Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1946, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 01.10.1946, Blaðsíða 9
L .-K KNABLAÐIÐ 115 kjósa starfsmenn fundarins. Það liefir verið venja til flýtis- auka, að kjósa þessa starfs- menn samkvæmt uppástungu og mun ég því eins og áður leyfa mér að nota þá aðferð. Dr. med. Árni Árnason, hér- aðslæknir, var fundarstjóri okkar á síðasta aðalfundi við góðan orðstír, en liann hefir nú tjáð mér, að hann liafi ekki tíma til þess að hinda sig svo fastan við fundinn, að hann geti tekið að sér aðalfundar- stjórn. Mun ég því stinga upp á lionum sem varafundar- stjóra, en sem aðalfundar- stjóra: Ingólfi Gíslasyni, fyrrv. liéraðslækni. Hinn ágæti fund- arritari, er við höfðum á síð- asta aðalfundi getur nú ekki léð liðsinni sitt til þess starfs. Yil ég því levfa mér að stinga upp á þeim Ilalldóri Stefánssyni sem aðalritara og Bjarna Jóns- syni sem vara-fundarritara. Þessir allir samþ. með lófataki. Bið ég svo þessa starfsmenn fundarins að taka til óspilltra málanna. Þá er fyrst á það að minn- ast, að á þessu timabili hefur allálitlegur hópur læknakandí- dala beiðst upptöku í félagið, en það eru þessir: Nýir félcigar. Bergþór Smári, Björn Guðbrandsson, Einar Th. Guðmundsson, Gísli Ólafsson, Jón Hj. Gunnlaugsson, Ragnlieiður Guðmundsdóttir, Þór'ður Möller, Þorgeir Gestsson, Þorsteinn Sigurðsson og Kristján Jóliannesson, hér- aðslæknir. Voru þeir boðnir velkomn- ir með lófataki. Launamálið. Fyrsta starf stjórnar félags- ins eftir síðasta aðalfund var það, eins og réyndar áður hafði verið gert, að fylgjast með til- lögum launamálanefndar og revna að fá þær samrýmdar við tillögur aðalfundarins, sem að mestu leyti aftur voru byggð ar á grundvallartillögum stjórnar félagsins. Fyrsta fund sinn um þetta efni liélt stjórn- in þ. 16. okt. 1944, en þá var launafrv. komið lil alþingis. Okkur fannst þegar í stað á því nokkrir annmarkar, frek- ar en við höfðum búizt við, bæði á sjálfu frumvarpinu og einnig á athugasemdunum. Við víkjandi launum héraðslækna er það að segja, að ætlazt var til að héruðunum yrði skipt i 5 flokka, og urðu samkvæmt þvi lægstn byrjunarlaunin að- eins kr. 4800 — hækkandi npp í kr. 6600. — Flokkun hérað- anna var mjög af handahófi og óviðnnandi að okkar dómi og laun auka-héraðslækna höfðn alls ekki verið tekin upp í frv. En í athugasemdunum

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.