Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.06.2012, Side 30

Fréttatíminn - 01.06.2012, Side 30
VELKOMIN Á BIFRÖST Laganám með tengingu við rekstur Nám í viðskiptalögfræði er það eina sinnar tegundar hérlendis. Áhersla er lögð á að nemendur fái þekkingu á viðskiptum og lögfræði og að þeir öðlist skilning á samfélagi sínu og umhverfi. Við kennum nemendum að taka ákvarðanir, vinna með fólki og fást við raunveruleg verkefni. Á Bifröst gefst nemendum einnig kostur á að ljúka námi á skemmri tíma þar sem sumarnám er hluti reglulegs náms. Viðskiptalögfræði við Háskólann á Bifröst er sett saman úr greinum á sviði lögfræði, viðskiptafræði og rekstrarfræði. Opið fyrir umsóknir til 15. júní á bifrost.is um að þetta færi með þennan fína ásetning þeirra, að þau ætluðu að snúa við blaðinu. Sem síðan kom svo í ljós,“ segir Ásthildur. „Ég gerði allt sem ég gat, reyndi að fá fangelsisdómnum breytt í samfélagsþjónustu, það tókst ekki, ég reyndi að fá hana náðaða og loks barðist ég fyrir því að hún fengi að hafa barnið sitt hjá sér á meðan hún sæti inni.“ Jóhanna fékk 15 mánaða dóm fyrir innbrot og þjófnað. Hún átti að hefja afplánun í ágúst, en þá var Úlfur fimm mánaða. „Í fyrstu fékk hún synjun um beiðni okkar að hafa barnið sitt hjá sér í Kvennafangelsinu en við gáfumst ekki upp.“ Ásthildur hafði betur í þetta sinn og Úlfur fékk að vera hjá mömmu sinni í fangelsinu en fór til ömmu sinnar og pabba í fríum. „Ég get ekki skilið þetta system sem er svona mannfjandsamlegt – og þetta er kallað betrunarvist! Þeim hefði ekki verið nær að sjá í gegnum fingur sér. Hún var hér hjá mér, hún var í eftirliti og í öruggum höndum. Barnið var hjá mér. Held- urðu að ekki hefði verið nær að hafa hana í samfélagsþjónustu þó þetta hefðu verið 15 mánuðir? Þetta var svo vitlaust sem engu tali tekur,“ segir Ásthildur og henni er mikið niðri fyrir. Dregin út úr nýju lífi sínu „Þessi framkoma gagnvart þeim varð til þess að þau misstu allt sjálfstraust. Upp úr þessu fóru þau aftur í neyslu og sambandið stóðst ekki þetta álag. Ef þau hefðu fengið að vera hér með barnið, ég var ábyrgðarmaður fyrir þeim, þá hefðu þau fallið sjálf ef þau hefði fallið. Þá hefði það ekki verið kerfið sem ýtti þeim út í neysluna aftur. Þau voru dregin út úr þessu nýja lífi sínu, hvort á eftir öðru, fyrst hann, síðan hún. Þau áttu aldrei von. Ekki í þessari umferð. Ekki þau saman.“ Ásthildur hefur sterkar skoð- anir á úrræðum fyrir fíkla. „Það er svo rangt að dæma alla fíkla til að þurfa að afplána refsingu sína í fangelsi, það er svo röng hugsun og vitlaus. Það þýðir ekki að byggja ný fangelsi, við verðum að fara að bjóða upp á úrræði eins og lokaðar meðferðarstofnanir eins og gert er í löndunum í kringum okkur. Við þurfum að hjálpa fíklum í stað þess að refsa þeim. Það þarf að bjóða upp á lokaða meðferð í staðinn fyrir fangelsisvist. Þetta varðar allt samfélagið, ekki síst almenning sem verður fyrir innbrotunum. Ég er alveg viss um að mest af inn- brotum séu stunduð af krökkum sem eru að fjármagna neyslu, sum eru jafnvel gerð út af dílerum sem þau skulda peninga. Svo myndast tengsl í fangelsunum – hver bíður eftir þér þegar þú svo kemur út? Það eru þessir menn, þetta fólk sem stjórnar þessu.“ Andlitslausi óvinurinn Hún talar um andlitslausa óvininn sem útvegar fíklinum efnin. „Hann er verstur. En kerfið er líka vont. Ekki fólkið sem vinnur í kerfinu, heldur kerfið sjálft, þetta kerfi þar sem þú grípur bara í tómið. Þar er enginn fyrir þig. Það þarf að vera einhver aðili sem sinnir foreldrum í svona málum svo maður geti leitað til einhvers sem segir: „Við skulum sjá hvað er hægt að gera, við skul- um tala við þennan og þennan.“ Svo eru foreldrarnir orðnir svo brotnir og hugsa ekkert rökrétt, þetta verður eitthvað fálm út í loftið.“ Þegar Ásthildur er beðin um að lýsa því hvernig það sé að eiga barn í neyslu segir hún: „Við verðum að skilja að fíkillinn er ekki barnið okkar. Við verðum að greina þarna á milli. Við höfum ekkert til að skammast okkar fyrir. Það er búið að búa til þetta dýr sem heitir fíkill sem við ráðum ekkert við. Fíkillinn er eitthvað sem var búið til af ein- hverjum sem var að reyna að græða á honum. Og það er hræðilega erfitt. Fíkillinn virðir engar reglur, vakir á nóttunni og ranglar kannski um húsið meira og minna meðvitund- arlaus. Hann var aldrei ofbeldis- maður, sem betur fer, sumir fara þá leiðina líka, sem er hræðilegt. Júlli var svo mikill öðlingur, skrökvaði aldrei að manni og játaði alltaf. Svo kannski hvarf hann, týndist í ein- hverjar vikur og maður vissi ekkert hvar hann var. Þetta er svo tætandi. Það er líka svo tætandi að vita að hann sé í því að brjótast inn og taka hluti ófrjálsri hendi. Þá kemur skömmin yfir því að geta ekkert gert. Svo er annað í þessu, það að barnið manns er í neyslu inni á heimilinu og maður veit af því, en maður getur ekkert gert. Við erum alveg bjargarlaus, foreldrarnir. Við getum ekki hringt í lögregluna því þá yrði barnið manns bara hand- tekið og sett í fangelsi sem er engin lausn.“ Biðin erfiðust Ásthildur segir biðina einna erf- iðasta. „Biðin, þegar barnið manns vill fara í meðferð og það er hvergi pláss. Ýmist eru lokaðar dyr eða ekki hægt að taka inn fíkil sem er svo langt leiddur án þess að hann sé búinn að fara í afeitrun, til dæmis á geðdeild. Fíkill hleypur ekkert inn í meðferð. Maður óttast að hann hætti við og láti sig hverfa meðan hann er að bíða.“ Ásthildur segir að þessu fylgi endalaus tætingur. „Það er aldrei talað um þetta, þennan sársauka sem er allt í kringum fíkilinn. Það er litið á fíkilinn sem eitthvað ein- angrað fyrirbæri og þeir eru varla taldir hluti af mannlegu samfélagi, eru nánast réttlausir. En í kringum þá eru foreldrar og jafnvel börn, ömmur og afar og systkini, sem þjást fyrir meðferðina á fíklinum. Það er kannski heil fjölskylda að bíða eftir því að fíkillinn komist í meðferð þegar hann loksins ákveður að fara í meðferð. Þetta á ekki að vera spurning um peninga. Það er dýrt að hafa fíkla á götunni, svo er líka dýrt að missa þetta fólk. Það vantar eitthvað þarna inn í kerfið sem þarf að skoða. Það vantar þarna inn einhvern hlekk er þess valdandi að hér sit ég með sár í hjarta,“ segir Ásthildur og lyftir upp sálmaskránum frá útförum Júlíusar og Jóhönnu. „Og þau eru ekki þau einu. Þau misstu sjálf vini vegna neyslu. Tveir herbergisfélagar Jóhönnu létust og önnur vinkona hennar hengdi sig. Auðvitað hefur þetta áhrif á þau, greyin, þetta er ekkert líf. Og þeim er ekki leyft að komast upp úr þessu.“ Hún segir mikla fordómar ríkjandi gagnvart fíklum í samfé- laginu. „Þetta er eins og í gamla daga, ef vitnaðist að manneskja hefði þjáðst af geðsjúkdómi þá missti hún vinnuna. Sama gerðist með eyðnisjúklinga fyrst eftir að sá sjúkdómur uppgötvaðist. Ef kemst upp að einhver hafi náð sér upp úr dópneyslu þá er honum ekki treyst.“ Aðspurð segist hún aldrei hafa fundið fyrir fordómum gagnvart því að vera móðir fíkils. „Öllum þótti vænt um Júlla og hans síðustu ár voru allir búnir að fyrirgefa og gleyma því sem hann gerði þegar var sem lengst leiddur. Hann var alltaf að þakka mér fyrir: „Mamma ég væri löngu dáinn ef þú hefðir ekki staðið við bakið á mér.“ Nei, ég fann ekki fyrir fordómum. Það er kannski öðruvísi í svona litlu samfé- lagi þar sem fólk þekkist vel. Það er hins vegar þessi skömm sem maður ber sjálfur í brjóstinu, að geta ekki ráðið við þetta. Sérstaklega ef börnin manns gera eitthvað af sér, að þurfa að takast á við það.“ Ásthildur bendir á að það séu engir kröfuhópar í samfélaginu sem berjast fyrir málstað fíklanna. „Annað hvort eru foreldrarnir svo brotnir að þeir hafa ekki orku eða finnst þetta svo leiðinlegt að þeir vilja bara loka augunum. En það megum ekki gera.“ Banameinið skiptir ekki máli Júlíus lést 28. september 2009. Hann var fertugur. Ásthildur segir að síðustu árin hans hafi verið góð. Hann hafi kynnst yndislegri konu og eignast með henni son. Sá var einmitt staddur hjá ömmu sinni þetta síðdegi. Hann er sex ára pjakkur, Sigurður Dagur, sem naut þess augljóslega til hins ítrasta að leika í ævintýraveröld ömmu í „Kúlunni“. Með honum var vinur hans sem langaði mest af öllu að fá að vaða í tjörninni með fiskunum. „Farið heldur út á lóð og sullið í læknum,“ stakk amman upp á. Vin- irnir gripu þá hugmynd glaðir á lofti og hurfu í skamma stund en komu síðan aftur inn, þá á nærfötunum einum klæða, útataðir í drullu, hæstánægðir. „Amma, við þurfum að fara í sturtu,“ tilkynnti pjakkur- inn. Amman brosti. „Farið fyrst út og skolið það mesta af ykkur.“ Júlíus lést í íbúð sinni á Ísafirði en fannst ekki fyrr en sennilega tveimur dögum eftir að hann dó. „Ég veit ekki alveg hvað gerðist. Ég hitti hann hjá pabba mínum dag- inn áður en hann dó en Júlli hafði séð um afa sinn og keyrði hann þangað sem hann þurfti að komast og fékk stundum lánaðan bílinn. Pabbi hringdi í mig kvöldið eftir og sagði mér að Júlli hefði fengið lánaðan bílinn en hann hefði ekki skilað honum. Það var mjög ólíkt Júlla. Hann var sjálfsagt kominn í óreglu þegar þetta gerðist. Það var búið að segja honum upp íbúð- inni og hann var búinn að taka til fullt af dóti fram á stigagang. Svo keyrði ég framhjá blokkinni hans á mánudeginum og sá bílinn á planinu fyrir utan. Svo er ég hérna uppi á lóð þegar þeir koma, löggan og presturinn, og ég brjálaðist. Ég vissi nákvæmlega hvað var að ger- ast. Hann hafði fundist látinn í íbúð- inni sinni. Ég sótbölvaði og stappaði niður fótunum, vildi ekki tala við þá þótt þeir væru svo ljúfir og góðir við mig. Ég áttaði mig svo á því að það þýddi ekki að láta svona. Annars man ég þetta óljóst. Maður reynir að gleyma svona hlutum.“ Aðspurð segist hún ekki vita banameinið. „Hann var krufinn en ég hef ekki fundið þörf hjá mér til þess að leita upplýsinga um hvers vegna hann dó. Það skiptir ekki máli.“ Jóhanna lést 2. maí 2012. Hún var ekki orðin 42 ára. Hún var jörðuð í kyrrþey. Þau misstu sjálf vini vegna neyslu. Tveir herbergis- félagar Jóhönnu létust og önnur vinkona hennar hengdi sig. Auð- vitað hefur þetta áhrif á þau, greyin, þetta er ekkert líf. Og þeim er ekki leyft að komast upp úr þessu. 30 viðtal Helgin 1.-3. júní 2012

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.