Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1925, Síða 11

Læknablaðið - 01.02.1925, Síða 11
LÆKNABLAÐIÐ 5 Enn þá þungbærari veröa öll óhöpp, sem fyrir kunna aö koma, ef ekki er nóg aö gera, nóg annríki við nýjar aögeröir og stööug tilbreyting, heldur dauðaþögn á milli, hlé og iöjuleysi. Eins og hver önnur iðn, þar sem vogun vinnur og vogun tapar, er hand- læknisstarfiö bæði ginnandi og spennandi atvinnugrein. Þetta hefi eg oft fundið. En flestir munu reyna, aö sterkar taugar þarf helst aö hafa í verki með sér. Skapið gengur oft í bylgjum, eins og hjá Gretchen — ýmist ,,h i m m e lh o c h j a u c h z e n d“ eöa „z u m T o d e b e- triibt“. Og annað veifiö kemur upp í huganum svipuö, ásakandi jafnt og afsakandi endurminning, eins og sú, sem lögö er í munn Þormóði á Stiklastöðum: „Þat hygg ek, at nökkurir bændur muni kunria að segja konum sínum heim í kveld, at Þormóöur Kolljrúnarskáld var í bardag- anum ; þó vilnumst ek hins, at nökkurir muni e k k i kunna frá aö segja.“ Fyrstu læknisár mín, og ekki síst meðan eg var aöstoöarlæknir Guðm. Hannessonar (1902—1903) var eg þeirrar skoöunar (eins og G. H.), að hver héraöslæknir á voru landi ætti aö vera vaxinn því, hvenær sern á þyrfti aö halda, að fást viö alla chirurgiam, stærri jafnt sem minni'. Þaö væri ekki í önnur hús að venda; maður yröi nolens-yolens, að mæta hverju sem fyrir kærni, — svo sem t. d. hernia incarcé- rata, ileus og peritonitis acuta, jafnt og erfiðum f æ fð i n g- a r - 6 p e r a t i o n u m og það jafnvel inni i örgustu kotbæjabaðstofum. Eg verö að segja, aö þessi skoðun mín hefir breyst mjög meö árunúm. Sá þarf að vera karl i krapinu, sá candidatus med. & chir., sem ótrauö- ur leggur í erfiðar óperationir aðstoöarlitill inni i skítugum moldarkof- um. Og þó þaö hafi komið fyrir mig og gengið furöu vel, aö gera meiri háttar skuröi í heimahúsum sjúklinga, þá þakka eg þaö þvi, að eg haföi næga æfingu og sjálfstraust á undan. Eg held, aö þaö sé réttara, aö éggja ekki um of þá ungu til framgöngu, fyr en þeir hafa a. m. k. um hríö verið aöstoöarmenn hjá eldri og reyndari collegum og fengið aö finna til ábyrgö- arinnar, sem hverri meiri háttar aðgerð fylgir. Því jafnvel svo einföld óperation sem t. d. appendectomia eöa herniotomia getur, þegar út i hana er konrið, valdið mörgum ófyrirséöum erfiöleikum, sem æfingu þarf til aö sigrast á. Niðurstaðan af þessum bollaleggingum verður þá þannig: Margur sjúkrahúslaus útkjálkalæknirinn veröur aö sætta sig viö margt á móti sinu skapi meðan hann enn er ungur og vakandi. Hann verður að venj- ast við aö horfa upp á sjúklinga deyja hjálparvana, sem hann veit, aö öörum er auðgert að bjarga, — jafnvel láta krúpsjúklinga kafna, hvað þá einföld abdominalia veröa aö óviðbjargandi miserere m i h i. Hve a m b i t i o s u s, sem hann var í byrjun, verður hann að láta mörg og gljáskygð verkfærin liggja óhreyfö í skápnum og smárri- saman gera sér aö góðu þann orðstýr, sem hann getur aflað sér með post-hoc-hundaheppni í meöalapraxis, — b i s m ú t og s a 1- i n a d u 1 c i s. Því alþýða lætur sér ekki lengur imponera af neinni c h i r u r g i a rninor. Og af fæðingar-praxis stendur nú orðið aö eins lítill ljónri, síðan p i t u i t r i n i ö geröi allar salong-tengur óþarf- ar, og er aö komast i hendur yfirsetukvenna (eins og réttmætt er). Sumir héldu áður, aö úr öllu væri bætt meö sjúkraskýli í hverju hér- aði. En reynslan hefir sýnt, aö slíkt er blekking ein. Tómur sjúkra-

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.