Læknablaðið - 01.11.1929, Blaðsíða 28
17«
LÆKNABLAÐIÐ
A sumum sjúklingunum höfðu veriÖ ger'Öar margar atrennur til lækninga
af öörum læknum, eftir gömlu aðferðinni, en hún gekk út á að loka hlöðr-
unni að framan, með skinnflutningum og plastik. A einum karlmanni var
sú tilraun gerð 49 sinnum, án þess að önnur bót fengist en sú, að úr því
gat hann fest við sig þvaggeymi, fyrirferðarmikinn og óþægilegan.
Ritgerð Grcys lúrtist í Brit. Journcil of Surgcry Vol. XVII nr. 65 1929
og heitir: Trcatmcnt of congcnital dcfccts of thc bladdcr and ureteres by
implantation of thc uretercs into thc boivcl. Ritgerð þessi er aukinn og endur-
bættur fyrirlestur til minningar um John Hunter (Hunterian lecture), sem
Grey var fenginn til að halda i Royal College of Surgeons i fyrra.
Stgr. Matth.
Grey: Cancer of the colon, Lancet, May 1929. (Róttækar aðgerðir ó cancer
coli et recti).
Síðan Moynihan varð lávarður og lagði frá sér hnífinn, um leið og hann
kvaddi Leeds og hélt til London til að taka við forsæti i Royal College of
Surgeons, hefir Grey Turner vakið meira og meira athygli á sér, setn einn
af allra bestu skurðlæknum Englands.
Iiann er þar að auki einn af þeim læknum, sem ritar sérlega skemtilega,
svo að sá sem eitt sinn hefir kvnst rithætti hans, vill ógjarna missa af nokk-
urri ritgerð, sem birtist eftir hann. Eg hefi haft þá ánægju. að kynnast
honum i viöræðu hvað eftir annað, einnig heimili hans, (sem er fult af
góðum bókum og dýrgripum), og eg hefi dáðst að honum við skurðar-
borðið, þar sem segja má að hann leiki að handsöxum. upp á sína vísu.
engu síður en Gunnar. Grey vann sér mikið álit fyrir nokkrum árum, með
ritgerð um cancer recti, þar sem hann skýrði frá fjölda sjúklinga sinna,
er lifðu við góða heilsu recidiv-lausir mörg ár, eftir þungbær mein og hættu-
lega a'Sgerð.
I vetur sem leið hélt Grcy fyrirlestur um aðgerðir sinar á co/o/i-meinum.
Kom sá fyrirlestur út i Lancet i maí þ. á. (Cancer of the colon) og hefir
vakið niikla eftirtekt.
Hér er það hvorttveggja sérlega eftirtektarvert, hve viðtækar þessar að-
gerðir hafa verið, og hve árangurinn er óvenjulega glæsilegur.
Hann telur fram 241 sjúkl., sem hann hefir gert við vegna c. coli. Af
þeim hefir hann gert róttæka exstirpatio á 142, og misti aðeins 27 eða 19%.
Nálægt helmingur sjúkl. höfðu meinið i flex. sigmoidea. Reynsla Greys
er sú, að aðgerð á colon-meinuin verði margíalt hættuminni, ef gerð er í
tveim lotum, fyrst coecostomia eða colostomia, en síðan eftir 2—3 vikur
róttækur skurður. Ennfremur er honum orðið það deginum ljósara, að
áríðandi sé að hörfa ekki fyr en í síðustu lög frá þvi að' ná meininu burtu,
þó óálitlegt sé að stærð og útbreiðslu, nema greinilegir metastasar séu komn-
ir út ufn önnur líffæri, svo sein peritoneum, lifur eða fjarlæga eitla. Ascites
þarf ekki að óttast, nema mikill sé, og samfara láóðleysi.
Þó tumor sé fastvaxinn, óhreyfanlegur og vaxinn inn í nágrannalíffæri,
þá er það ekki frágangssök. Þvert á móti hefir Grey fundist, að stór tumor,
ef hann aðeins hefir vaxið hægt, sé vel viðráðanlegur. Fastar adhæsiones
benda einmitt á mikla varnarkrafta í líkamanum, en sé meinið vaxi'S langt
inn í mesenterium, þá eru batahorfur slæmar. Paljiativ óperationir gera
ckki gagn nema í stuttu bili.