Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.06.2012, Síða 34

Fréttatíminn - 01.06.2012, Síða 34
2 STYRKTARFÉLAG LAMAÐR A OG FATLAÐR A − AFMÆLISRIT 60 ÁRA SLF 1. júní 2012 Að ala upp barn er krefjandi verk- efni. Flestum börnum fylgir að minnsta kosti 18 ára ábyrgð. Sum fara frá okkur áður en þeim aldri er náð en önnur þurfa jafnvel lífs- tíðarábyrgð; börn sem fæðast fötluð eða hafa sjúkdóma sem gera það að verkum að verkefnið uppeldi og um- önnun fær aðra merkingu en felst í hefðbundnum skilningi orðsins. Einnig verða börn fyrir slysum eða fá sjúkdóma á ábyrgðartímanum sem breyta uppeldisskilyrðunum. Afrískt máltæki segir: „Það þarf heilt þorp til að ala upp barn“ – í því felst ákveðinn sannleikur sem vísar til ábyrgðar samfélagsins á uppeldi barna. Þegar barn þarf aukna að- stoð við að bæta færni sína í leik og starfi til að geta þroskast og dafnað og notið lífsins er gott að búa í sam- félagi sem hefur byggt upp þjónustu fyrir þessi börn. Styrktarfélag lamaðra og fatl- aðra, sem stofnað var af framsýnu fólki þann 2. mars 1952, hefur í 60 ár sinnt því hlutverki að styðja og styrkja við fjölskyldur fatlaðs fólks til þess að auka færni og lífsgæði. Allar götur síðan hefur félagið leit- ast við að vera vakandi fyrir nýjung- um á sviði þjálfunar og hugmynda- fræði með það að leiðarljósi að auka lífsgæði barna með skerta færni og virkni þeirra í samfélaginu eins og mögulegt er. Auk þess hefur félagið sinnt þjálfun hreyfihamlaðra sem eru orðnir eldri en 18 ára og boðið upp á sérstaka þjálfun fyrir fólk með Parkinson-sjúkdóm. Félagið rekur Æfingastöðina sem er miðstöð þjónustu og þekk- ingar í hæfingu- og endurhæfingu fyrir börn og ungt fólk. Starfsfólk hennar leggur metnað sinn í að skipuleggja úrræði fyrir notendur stöðvarinnar með það markmið í huga að efla þá og styrkja til fram- tíðar. Daglega kemur á stöðina fjöl- breyttur hópur sem fær þjálfun, örvun og ráðgjöf sem miðar að því að draga fram styrkleika hvers og eins, viðhalda þeirri færni sem er til staðar og þjálfa upp nýja færni. Starfsfólk Æfingastöðvarinnar legg- ur ríka áherslu á samstarf við aðra sem koma að þjónustu við notend- ur í samvinnu við þá og fjölskyldur þeirra. Félagið hefur rekið sumarbúðir í Reykjadal í Mosfellsbæ frá árinu 1963 en félagið rekur einnig sumar- búðir í samstarfi við Foreldra- og styrktarfélag Klettaskóla. Þær hafa undanfarin ár verði starfræktar að Laugalandi í Holtum en verða nú í ár í Barnskólanum á Eyrabakka og Stokkseyri. Sumarbúðirnar hafa ætíð notið mikilla vinsælda og eru ekki síður mikilvægar í samfélagi dagsins í dag en þær voru þegar þær voru stofnaðar. Undanfarin ár hefur aukin áhersla verið lögð á að börn með sérþarfir stundi nám í sínum heimaskóla í stað þess að fara í sér- skóla. Þetta er jákvæð þróun í átt til betra samfélags þar sem allir fá að lifa og starfa saman á eigin for- sendum. Til að virðing, vinskap- ur og væntumþykja geti skapast á milli barna óháð fötlun þurfa þau að umgangast hvert annað í samfé- lagi dagsins og því er nauðsynlegt að skólar hafi faglega burði til að taka á móti öllum nemendum sem tilheyra þeirra hverfi óháð fötlun. En fötluð börn þurfa líka að fá tæki- færi til að kynnast hvert öðru og þar koma sumarbúðirnar sterkar inn. Í sumarbúðunum hefur myndast vin- skapur á milli barna sem búa vítt og breytt um landið. Vinskapur sem er þeim dýrmætur og endist jafnvel alla ævi. Stjórn Styrktarfélags lam- aðra og fatlaðra hefur hug á því að geta aðstoðað fötluð börn sem sækja hefðbundnar sumarbúðir með við- eigandi hætti. Vonandi verður það að veruleika í nánustu framtíð. Til að halda úti starfsemi Styrkt- arfélagsins þarf fjármuni. Æfinga- stöðin er í dag að mestu rekin með fjármunum sem fást með samn- ingi við Sjúkratryggingar Íslands en auk þess leggur félagið til fjár- magn sem fæst með fjáröflunum og gjöfum. Reykjadalur er í dag með samning við Jöfnunarsjóð sveitarfé- laga. Einnig leggja flest sveitarfélög fram jafn háa fjárupphæð og þátt- takendur greiða fyrir sumardvölina. Þrátt fyrir það vantar verulega upp Útgefandi: Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra  www.slf.is  Ábyrgð: Vilmundur gíslason og bryndís Snæbjörnsdóttir  ritStjórn: berglind Sigurgeirsdóttir blaðamenn: margrét lilja Vilmundardóttir og berglind Sigurgeirsdóttir  ljóSmyndir: Þröstur Már Bjarnason, Bjarki Guðmundsson og fleiri forSíðumynd: alexander breki auðarson og auður Ösp Valdimarsdóttir  auglýSingar: Steinunn Hreinsdóttir  Útlit og umbrot: Helgi Hilmarsson Það þarf heilt þorp til að ala upp barn á að endar nái saman. Haustið 2010 tóku starfsmenn Reykjadals sig saman og hófu söfnun undir heitinu ,,Lengi lifi Reykjadalur“. Tryggðu þeir með þeirri söfnun að ekki þurfti að skerða þjónustu haustið 2010 og árið 2011. Um þessar mundir er félagið með Reykjadalshappdrætti sem ætlað að styðja við rekstur sum- ardvalarinnar. Á þeim 60 árum sem eru liðin frá því að Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra var stofnað hefur það með starfsemi sinni lagt uppeldi barna og ungmenna lið með því að aðstoða þau við að bæta færni sína í dag- legu lífi. Félagið hefur reynt að vera í takt við tímann hverju sinni með því meðal annars að bæta þjónustu þar sem við á en draga saman þegar þjónustan er orðin almenn eða er ekki lengur í takt við tímann. Dæmi um þjónustu sem er orðin almenn er rekstur leik- og grunnskóla fyrir fötluð börn sem félagið hóf rekstur á og ríki og sveitarfélög tók svo yfir. Á þessum 60 árum hefur megin- styrkur félagsins legið í því frábæra starfsfólki sem hefur starfað fyrir félagið á hverjum tíma. Fjöldi sjálf- boðaliða hefur komið að uppbygg- ingu hjá félaginu með einum eða öðrum hætti í gegnum áratugina. Má þar nefna Kvennadeild félags- ins, Oddfellow regluna, Kiwanis- og Lionsklúbba, Kvenfélagið Hringinn auk fjölmargra einstaklinga, félaga og fyrirtækja. Þá hefur félagið sjálft staðið að fjáröflunum. Elsta fjáröflun félagsins er símahappdrættið sem verið hefur óslitið í tæp sextíu ár. Þeir sem eldri eru muna kannski eft- ir eldspýtustokkunum en til margra ára fékk félagið hluta af andvirði þeirra. Nýjustu fjáraflanir félagsins eru Kærleikskúlan, Jólaóróinn og nú Reykjadalshappdrættið. Við viljum færa öllu því góða fólki sem hefur lagt félaginu lið í gegn- um tíðina bestu þakkir fyrir fórnfúst og gott starf. Megi farsæld fylgja Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra um ókomin ár! Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Vilmundur Gíslason, framkvæmdastjóri Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Pistill Í tilfefni tÍmamóta bryndís Snæbjörnsdóttir og Vilmundur gíslason.

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.