Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1942, Síða 35

Læknablaðið - 01.12.1942, Síða 35
LÆKNABLAÐIÐ 109 gat ekki frá því íariö fyr en yfir lykí. Ég dældi i þaö coramin (í æöar og vööva) á 1 tíma fresti fyrst um sinn og hafði skammta stóra, 2 amp. á 2 ccm. í einu og einnig gaf ég því cardiazol (1 ccm.) á 2ja tíma fresti. Kl. 1 % var andardráttur lélegur og puls óteljanlégur og geröi ég á barninu lifgunartilraunir. Varö andardrátr- urinn betri á eftir, en mókið var mjög djúpt og engir reflexar. KL 9 um kvöldiö virtist drenghnokk- inn í andarslitrunum, mikil brjóst hrygla, svo freyddi úr munrii og nefi, andardráttur mjög slitróttur, líkaminn kaldur og náfölur, æðin óteljanleg og hjartaö aö gefast upp. Gaf ég því þá 5 ccm. af cora- min í æö og vöðva, fór síðan með þaö niður í baðker með heitu vatni. gaf þvi kalt steypubaö á milli og gerði á því lífgunartilraunir. Fór barnið að súpa hveljur og ósköpin öll af t'roðu komu úr vitum þess. Fór nú útlit þess að breytast og blóð aö streyma um líkama þess. Ég var klukkustund með barnið i liaðkerinu, og hefi ég sjaldan séð meiri stakkaskifti. Það andaði nú eðlilega, hryglan hvarf með öllu og hjartastarfsemi varð betri. Ég néri það siðast vel með þurru hand- klæði og fór með það i rúmið. Barnið lá í djúpu svefnmóki alla nóttina og næsta dag, en andaði vel, fór að losa svefn og hreyfa sig aðfaranótt hins 24. april, meö morgninum fór það meir og meir að losa svefn og vaknaði; var því gefin nýmjólk og drakk það hana. Annars hafði ég gefið því drúfu- sykur (5%) og saltvatn í enda- þarm daginn áður. Það svaf mikið þann dag (24. apríl), en um kvöld- ið glaðvaknaði það og var furðan- lega hresst í In-agði. Héðan fór það síðla' dags 25. apríl, og virtist þá úr allri hættu og reyndist svo, því það náði sér furðu fljótt. Drengurinn var ó- styrkur í fótum og riðaði i göngu- lagi fyrst á eftir. Líklega eru þess fá dæmi, að börn á þessum aldri lifi svona eitr- un af, og væri fróðlegt að heyra, ef læknar vissu þess dæmi. Ég held að stóru coramin skannntarnir, lífgunartilraunirnar og köldu steypurnar hafi bjargað drengnuin. Konu mjrini voru send ljóðmæli Grims Thormsens að gjöf frá nafna og fóstra barnsins á sumardaginn fyrsta 1935 og framan á þau ritað eftirfarandi erindi, ort af honum: Það er ljúft að þiggja og þakka, þeim, sem gefa og vita ei af; leynist flest um lítinn ,,krakka“, er leggur út á dauðans haf. En englar barnsins hljóðir hlakka og hjálpina launa þeim, sem gaf. Ég tók Grím áðan, sá erindið og ryfjaðist þá sagan upp um barn- ið, s:m tók sonmifenið, og má Læknalilaðið halda henni til haga, ef það kærir sig um. Vestmannaeyjum, 17. nóv. 1942. Ól. Ó. Lárusson.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.