Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.12.1942, Qupperneq 9

Læknablaðið - 01.12.1942, Qupperneq 9
LÆKNÁBLAÐIZ) 83 sleppt. í stuttu máli má segja, aö stefnan hafi veriö sú aö vernda þjóðarheildina fyrir því, sem sér- stök vá þótti stafa af. Jafnframt er unnið aö því, að einstaklingur- inn eigi þess kost aö leita sér hei'.suverndar og lækningar, og er þetta einkum gert meö því að ráða ákveðinn fjölda lækna í opinbera þjónustu, er láti hjálp sina í té gegn ákveðnu vægu gjaldi. Enn fremur rekur ríkið sjúkrahús fyrir sér- staka sjúkdóma (berklaveiki, holdsveiki, geðveiki o. fl.) og ber sjált't mestan hluta kostnaðar. Fer þar saman umhyggja fyrir þjóðar- heildinni og einstaklingnum. Eigi veröur þó sagt, að hið opin- bera hafi fylgt þessari stefnu svo, aö allir þegnarnir hat’i notið sama réttar eða aðstööu til að leita sér læknishjálpar með sambærilegum kjörum. Læknishéruðin eru mjög misstór aö fólksfjölda; minnstu héruðin haía 400—500 ibúa, en hið stærsta, Reykjavík, nálega 40000 íbúa. Það er óþarft aö geta þess, að héraðslæknirinn í lí.eykjavík og héraöslasknarnir í stærstu kaup- stöðunum geta hvergi nærri ann- að þvi að veita héraðsbúum nauð- synlega læknishjálp, og er nú unn- ið að því, að takmörkuð verði sem mest lækningastarfsemi þeirra, en í stað þess fáist þeir helzt eingöngu viö embættisstörf, er miði að al- mennri heilsuvernd og hvers konar heilbrigðiseftirliti. Af þessu leiðir, að það er dauð- ur bókstafur fyrir tæplega helm- ing landsmanna, að þeir hafi að- gang að læknum gegn greiðslu eft- ir onpinberri gjaldskrá. Þeir verða því aö leita sér læknishjálpar hjá starfandi læknum, senr hafa engin föst laun, og er sú læknishjálp að mun dýrari. Að visu hefir hiö opin- bera sett gjaldskrá fyrir almenna, starfandi lækna, og er hún 50% hærri en gjaldskrá héraöslækna Læknar hafa verið tregir til að við- urkenna réttmæti slíkrar lögbind- ingar kaupsins. En jaínvel þótt starfaudi læknar færu eítir þessari gjaldskrá, er hjálp þeirra 50% dýrari en héraðslæknanna, og veröa því íbúar strærstu kaupstað- anna fyrir augljósu misrétti i sam- anburði við aðra þegna landsins. Enda þótt rikisvaldið hafi gert mjög mikið til að tryggja þegn- unum læknishjálp, hefir eitt mikil- vægt atriði setið á hakanum til þessa, en það er löggjöf um almeno sjúkrahús. Að vísu annast ríkið sjálft veigamikinn sjúkrahúsrekst- ur, en aðallega vegna sérstákra sjúkdóma, og er því áður lýst. Einnig eru til lög og reglur, er kveða á um, hvernig sjúkrahús skuli úr garði gerð til þess, að veita viðtöku sjúku fólki, en engum ei lögð sú skylda á herðar að reisa þau eða reka. Læknishjálp í sjúkra- húsurn er þó jafnan sú tegund læknishjálpar, sem mest ríður á að fólk eigi kost á að leita, og getur það raunar stundum ráðið lífi eða dauða. Sjúkrahúsvist er dýr, og því dýrari sem hún er lengri. en jafnframt því verður tjónið vegna atvinnumissis þungbærara og geta einstaklingsins minni til að standast kostnaðinn af eigin rammleik. Eigi verður sagt, að tómlæti hins opinbera varðandi almenn sjúkrahús hafi komið að sök, ef ræða skal sjúkrahúskostinn. Sjúkrarúm í sjúkrahúsum lands- ins eru um 1200 talsins, og kemui þá nálega 1 rúm á hvert hundrað landsmanna. Ríkið rekur um hehn- ing rúmanna (47%), sveitarfélög um 30%, en um 23% eru einka- stofnanir, aðallega í eign kaþólskra nunnureglna. Um 43% rúmannd koma á sjúkrahús fyrir sérstaka

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.