Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.06.2012, Side 41

Fréttatíminn - 01.06.2012, Side 41
9STYRKTARFÉLAG LAMAÐR A OG FATLAÐR A − AFMÆLISRIT60 ÁRA SLF 1. júní 2012 ans. Dagurinn getur oft orðið mjög langur.“ Auður Ösp er mjög ánægð með starfsemi Æfingastöðvar- innar og segir að þjálfunin sem Alexander Breki sæki á Æf- ingastöðina sé nauðsynleg þar sem fötlun hans sé það mikil og heftandi. „Það fjölbreytta starf sem unnið er á Æfinga- stöðinni gerir mikið fyrir Alexander. Sjúkraþjálfarinn hans og iðjuþjálfinn gera svo miklu meira en bara að þjálfa Alexander. Þær hafa hjálpað okkur báðum svo mikið og unnið mjög óeigingjarnt starf. Þær eru báðar frábærar í sínu starfi.“ Auður bætir við að upp- lifun hennar af því starfi sem fram fer á Æfingastöðinni sé einstakt. „Mér finnst starf- semin frábær og þar er alltaf tekið vel á móti okkur. Við erum ótrúlega þakklát fyrir alla þá umönnun og hjálp sem við höfum fengið þar í gegnum tíðina. Stuðningurinn sem við höfum fengið þarna er ómetan- legur. Starfsfólkið virðast hafa einstakt lag á því að gera þjálfun, sem oft á tíðum getur verið ansi strembin, auðvelda og skemmtilega fyrir krakk- ana sem þangað fara. Ég veit allavega að Alexander finnst alltaf gaman að fara í þjálfun.“ Grét yfir dagbókinni Tómstundastarf og afþrey- ing fyrir börn sem búa við fötlun virðist stundum vera af skornum skammti. Erfiðara getur reynst fyrir krakka í grunnskóla og framhalds- skóla að finna eitthvað við sitt hæfi, ekki síst yfir sumar- tímann. Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra starfrækir sumar- búðir og vetrardvöl fyrir fötluð börn og ungmenni í Reykjadal í Mosfellssveit og í Sumarlandi á Stokkseyri. Í sumarbúðunum gefst krökkunum tækifæri á að upplifa sumarbúðastemn- ingu í sinni sælustu mynd, þar sem gleðin og leikurinn eru ríkjandi. „Reykjadalur er einfaldlega himnaríki á jörðu,“ segir Auð- ur Ösp brosandi. „Alexander fór þangað í fyrsta skipti sum- arið 2009 og hann hefur farið öll sumur síðan. Ég viðurkenni það alveg að það var svolítið erfitt að senda hann þangað fyrst, en þá var hann í eina viku. Alexander átti ógleyman- legar stundir í Reykjadal og fer þangað alltaf í tvær vikur núna. Það er ekkert annað í boði.“ Auður segist ekki alveg hafa vitað við hverju hún ætti að búast þegar hún sótti í fyrsta skipti um fyrir Alexander í Reykjadal. „Þegar ég sótti hann í Reykjadal var hann svo glaður og kátur og hefði eflaust viljað vera lengur. Hann hafði búið til dagbók með fóstrunni sinni þar sem sagt var frá öllu sem á daga hans hafði drifið í máli og myndum. Ég hágrét þegar ég las og skoðaði allt sem hann og hinir krakkarnir höfðu fengið að gera. Alexand- er getur lítið tjáð sig, svo þessi dagbók sagði mér allt sem ég vildi vita.“ Upplifir ævintýri í Reykja- dal Auður bætir við að hún hafi ekkert endilega átt von á þessu mikla ævintýri sem krakkarnir fái að upplifa í Reykjadal. „Al- exander ljómar allur bara við það eitt að heyra orðið Reykja- dalur. Í Reykjadal gengur starfið út á að krakkarnir njóti þess að vera í sumarfríi og fái að upplifa „alvöru“ sumarbúðir ander er í Reykjadal, því þar fær hann sitt draumafrí. Í sumar ætla ég til Tyrklands með kærastanum mínum, Pétri Fannberg. Það er í fyrsta sinn sem ég fer í utan- landsferð á meðan Alexander nýtur sín í Reykjadal.“ Auður bætir við að sín reynsla sé sú að Reykjadalur sé nauðsynlegur fyrir börn með sérþarfir og fjölskyldur þeirra. „Í Reykjadal upplifa börnin það að ekkert geti stöðvað þau, hvorki hjóla- stólar né aðrar sérþarfir. Þau hverfa inn í þennan ævintýra- heim sem Reykjadalur er og við foreldrarnir og systkini getum hlaðið batteríin á með- an. Það má nefnilega ekki gleyma því að við þurfum líka að hlaða batteríin og njóta þess að vera til, alveg eins og foreldrar annarra barna. Úrræðin eru bara tak- markaðri fyrir okkur.“ Ég hágrét þegar ég las og skoðaði allt sem hann og hinir krakk- arnir höfðu fengið að gera. með öllu sem því fylgir. Ég fæ það á tilfinninguna að í þann tíma sem þau eru í Reykjadal sé allt hægt og þau fái að gera hluti sem ég bjóst kannski ekkert endilega við að Alexander myndi nokkurn tímann geta gert.“ Auður lýsir fyrsta sumr- inu sem ómetanlegu. „ Hann fór í sund á hverjum degi, óð í ám, fór í fjall- göngur, á hestbak og svo mætti lengi telja. Það skipti engu máli að hann væri í hjólastól, alltaf var fundin lausn á því svo hann gæti gert allt svo lengi sem ímyndunaraflið næði yfir það.“ Auður var langt geng- in með sitt annað barn þegar Alexander fór fyrst í Reykjadal og þá fannst henni mjög erfið tilhugsun að skilja hann eftir í heila viku, ekki vitandi beint við hverju hún ætti að búast. „Við vorum dugleg að heimsækja hann, sem gerði þetta auðveldara fyrir okkur. Svona eftir á að hyggja var það ekki hann sem þurfti á því að halda, frekar ég.“ Bætir Auður við og hlær. Draumafrí Alexanders „Alexander fer alltaf í tvær vikur í Reykjadal núna og ég fæ smá sam- viskubit þegar dvölinni lýkur og hversdagurinn tekur við. En þá erum við dugleg að fara í útilegur og gera okkur dagamun, en fótbolti og trampólín er það allra vinsælasta um þessar mundir.“ Auður heldur áfram og segir að í Reykjadal upplifi Alexand- er draumasumarfríið sitt. „Það er staðreynd að það krefst gríðarlegrar orku og vinnu að sjá til þess að Al- exander njóti sín sem allra best. Hvað þá frá morgni til kvölds í tvær vikur. Þegar Alexander er í Reykjadal veit ég að hann nýtur sín allan tímann og við hin í fjölskyldunni getum líka notið okkar í sumrinu. Oftast höfum við náð góðri afslöppun eða jafnvel farið í ferðalög, sem geta reynst flókin með fjölfatlað barn. Þetta getum við gert án samviskubits, þegar Alex-

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.