Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.06.2012, Qupperneq 50

Fréttatíminn - 01.06.2012, Qupperneq 50
Ekki spurning - Spark er í fl okki sparneytnustu og visthæfustu bíla á markaðnum. Gjaldfrjáls bílastæði fyrir visthæfa bíla eru liður í átakinu Grænum skrefum, sem Reykjavíkurborg hefur innleitt til að stuðla að aukinni notkun spar- neytinna bíla. FRÍTT STÆÐI FYRIR SPARK Sérfræðingar í bílum Bílabúð Benna - Tangarhöfða 8 - 590 2000 • Njarðarbraut 9 - Reykjanesbæ - 420 3330 • Bílaríki - Glerárgötu 36 - Akureyri - 461 3636 • benni.is Eigendur Spark geta komið í Chevrolet-salinn og fengið ísetningu á bílastæðaklukku. ER EKKI KOMIÐ AÐ ÞÉR AÐ TAKA FRÍ - SPARK Í REYKJAVÍK? Tryggðu þér „frí - Spark“ á frábæru verði: Spark L kr. 1.859.000 U ndanfarin misseri hefur einelti verið á allra vörum. Fjölmargir þolendur, gerendur og/ eða aðgerðarlausir áhorf- endur eineltis hafa stigið fram og sagt sögu sína í þeirri von að reynsla þeirra verði öðrum víti til varnaðar. Grunn- skólum landsins ber að vinna markvisst gegn einelti. Lögð er áhersla á að börnin upplifi að þau geti, vilji og þori að segja frá ef þau verða vör við eða upplifa að þau séu lögð í einelti. Einelti er svo mikið rætt í skólunum að börnin hafa mörg hver gert nafnorðið að sögn og hafa ófáir kennarar brosað í laumi yfir orðavali nemenda sinna sem segja „Hann var að einelta hana“. Athyglinni er oftast beint að þeim eineltismálum sem hafa farið á versta veg. Þrátt fyrir að sú umræða eigi vissulega rétt á sér og brýnt sé að vekja athygli á er vöntun á umræðu um þau eineltismál þar sem brugðist var við á viðeigandi hátt og eineltið leyst. Áherslan virðist vera á harmsögur eineltis og jafnvel á að brennimerkja ákveðna skóla sem „eineltisskóla“. Það eru stór orð að eineltið sé „allt skólanum að kenna“ og að „skólinn geri aldrei neitt“. Þessi orð hafa þó verið látin falla í umræðu um einelti, hvort sem það á við um einstök mál eða einelti yfir höfuð. Það er nauðsynlegt að hafa varann á þegar slíkir sleggjudómar eru gerðir. Einelti á sér oft stað á skólatíma en ekki má gleyma því að í nútímasamfélagi hafa gerendur ein- eltis greiðan aðgang að þolendum sínum allan sólarhringinn í gegnum netið og símann. Auðveldur og eftir- litslaus aðgangur barna og unglinga að Internetinu er að öllum líkindum meiri en nokkru sinni fyrr þar sem fjölmargir geta nú notað símann til að fara á netið hvar sem er og hve- nær sem er. Í grunnskólunum eru fagaðilar sem ber skylda til að taka á þeim eineltismálum sem upp koma innan skólans en það er takmarkað hvað skólinn getur gert ef ekki næst samvinna við foreldra í þessum efnum. Foreldrar bera fyrst og fremst ábyrgð á börnum sínum og til þess að leysa megi úr eineltismálum er nauð- synlegt að allir aðilar séu jákvæðir og tilbúnir til samstarfs. Það er mikilvægt að fjallað sé um einelti; vak- in athygli á því og þeim alvarlegu afleiðingum sem það getur haft í för með sér. Ég tel þó að það þurfi að nálgast þessa umfjöllun á annan hátt en tíðkast hefur. Við einblínum svo mikið á nei- kvæðar umfjallanir um eineltismál og hverjir beri ábyrgð í þeim málum að við höfum hvorki tíma til né orku til að líta í reynslubanka þeirra sem hefur tekist að leysa einelti. Umræða og umfjöllun um einelti gerir lítið gagn og bætir ástandið takmarkað ef engan lærdóm má draga af henni. Þessi neikvæða nálgun sem hefur verið í forgrunni getur ekki verið hvetjandi fyrir þolendur og/eða for- eldra þeirra og aðstandendur. Skila- boðin eru að það hafi ekkert upp á sig að gera neitt í málunum; skólinn bregðist þolendum og geri jafnvel illt verra. Þolendum reynist því erfiðara að sjá ástæðu til þess að biðja um þá hjálp sem þeir þurfa á að halda. Það er nauðsynlegt að þau eineltismál sem hafa hlotið farsælan endi hljóti meiri athygli og umfjöllun. Það má telja að með slíkri umfjöllun megi efla þor og kjark þolenda til þess að leita hjálpar. Neikvæð áhrif eineltis eru aug- ljós. Það tilfinningalega áfall sem viðkomandi verður fyrir getur haft áhrif á hann til lífstíðar. Þeir sem upplifa þær vítiskvalir að verða fyrir einelti gleyma því seint og getur tilhugsunin ein vakið sterkar til- finningar hjá viðkomandi mörgum árum seinna. Í ljósi þess hve alvar- legar afleiðingar eineltis eru tel ég nauðsynlegt að við liggjum ekki yfir neikvæðum umfjöllunum heldur leitum lausna. Einblínum ekki á að krossfesta þá sem brugðust. Beinum heldur athyglinni að því að finna leiðir til að koma í veg fyrir að þeir bregðist aftur. Einelti í skólum Leitum lausna en ekki blóraböggla Sigrún Erla Ólafsdóttir, kennari í Álfhólsskóla Í nýlegri frétta-skýringu Jónasar Haraldssonar, rit- stjóra Fréttatímans, um Bolaöldur – losunarstað á mörkum vatnsvernd- arsvæðis, gerir hann heiðarlega tilraun til að leita svara umhverfis- yfirvalda við spurning- um varðandi umgengni við vatnsverndarsvæði höfðuborgarinnar. Þar sem svör þeirra embættismanna sem fara með stjórn um- hverfismála í landinu eru með miklum ólíkindum óskar undirritaður eftir að koma eftir- farandi athugasemdum á fram- færi: Í fyrsta lagi að metnaður ráðuneytisstjóra umhverfisráðu- neytisins felist í þeim gjörningi að vísa málinu til Umhverfisstofn- unnar. Viðbrögð Umhverfisstofn- unnar voru að vísa málinu til Heil- brigðiseftirlits Suðurlands. Hjá framkvæmdastjóra Heilbrigðis- eftirlits Suðulands fær ritstjórinn þær fréttir að nálægð losunar- svæðisins við vatnsból höfuðborg- arsvæðisins teljist „verjandi“ þar sem búið sé að ákvarða í gegnum vatnsverndina stærð þess svæðis sem talið er að þarfnist sérstakr- ar verndar vegna vatnsnýtingar. Um- rætt svæði sé utan vatnsverndarsvæða. Þessi yfirlýsing framkvæmdastjór- ans er vægast sagt ótrúleg. Telja menn virkilega að rennsli vatns virði umferð- arreglur sem settar hafa verið af emb- ættismönnum, við skilgreiningu vatns- verndarsvæða? Jafn- vel forn-Íslendingar vissu að auðvelt var að koma höggi á andstæðinga sína með þvagláti í brunna. Mað- ur freistast til að spyrja hverra hagsmuna yfirmenn stjórnsýslu landsins í umhverfismálum séu að gæta, þegar áhuginn fyrir vernd þessarar auðlindar er ekki meiri en raun ber vitni. Um leið gæti maður freistast til að spyrja hvort þetta fólk sé starfi sínu vaxið. Í því sambandi má nefna að sami ráðuneytisstjóri umhverfis- aráðuneytisins og vísaði um- ræddum fyrirspurnum Jónasar Haraldssonar til Umhverfisstofn- unnar, skilgreindi sjálfur í blaða- viðtali fyrir allmörgum árum 10.000 tonna eiturefnahaug sem Bandaríkjamenn skildu eftir á Heiðarfjalli, sem „venjulegt dót“. Það má vel vera að allt þetta fólk, sem trúað hefur verið fyrir mikilvægum umhverfismálum og auðlindum í eigu þjóðarinnar, telji efnisflutninga og jafnvel flokkun sorps vera „verjandi“ í námunda við vatnsverndarsvæði höfuð- borgarinnar. Við sem vinnum við vatnsátöppum teljum þessa stefnu vera mjög hættulega. Ég hef heldur ekki enn hitt einn einasta mann, sem telur þau rök halda að rennsli vatns virði reglur sem settar hafa verið af mönnum gegn einföldustu náttúrulögmálum. Gvendur góði vissi þetta, ann- ars hefði hann ekki talið þörf á að blessa brunnana í Heiðmörk, sem síðan hafa heitið eftir honum. Halldór Laxness bað landinu líka vægðar, þegar að því var sótt. Freysteinn heitinn Sigurðsson, jarðvísindamaður á Orkustofnun, sagði við mig þegar ég leitaði til hans árið 2005 vegna úthlutunar æfingarsvæðis til torfæruaksturs í Jósepsdal að mér bæri að hafa miklar áhyggjur af því máli. En Freysteinn hafði þá ásamt dr. Kristjáni Sæmundssyni rannsak- að vatnsverndarsvæðið í Heið- mörk til margra ára. Losunarstaður á mörkum vatnsverndarsvæðis Telja menn að rennsli vatns virði umferðarreglur? Sigurður R. Þórðarson, gæðastjóri Iceland Spring á Íslandi ehf. 34 viðhorf Helgin 1.-3. júní 2012
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.