig. Ég er öllu vanur og er kominn með mikinn og þykkan skráp eftir öll þessi ár. Og auðvitað Inga Jóna líka, við erum búin að standa saman í blíðu og stríðu í meira en aldar- fjórðung. En þetta hefur áhrif á þá sem yngri eru, það er enginn vafi á því, og svo er fólk misjafnlega af Guði gert til að ganga í gegnum svona mótlæti. Elstu barnabörnin eru líka orðin nógu stór til að fylgjast með.“ Bolabrögðum beitt Þegar Geir er spurður að því hvað það hafi verið við landsdómsmálið sem reyndist honum erfiðast svarar hann: „Ég var óskaplega hissa, þegar ég fylgdist með atkvæðagreiðslunni í þinginu í september 2010, á sumu fólki þarna. Það var auðvitað undarlegt að sjá gamla samstarfsmenn og jafnvel gamla vini haga sér svona. Hið sama er að segja um þegar tillaga um afturköllun málshöfðunar kom til afgreiðslu. Þar var beitt miklum bolabrögðum því það var ekki lengur þingmeirihluti fyrir þessari málshöfðun, það lá alveg fyrir. Auðvitað hefur allt þetta valdið manni vonbrigðum og fleiri atriði við rekstur málsins sem hafa farið úrskeiðis. Mönnum varð illilega á í messunni framan af í þessu máli. Þó það hafi kannski ekki verið ætlunin þá bitnaði allt slíkt á mér og mínum réttind- um.“ Snöggreiddist eftir tveggja ára þagnarbindindi Geir Haarde er ekki á leið til Amsterdam í bráð en hann fór fimm sinnum þangað á einu ári á meðan á krabbameinsmeðferð hans stóð. Hann er nú læknaður. Hann sýndi nýja hlið á sér á tröppum Þjóðmenningarhúss- ins eftir dóm Landsdóms – segist hafa snöggreiðst eftir tveggja ára þagnarbindindi. Hann sagði Sigríði Dögg Auðunsdóttur að pólitíkin hafi gefið sér mikið, meira að segja sjálfa eiginkonuna. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@ frettatiminn.is 14 viðtal Helgin 1.-3. júní 2012
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.