Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1946, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 01.10.1946, Blaðsíða 18
124 L M K N A 15 L A Ð 1 tí komnu kerfi almannatrygg- inga, sem nái til allrar þjóðar- innar, án tillits til stétta og efnahags, að Island verði á því sviði i fremstu röð nágranna- þjóðanna.“ Hafði ráðuneytið þá falið þeim Jóni Blöndal, hagfræðing og Jóhanni Sæ- nnmdssyni, tryggingayfirlækni að starfa að undirbúningi og gera tillögur um þetta mál í samræmi við áðurnefndan mál- efnasamning. Þegar þessu var þannig kom- ið og stjórn L. í. fór að herast til cyrna að hinar vænlanlegu tillögur urn þessi efni mundu mjög verulega fara inn á hags- munasvæði lækna og jafnvel gera byltingu mikla á þeim svæðum, þá tók stjórn L. í. það ráð að rita milliþinga- nefndinni svolátandi bréf þ. 18. des. 1944: „Þar sem stjórn Læknafé- lags íslands liefur borizt til eyrna að nefnd sú, er nú sit- ur á rökstólum til þess að und- irbúa löggjöf um almennar tryggingar, muni ef lil vill láta sig skipta ýmislegt, er kann að varða hagsmuni íslenzkra lækna, þá leyfir hún sér að mælast til þess að henni verði gefinn kostur á að láta álit sitt í ljós um öll þesskonar mál, áður en þeim er ráðið til Ivkta i nefndinni.” Siðan heyrum við lítið um þetta mál þangað til í maí 1945, að við þá fáum svolát- andi bréf frá Jóh. Sæmunds- syni dags. 4. mai: „Ilerra form. Læknafélags Isl. Magnús Pjetursson, Reykj avik. Hérmeð leyfi ég mér að til- kynna yður, að nú liöfum við Jón Blöndal gengið frá tillög- um um almannatryggingar og aflient þær til prentunar. Félagsmálaráðherra liefur nýlega skipað þrjá lækna i nefnd til að fjalla um þessar tillögur, þá Guðmund Thor- oddsen prófessor úr hópi em- bættislækna i Reykjavík, Magn- ús Ágústsson, Kleppjárns- reykjum, úr bópi héraðslækna og Snorra Hallgrimsson úr hópi starfandi lækna. Þegar tillögurnar liggja fyr- ir fullprentaðar munvun vér senda yður þær, svo að yður gefist kostur á að kynnast þeim áður en þær verða bún- ar endanlega i hendur alþing- is.“ Þessi nefndarskipun kom okkur nijög að óvörum því okkur hafði aldrei getað dott- ið annað í liug, en leitað yrði til stéttarfélaganna, ef setja ætti slíka nefnd á laggirnar, ekki sízt þar sem við höfðum sérstaklega óskað eftir því að leitað yrði álits stéttarfélag- anna um tillögurnar. Stjórn L. I. ákvað því að skiifa félagsmálaráðherra í

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.