Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1929, Blaðsíða 27

Læknablaðið - 01.11.1929, Blaðsíða 27
LÆKN ABLAÐIÐ 177 Aðgerðir á ectopia vesicæ. A læknafuiidunum í Róni og Varsjá hef eg kynst tveim merkum skurÖ- læknum, sem báÖir hafa lagt sig vel fram í því a'Ö lækna og leiðrétta hinn sjaldgæfa, en afarhvimleiða vanskapnað cctopia vcsicœ. Það eru þeir próf. Grcy Tnrncr i New-Castle og Robcrt Coffey i Portland i Oregon. Hafa báðir ritað um reynslu sína, og eg hefi lesið þær ritgerðir með athygli og ánægju. Þess ber strax að geta, að aðferðirnar er þeir báðir nota, þ. e. implantatio ureteriím, er uppfundin af Simon og Maygdl kringum 1850, en seinna endurbætt af Pctcrs, Stilcs og Ch. Majo o. fl. Smám saman hefir hver af öðrum bætt úr skák, svo að nú má telja að þessi aðferð sé tekniskt fremur einföld. Og reynslan er orðin sú. að hin gamla Grýla, sem áður fældi marga, að af henni þyrfti að leiða pyelitis ascendens, virðist vera að detta úr sögunni. I öllu falli Jækkist ekki önnur leið betri. Sá, sem einu sinni hefir séð þá vesaiings sjúklmga sein verða að burð- ast með ectopia vesicæ, hlýtur a'ð dást að hinni ágætu hjálp, sem þeim stendur nú til boða fyrir framfarir læknisfræðinnar, og manni verður að minnast hinna ótal mörgu manna og kvenna með þessum kvilla, sem fram að þessu hafa öld eftir öld orðið a'Ö bera sinn kross, án þess nokkrar hjálp- ar væri að vænta. Ritgerð Coffeys er stutt (Transplantation of ureteres into the large bowel. Xorthwest Medecine, June 1928). Hann segir frá, og sýnir myndir af, 4 sjúklingum, börnum og full- orðnum, sem hann hefir læknað. Hann leiðir ureterendana niður í rectum. en fyrst hreinsar hann rectum afarnákvæmlega, um leið og hann lýsir sér með sigmoidoskop, og með hjálp kikisins ýtir hann ureter-þvagleggjum inn í ureteres, saumar þá fasta og lætur leggina liggja á clemeure fyrstu dagana. Ennfremur leggur hann til varúðar kássúks-himnu samanbrotna utan um grisjukveik (nokkurskonar ,,cigaretdræn“), inn að implantations- staðnum, gegnum laparótómisárið neðanvert. Hann gerir þetta alt í einni lotu. Grcy Turncr opererar hinsvegar í tveiin lotum og notar enga drainage, né kateter. Hann gerir viö einn ureter i einu, og lætur lí'Öa ca. 3 vikur milli aðgerðanna. Grey álítur nú að a'ðferð Coffcy's sé betri og áhættuminni. Grcy hefir gert við 17 sjúklinga, flest börn, en nokkra fullorðna, og telur beppilegast að a'Ögerðin fari frain milli 3 og 7 ára aldurs. Af sjúklingum Grcy's dóu 4. Bæði Coffcy og Grcy höfðu æft sig vel á hundum og mannslíkum, til að bvrja með. Báðir lýsa ágætum árangri. Sjúklingarnir æfast fljótt í því að halda þvaginu lengur og lengur, jafnvel alla nóttina eða marga klt. á claginn. Þeir kvarta ekki um sviöa e'ða óþægindi, og blöðruslímhúðin a'Ö frainan þornar upp, þegar þvagi'ð hættir að streyma um hana, og verður smám saman húðkend. nema dökkleit. Grcy segir að jivagið safnist ekki einungis í rectum, heldur dreyfi sér upp á við, upp eftir colon. Sumum sjúklingunum tekst að venja rás þess upp á við, svo a'Ö þeim verður óhætt að leysa vind, ef þarf, án þess að bleyta brækurnar. Fyrsta sjúklinginn opereraði Grey fyrir 17 árum, og líður honum ágæt- lega. Myndir fylgja af ýmsum sjúklinganna, sem bera það með sér, hve vel þeim liöur, og hvilíkur inunur það hefir verið fyrir ]iá að losna við andstygðar keytulykt, hlandlileytu og húðleysissviða, nótt og nýtan dag.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.