Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.06.2012, Blaðsíða 22

Fréttatíminn - 01.06.2012, Blaðsíða 22
festingarsynjunar forseta er ekki háð þessum takmörkunum og því þótti Stjórnlagaráði rétt að halda því inni. Forseta ber hins vegar í frum- varpi Stjórnlagaráðs að rökstyðja slíka ákvörðun og tilkynna Alþingi um hana. Þrátt fyrir þessa heimild er mál- skotið augljóslega að mestu fært frá forseta til þjóðarinnar þegar tíu pró- sent kjósenda öðlast rétt til að vísa almennum málum í þjóðaratkvæða- greiðslu. Stjórnarmyndun Við núverandi skipulag er hefð fyrir því — sem einkum byggir á danska fyrirkomulaginu sem nú gengur undir nafninu drottningarrúnturinn — að forseti veiti þeim stjórnmála- foringja stjórnarmyndunarumboð sem líklegastur er til að geta mynd- að ríkisstjórn með stuðningi meiri- hluta þingmanna. Þrátt fyrir þessa óskrifuðu hefð er Ísland eftir sem áður hefðbundið þingræðisríki. Stjórnlagaráði var raunar í mun að hnykkja á þingræðisreglunni og færa stjórnarmyndunina inn í þingið svo að hvergi færi á milli mála að ríkisstjórn yrði að styðjast við meiri- hluta þings. Í tillögum Stjórnlagaráðs er þing- ræðisreglan formgerð í því að þing- menn kjósi forsætisráðherrann með beinum hætti, sbr. 90. gr. For- sætisráðhera er því sá sem þingið vill helst hafa í því embætti. For- sætisráðherrann skipar svo aðra ráðherra. Hér er einkum farið að fyrir- myndum úr finnsku, þýsku og sænsku stjórnarskránum. Um leið fellur niður 15. gr. núgildandi stjórnarskrár, þar sem segir að for- seti skipi ráðherra, veiti þeim lausn, ákveði tölu þeirra og skipti störfum með þeim. Niðurstaðan varð sú að forseti fengi það hlutverk að leggja fram tillögur um forsætisráðherra og að skipa hann í embætti eftir að hann hefur verið rétt kjörinn á Alþingi. Í þessu ferli er forseti í hlutverki verkstjóra. Rækilega er girt fyr- ir það að forseti geti farið út fyrir vilja þingsins með þessum málslið: „Verði sú tillaga ekki samþykkt fer fram kosning í þinginu milli þeirra sem fram eru boðnir af þingmönn- um, þingflokkum eða forseta Ís- lands. Sá er flest atkvæði hlýtur er rétt kjörinn forsætisráðherra.“ Fari forseti út fyrir vilja þingsins getur hvaða þing maður sem er stungið upp á forsætisráðherra og þannig komist framhjá tillögu forsetans. Forsetinn getur því ekki gengið á svig við vilja þingsins. Það veit hann fyrirfram og því er ekki hægt að sjá fyrir annað en að forseti leggi til þann sem þingið hefur komið sér saman um. Eins og í Finnlandi og Þýskalandi verður forseti hér ein- vörðungu í verkstjórnarhlutverki — og ef til vill sem sáttasemjari — en ræður vitaskuld engu um það hver verður forsætisráðherra. Sú ákvörð- un í er í höndum þingsins eins og vera ber í þingræðisríki. Með afnámi þess fyrirkomulags að forseti veiti sérstakt stjórnar- myndunarumboð geta kjósendur gert beina kröfu á stjórnmálaflokk- ana, að þeir lýsi því fyrirfram með hverjum þeir vilji mynda stjórn eftir kosningar. Skipun æðstu embættismanna Forsetinn fær tvö ný hlutverk í frumvarpi Stjórnlagaráðs. Annars vegar að staðfesta skipun dómara og ríkissaksóknara og svo að skipa formann sérstakrar nefndar sem hefur með höndum ráðningu æðstu embættismanna ríkisins. Í skýringum með frumvarpi Stjórn- lagaráðs segir að ætlunin sé að for- seti fái „sjálfstæðan málskotsrétt á gildi skipunar embættismanna til Alþingis“. Ráðherrum verður skylt að bera skipun dómara og ríkis- saksóknara í embætti undir for- seta til staðfestingar. Telji forseti ráðninguna ómálefnalega — og þar með ekki gilda — getur hann synj- að henni staðfestingar. Ákvörðunin gengur þá til Alþingis sem þarf að staðfesta hana með 2/3 greiddra atkvæða. Forseti er hér í hlutverki eins konar lýðræðisvarðar hvað varðar skipun framkvæmdarvalds- ins í dómsvaldið, hefur með hönd- um neikvætt staðfestingarhlutverk, ekki jákvætt . Samkvæmt frumvarpi Stjórnlaga- ráðs er skipun á formanni þessar- ar nefndar eina staðan sem forseti skipar sjálfstætt í en í embætti for- sætisráðherra skipar forseti þann sem réttkjörinn er á Alþingi í kjölfar stjórnarmyndunar. Vandræðabarnið Að mörgu leyti hefur forsetinn verið vandræðabarn íslenskrar stjórnskipunar. Embættið er enda óvenjulegt í vestrænni stjórskipan. Hlutverk þess helgast af sögu og hefðum sem eiga rætur að rekja til stöðu Íslands gagnvart Danmörku en á sér ekki beinar hliðstæður í ná- grannalöndunum. Staða forsetans er um margt óljós í stjórnskipan- inni og hlutverk hans þvælast víða inn í valdþættina án þess að honum sé fundinn skýr staður. Fyrir vik- ið hafa orðið töluverðar deilur um stöðu forsetans, hlutverk og vald- heimildir. Vegna þessarar óljósu stöðu hafa þeir fáu einstaklingar sem gegnt hafa embættinu haft mikið pers- ónulegt rými til að móta það og þróa eftir eigin höfði — langt um- fram það sem tíðkast um önnur valdaembætti í landinu. Núgildandi stjórnarskrá er reyndar svo óskýr að innan marka hennar getur forseti í raun farið sínu fram og túlkað völd sín með eigin nefi. Óhætt er að full- yrða að vægi embættisins hafi vaxið verulega í valdatíð Ólafs Ragnars Grímssonar, sér í lagi í kjölfar virkj- unar málskotsréttarins samkvæmt 26. gr. stjórnarskrárinnar sem for- setinn hefur beitt í þrígang. Í raun réttri hefur Ólafur Ragnar Gríms- son fært forsetann frá því að vera óumdeilt sameiningartákn utan stjórnmálanna yfir í virkan geranda á miðju sviði átakastjórnmálanna. Jafnvel umfram það sem stjórnskip- an þingræðislýðveldis þolir með góðu móti. Kannski er það til marks um óljóst hlutverk forsetans í huga fólks að Hagsmunasamtök heimil- anna hafa hvatt hann til að beita sér varðandi skuldastöðu heimilanna með því að leggja fram frumvarp á Alþingi samkvæmt 25. gr. stjórnar- skrárinnar og nýlega hefur verið á hann skorað að rjúfa þing og boða til kosninga. Lengst af hefur verið litið svo á að það geti hann ekki nema með atbeina ráðherra. En skipist veður svo í lofti í ís- lensku samfélagi að Alþingi og ríkisstjórn séu trausti rúin er ekki með öllu útilokað að vinsæll forseti geti nýtt sér slíkt ástand og virkjað ýmis ákvæði stjórnarskrárinnar um valdheimildir sem hingað til hafa aðeins verið talin formlegar og í raun í höndum ráðherra. Eins og að framan greinir eiga þessi ákvæði rætur í valdamiklum konungi nítjándu aldar og við virka beitingu þeirra, án atbeina ráð- herra, væri stjórnskipunin vitaskuld öll komin á slig. En vandi núgild- andi stjórnarskrár er að í upplausn- arástandi gæti forseti hreinlega tek- ið völdin af ríkisstjórn. Komist hann að endamörkum gæti hann reynst eins og peðið sem breytist drottn- ingu og nær allt í einu lykilstöðu á taflborði valdanna. Niðurstaða A llt frá lýðveldistökunni á Þingvöllum, 17. júní 1944, hefur embætti forseta Ís- lands verið til umfjöllunar. En staða forsetans í stjórnskipun landsins hefur að mörgu leyti hefur verið óljós og í raun ákvörðuð af þeim sem embættinu gegnir hverju sinni. Einn vandinn við að greina stjórn- kerfi er að eldri stjórnarskrár, sem urðu til við hægfara umskipti frá einveldi til fulltrúalýðræðis, end- urspegla ekki nægjanlega vel þá stjórnkerfisbreytingu sem orðið hafði eftir að nýtt lýðræðiskerfi festist í sessi. Í sumum þeirra eru konungar og aðrar eftirlegukindur hins horfna einveldis sagðir fram- kvæma ýmsar stjórnarathafnir sem þeir hafa ekki lengur með höndum. Slíkt leppsorðalag var notað til að raungera breytinguna frá einveldi til lýðræðis á borði án þess þó að segja það beint í orði. Í stað þess að skrifa breytinguna hreint út er sagt að ráðherrar fari með vald þjóðhöfð- ingjans. Þaðan kemur sú arfleifð í íslensku stjórnarskrána að forseti er sagður fara með ýmis völd sem í raun eru í höndum ráðherra; svo sem að skipa ráðherra, ákveða tölu þeirra og skipta með þeim verkum (15. gr.), veita embætti (20. gr.), leggja fyrir Alþingi frumvörp til laga og annarra samþykkta (25. gr.), gefa út bráðabirgðalög (28. gr.), gera þjóðréttarsamninga við önnur ríki (21. gr.), fella niður saksókn vegna afbrota, náða menn og veita upp- gjöf saka (29. gr.) auk þess að veita undanþágur frá lögum samkvæmt reglum sem farið hefur verið eftir hingað til (30. gr.). Stjórnarskrá- in færir forsetanum þannig ýmis völd sem hún svo kippir til baka í greinum þar sem segir að forseti sé ábyrgðarlaus af stjórnarathöfnum (11. gr.) og að forseti láti ráðherra framkvæma vald sitt (13. gr.). Að formi til endurspeglar núgild- andi stjórnarskrá enn þessa gömlu togstreitu — á milli einvaldsins og fulltrúa fólksins og er af þessum sökum óþægilega þvælin um hlut- verk forsetans sem sagður er fara með ýmis verk sem hann sann- arlega sinnir ekki. Og getur ekki sinnt í þingræðisríki. Í þingræðis- lýðveldum fer fjölskipuð ríkisstjórn með framkvæmdarvaldið í umboði þings en forseti gegnir áfram hlut- verki þjóðhöfðingja án þess þó að vera eiginlegur hluti af hinu dag- lega pólitíska valdavafstri. Þjóðhöfðinginn Þegar meta skal stöðu forsetaemb- ættisins í tillögum Stjórnlagaráðs þarf að líta til fjögurra þátta. Í fyrsta lagi til formlegra tengsla við vald- þættina, í öðru lagi til breytinga á málskoti til þjóðarinnar, í þriðja lagi til aðkomu að stjórnarmyndun og í fjórða lagi til hlutverks hans sem öryggisventils við skipun dómara og æðstu embættismanna. Í lýðveldisstjórnarskránni er for- seti talinn upp sem handhafi bæði löggjafar- og framkvæmdarvalds. En þó svo að konungar séu víða taldir upp meðal handhafa lög- gjafarvalds er fátítt í stjórnarskrám nágrannalandanna að þjóðkjörinn forseti sé talinn til löggjafarvalds — raunar er Grikkland, auk Íslands, eina landið um slíkt í Evrópu. Í sam- ræmi við það er forseti því í frum- varpi Stjórnlagaráðs aðeins talinn til handhafa framkvæmdarvalds, enda óumdeilt að Alþingi fer í reynd með löggjafarvaldið og ljóst að for- seti fer í raun aðeins með stjórnar- athafnir. Sú tilhögun hvílir einnig á þeirri breytingu að ekki þarf leng- ur atbeina forseta við framlagningu stjórnarfrumvarpa. Þá lítur Stjórn- lagaráð svo á að staðfesting forseta á lögum frá Alþingi sé í raun fram- kvæmdarvaldsathöfn, enda frestar staðfestingarsynjun ekki gildistöku laga heldur vísar þeim í þjóðarat- kvæðagreiðslu. Í frumvarpi Stjórnlagaráðs er forseti berum orðum sagður þjóð- höfðingi lýðveldisins (76. gr.) en nú- gildandi stjórnarskrá er þögul um þá stöðu. Í kosningakerfi Stjórn- lagaráðs forgangsraða kjósendur forsetaframbjóðendum á kjörseðli sem tryggir raunverulegt þjóðkjör forseta í þeim skilningi að meiri- hluti kjósenda standi að baki kjöri forseta. Sú breyting styrkir hann í sessi sem raunverulegan þjóðhöfð- ingja Íslendinga. Í ljósi þess markmiðs Stjórnlaga- ráðs að skýra raunverulegt hlut- verk forseta eru ýmis óþörf ákvæði í núgildandi stjórnarskrá felld brott. Ríkisráð, samráðsvettvangur for- seta og ríkisstjórnar, er talið úrelt og er því lagt niður í tillögum Stjórn- lagaráðs. Við afnám leppsorðalags lýðveldisstjórnarskrárinnar og með því að ráðherrar taka í frumvarpi Stjórnlagaráðs nær allar stjórn- valdsákvarðanir og bera á þeim ábyrgð, er ákvæðið um að forseti sé ábyrgðarlaus af stjórnarathöfnum fellt brott. Málskotið Fullyrða má að engin grein lýð- veldisstjórnarskrárinnar hafi verið jafnumdeild og sú 26. sem kveður á um málskot forseta til þjóðarinnar. Ákvæðið er enda óvanalegt. Þar sem málskotsréttur er til staðar er hann yfirleitt bundinn ýmsum skilyrðum. Í Danmörku var réttur konungs til að synja lögum staðfest- ingar felldur niður árið 1953 og mál- skotsrétturinn færður til þriðjungs þingmanna Sú leið var einnig rædd í Stjórnlagaráði en að lokum varð niðurstaðan sú að tíu prósent kjós- enda gætu vísað nýsamþykktum lögum Alþingis í þjóðaratkvæða- greiðslu. Í Stjórnlagaráði fór fram mikil umræða um það hvort forseti ætti við þá breytingu einnig að hafa slíkan málskotsrétt því erfitt væri að sjá fyrir sér að forseti myndi vísa lögum í þjóðaratkvæðagreiðslu sem tíundi hluti kjósenda hefði ekki séð ástæðu til að gera að eigin frum- kvæði. Niðurstaðan var eigi að síður sú að ástæðulaust væri að hrófla við málskotsrétti forseta enda yrði hann án þeirra takmarkana sem er á málskoti að frumkvæði kjósenda. Í 67. gr. frumvarps Stjórnlagaráðs segir að mál sem lagt er í þjóðar- atkvæðagreiðslu skuli varða al- mannahag. Á grundvelli þeirra sé „hvorki hægt að krefjast atkvæðagreiðslu um fjárlög, fjáraukalög, lög sem sett eru til að framfylgja þjóðrétt- arskuldbindingum né heldur um skattamálefni eða ríkisborgara- rétt“. Málskot á grundvelli stað- Hlutverk forseta í frumvarpi Stjórn lagaráðs 22 stjórnskipan Helgin 1.-3. júní 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.