Læknablaðið - 01.11.1929, Page 31
_________________________ LÆKNABLAÐIÐ_______________________________'x8i
vegna ulcus ventriculi sive duoderii perforatum úr 8o%> niÖur i ii,i%, —
og vegna appendicitis acuta úr 64,2% niÖur í 5,1%. — ÁriÖ 1900 voru
aS eins gerÖar 14 appendectomiur ,,á chaud“, en 1924 voru gerÖar 798, þar
af 337 nógu snemma til aÖ sleppa viÖ drainage. Stcjr. Matth.
Tonsillectomia. (Að mestu eftir Brit. med. Journal, Aug. 7th og 24th
1929).
Viö eldri læknarnir ólumst upp viÖ þann sið, að tonsillur voru klipt-
ar, þegar þær voru orÖnar of stórar og til ama, og til skamms tíma höfum
við tamið okkur þessa aðferÖ og unað vel við. Eg segi fvrir mitt leyti, að
venjulega hefir hrugðiÖ við urn heilsufar harna á eftir, og eg man varla
aÖ komið hafi fyrir, aÖ þurft hafi aÖ endurtaka aðgerðina.
Um 1910 fóru enskir læknar, og síöan aÖrir Norðurálfulæknar, að taka
upp siÖ Bandaríkjalækna, aÖ flá burtu eitlingana í því skvni, að ná þeim
enn rækilegar hurtu, og þá var farið að tíðka áðgerÖ þessa afarmikið, ]>vi
sú kenning var komin á kreik. að þessi líffæri væru allajafnan skaðvæn
sýklafylgsni og margskonar vesöld gæti frá þeim borist út um allan líkam-
ann. Síðan hafa margir læknar fengið góða atvinnu, og algengt um suma,
að þeir sjá varla tonsillur i friði, ef þeir komast í færi. Einkum hafa þó
amerískir læknar gengið þar rösklega fram, eins og eg hefi áöur ritað um
(sjá Lbl. 1924, hls. 181 um sýklafylgsni (focal infection).
Nú hefir mörgum farið svo. einkum sjúkrahúslæknum, sem fengu vax-
andi annríki við tonsillfláttu, að þeir hafa sér til tímasparnaðar farið að
nota handhæg verkfæri, sem hjálpað gætu til að uppræta tonsillurnar í ein-
um r}'kk, þ. e. vírslöngur og guillotine-tengur eða -skæri.
A síðasta ársfundi Brit. med. Assoc., sem haldinn var i Manchester i
sumar, voru þessi málefni til umræðu, og fanst mér afarfróðlegt að lesa
þar um í Brit. med. Journal, Aug. 17. & 24. 1929.
Dr. J. Arnold Joncs hóf umræðurnar meö fyrirlestri (Tonsils and ade-
noids. Their medical and surgical aspects). Joncs er eyrna-, nef- og háls-
læknir við Royal children Hosp. i Manchester, og heíir afarmikla reynslu.
T. d. hafa þeir þar á hálsdeildinni gert tonsillectomiu á 27000 'börnum
siöustu 16 árin.
Hann sagðist vera löngu hættur við tonsilfláttu, heldur notaði hann ein-
ungis guillotine, og fullyrti, að meÖ því móti væri öldungis eins vel unt
að ná eitlingunum burtu, eins og þó fláð væri.
Sá kostur fylgir guillotine-aÖferðinni, að hún er margfalt fljótari, og svo
sársaukalítil, að svæfing má oft teljast óþörf; hættan er ennfremur minni,
og enginn teljandi sjúkleikur á eftir. Að vísu, segir hann, kemur það fyrir,
að eitthvað sé eftirskilið af eitlavefinum, en slíkt hendir engu síður viö
fláttu. Hann getur þess, að rnestur hluti enskra hálslækna noti nú, líkt og
hann, guillotine-aðferðina. Sjálfur notar hann venjulega Heath’s tonsil-
guillotine, og segir að meÖ henni megi hæglega komast alveg fyrir tonsillu-
takmörkin; en aðrir róma meira Popper-Heath’s, O’Malley’s og Ballingers
verkfæri. Og enn aðrir nota nokkurskonar écraseur, sem kendur er við
La Force.
Ef blóðrás er teljandi, í meira en /2—1 minútu á eftir, baðar hann and-
lit og háls sjúkl. með köldu vatni. Ef það hjálpar ekki, þá er að styöja
með bómullarhnoða á beðina, eða þar næst með hnoða vættu í H2Oo, eða