Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.12.1942, Page 27

Læknablaðið - 01.12.1942, Page 27
LÆKNAB LAÐ IÐ 101 í galli, nema aö lifrin sjálf sé sýkt. En eins og kunnugt er, er hún þaö líffæri, sem hvað sjaldnast veikist af berklum og þá oftast ekki fyn cn sjúkdómurmn er þegar kominn á mjög hátt stíg. Sá möguleiki, sem hvaö líkleg- astur er til þess að geta valdiö truflunum, er sá, aö sýklarnir sem finnast stati ekki frá „focus" í sjúklingnum sjálfum, heldur hafi borizt á slímhúðir hans frá um- hverfinu og þar næst skolast með af tilviljun. A þetta ekki hvað sízt við þar, sem margir liggja saman. ýmist smitandi eða ekki. í þessu sambandi magaskolaði ég 106 hjúkrunarkonur, og var það mest- ur hluti þeirra, sem þá unnu á berkladeildum spitalans. Voru hjúkrunarkonurnár samtímis rönt- genmyndaðar. Til þess að aukti se mmest líkurnar fyrir því, að finna slíka aðskotasýkla, voru þæi fyrst magaskolaðar eftir að hafa unnið 4—8 klst. á deildinni. Ein- ungis ein þeirra reyndist positiv. Við tvær seinni skolanir, með 2—3 mánaða millibili, reyndist hún aft- ur positiv. Þótt ekki hafi tekizt með vissu, að finna greinilegar breytingar i lungum hjá henni, verður tæplega dregið í eía, að sýklarnir hafi átt upptök í henm sjálfri, þar eð ella væri um alltoí mikla tilviljun að ræða. Rannsóknir þessar virðast, á- samt öðru, styrkja nijög þá skoð- un, að óþarft sé að reikna með öðru en að positivt skolvatn jafn- gilcli berklabreytingum í lungutn sjúklingsins, sem sýklar lierast frá. 3. kafli. Kaflinn fjallar stuttlega utta þær margvíslegu aðfe'rðir, sem notaðav hafa verið, bæði til þess að ná upp sjálfum magavökvanum og einnig síðari meðhöndlun. Eru færð rök að því, að algerlega sé ófullnægj- andi að rannsaka magaslímið á sama hátt og hráka. Öllu betra er, ef „homogeniserað" er áður, en þó verður að teljast óviðunandi, cf ekki er samtimis ræktað úr skol- vatninu. 1 því sambandi er enn- fremur gerð grein fyrir þeirri að- ferð, sem hér hefir verið notuð. Hefir berkladeildin á Statens Ser- uminstitut séð um rannsóknirnar á skolvatninu, og hefir frá upphafi krafizt þess, að ræktað væri, ef fullur árangur ætti að nást. — Fyrstu árin var ennfremur dælt i naggrísi. Aðferð sú var þó síðar lögð niður, þegar Löwensteins nær- ingarhlandan varð kunn. 4. kafli. Eins og áður er getið, virði.h lyflækningadeild Öresundsspital - ans i Kaupmannahöfn hafa orðið fyrst til þess að notfæra sér skol- vatnsaðferðina við fullorðið fólk. Árin 1929 til 1935, að báðum ár- um meðtöldum, voru þannig niaga skolaðir tæplega 1000 sjúklingar. Við nánari athugun reyndist ó- kleift að nota allt þetta fólk við rannsóknirnar og var því slepp, fyrst og fremst þeim, sem voru Mantoux negativir og ennfremuv þeim, sent smit hafði fundizt hiá í hráka, annaðhvort einhverntíma áður en skolað hafði verið eða innan mánaðar frá skolun. Útlend- ingum var einnig sleppt, þar sem fyrirsjáanlegt var að erfitt yrði að fá vitneskju um seinni líöan þeirra. Á þennan hátt urðu all-: eftir 813 manns, og eru þeir flokk aðir niður á eftirfarandi hátt, eftir þvi, um hve miklar breytingar vai að ræða á röntgenmyndunum : 1. flokkur: Lungnamynd eðli- leg (eða i hæsta lagi greini-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.