Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1946, Blaðsíða 34

Læknablaðið - 01.10.1946, Blaðsíða 34
1 10 L Æ K N' A B L A 1) I Ð afslátt frá gjaldskrá sinni, hvorki á verkum né lyfjum. í bréfi þvi sem Tryggingaryfir- læknir lieftir sent sjúkrasamlögunum og áður er á minnst tekur hann ])að frani, að flest samlög i sveitum og kauptúnum hafi gert samninga við héraðslækni héraðsins á þcim grundvelli, að greitt sé eftir liinni opinberu gjaldskrá héraðslækna, en læknirinn veiti síðan afslátt frá henni. Svo kemur þessi setning, scm hér skal sett orðrétt: „Er afsláttur- inn frá 10—159c og miðaður við að sami afsláttur sé gefinn af lyfjum þeim, er iæknirinn lætur í té“. Þetta er mjög aðgæzluvert og eins og nú standa sakir mjög svo villandi fyrir samningsaðila. Að visu er það rétt, að ýmsir hér- aðslæknar bafa áður samið á þenn- an hátt við sjúkrasamlög, en eng- inn með samþykki stjórnar L. í. síðan yfirstandandi heimsstyrjöld hófst og verðgildi peninga breyttist. En þessi rök liggja til þess, að stjórn L. f. leit svo á, að þá væri ekki ósanngjarnt að héraðslæknar gæfu sjúkrasamlögunum nokkurn afslátt: í fyrsta lagi það, að borgun fyrir vcrk héraðslækna var þá, þó lág væri, i réttu verði borin saman við annað kaupgjald og í öðru lagi voru þú rft erfiðleikar á þvi fyrir liér- aðslækna að innheimta gjöld sin, og lyfjaverð vegna örðugs fjárhags í.Jme-nnings á ýmsum timum og slöðum. Þótti því hagkvæmt að veita sjúkvasamlögunum nokkurn afslátt, er næmi svipuðu gjaldi og sæmileg innbeiintulaun og vanhöld mundu liafa numið. Hvorugt þetta er nú lengur fyrir liendi. Um síðara atriðið er það að segja, að hagur manna um allt land hefur yfirleitt svo mjög batnað, að héraðslæknar telja fjárheimtur sin- ar nú mjög góðar og ekki þurfi að leggja i neinn kostnað til þess að tryggja greiða grciðslu. Hið fyrra atriðið er þó enn gleggra til þess að sýna, að nú vikur allt öðru visi við um afslátt af borg- un fyrir læknisverk lieldur en fyrir stríðið. Eins og áður er sagt var sú borgun þá i réttu verði borin saman við kaupgjald annara stétta, þannig að skilja að kaupmagn krón- unnar var þá ekki viðurkennt minnk- að né vinnugjöld annara stétta bætt upp af þeim ástæðum. En eins og kunnugt er, liefur síð- an sú stórkostlega breyting á orð- ið, að kaupmagn krónunnar liefur minnkað og þvi verðlagsuppbætur goldnar nokkurn veginn að fullu á borgun fyrir vinnu flestra stétta, nema læknisverk héraðslækna. Hirðum vér ekki að rifja liér upp baráttu stéttarinnar fyrir leiðrétt- ingu á þvi. Það mun stéttarbræðrum i fersku minni. Nægir að geta þess að 1. marz 1943, var héraðslæknum leyft að tvöfalda taxta sinn og er liann þvi nú aðeins 100% liærri en fyrir ófriðinn, en samtímis eru verkalaun annara að minnsta kosti 170% hærri að verðlagsuppbótinni einni taldri, en auk þess eru grunn- kaupshækkanir, sem orðið hafa allt að 120% lijá sumum stéttum. Og er þvi ekki of freklega mælt þö gert sé ráð fyrir að grunnkaupshækkun ein hafi orðið að meðaltali 50% lijá vinnandi stéttum. Það er þvi áreið- anlega ekki of djúpt tekið i árinni þó staðhæft sé að gjöld fyrir verk héraðslækna séu enn helmingi lægri en þau ættu að vera samkvæmt verðgildi peninga og í samræmi við önnur verkalaun og i samræmi við ]iað sem þau voru á þeim fyrir striðs- árum, scm héraðslæknar sömdu við sjúkrasamlög og veittu afslátt frá gjaldskránni. Afleiðingin af þessu er þvi sú, að liéraðslæknar hafa þegar verið

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.