Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1946, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 01.10.1946, Blaðsíða 14
120 L Æ K N A B L AI) I }) lækna landsins engan veginn hafa unnið til þess að þeir ekki megi ganga frjálsir til sanminga um verkagjöld sin. innan þeirra takmarka, er gjaldskrá þeirra á hverjum tínia skapar." Árangurinn af því var sá sem kunnugt er, að aðeins var sagt í lagagreininni þetta „Um lcið og gjaldskrá er sett fyrir liéraðslækna skal semja við L. 1. um afslátt þegar sjúkrasam- lag annast greiðslu.“ I marzmánuði varð sam- komulag milli landlæknis og stjórnar félagsins um flokkun héraðanna og má hcita að fullt samkomulag yrði um hana og fór ráðherra alveg eftir þeim tillögum. Þannig var þá launa- mál liéraðslæknanna, að því er snertir föstu launin loks komið i liöfn í mjög viðunandi ástandi og um það efni endi bundinn á áratuga langa baráttu félags- ins fyrir því máli. Þó er ekki hægt að segja að cnn sé að fullu lokið barátt- unni fyrir hagsmunum héraðs- læknanna því enn er óafgert um lilunnindakröfur þeirra. Tillögur um þær kröfur lagði stjórn félagsins fyrir milli- þinganefnd þá, sem enn situr á rökstólum og fjalla á um nauðsynlegar brevtingar á skipun læknishéraða og þátt- töku ríkissjóðs i kostnaði við bvggingu og rekstur sjúkra- liusa og fjalla á um nauðsvn- legar breytingar á skipun lækn- ishéraða og þátttöku ríkissjóðs i kostnaði við byggingu og rekstur sjúkrahúsa og sjúkra- skýla, svo og hverjar aðrar ráð- stafanir væri nauðsvnlegt að gera til þess að tryggja sveita- héruðumim sem bezta læknis- þjómistu. En þær tillögur eru þessar: 1. Héraðslæknum skal séð fyrir læknisbústöðum og með þeim kjörum, að þeir aldrei greiði meira en 10—15% af grunnlaunum í liúsaleigu (15% af lægstu laununum, 12% af miðflokkslaunum og 10% af ]>eim hæstu). Nú er enginn op- inber læknisbústaður i liérað- inu, lieldur verður héraðslækn- irinn sjálfur að sjá sér fyrir húsnæði og skal þá greiða hon- um uppbót á húsaleigu, þannig að húsaleiga hans verði ekki hærri en áður er sagt. Húsa- leigu uppbótin greiðist af sömu aðiljum og í sömu hlutföllum og um bvggingu læknisbústað- ar væri að ræða. 2. Öllum læknisliéruðum þar sem eru 1200 íbúar eða færri, enda sé þar ekki lyfjabúð, skal rikið leggja til lyfjabúðarstofn, sem héraðslæknir siðan ábyrg- ist, lieldur við og afhendir, þeg- ar hann flytur úr héraðinu eða lætur af embætti, i hendur eft- irmanns sins eða umboðs- manns heilbrigðisstjórnarinn- ar. Stjórn Læknafélags íslands

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.