Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1946, Blaðsíða 28

Læknablaðið - 01.10.1946, Blaðsíða 28
134 L Æ K N A B L A Ð 11) 3. KOSNINGAR. í stjóm voru kosnir: Formaður: Magnús Pjetursson, með 22 atkv. Ritari: Páll Sigurðsson, með 22 atkv. Gjaldkeri: Ivarl Sig. Jónasson með 22 atkv. Varaformaður: Valtýr Alberts- son með 22 atkv. Vararitari: Ólafur Geirsson, með 23 atkv. Varagjaldkeri: Kristján Arin- bjarnar, með 21 atkv. Endurskoðendur voru kosn- ir með lófataki þeir: Júlíus Sigurjónsson og Hannes Guð- mundsson. Fulltrúar á þing Bandalags stdrfsmanna rilds og bívja voru kosnir: Ólafur Geirsson og Kristján Arinbjarnar, og lil vara: Ilelgi Tómasson og Páll Sigurðsson. 4. TRYGGINGALÖGG.TÖFIN NÝJA. Frummælendur voru þeir Kristján Arinbjarnar og Þórð- ur Þórðarson, en auk þeirra tóku þessir til máls: Baldur Jobnsen, Guðmundur Hannes- son, Kristinn Stefánsson, Odd- ur Ólafsson, Magnús Pjetursson, Páll Sigurðsson og Ólafur Jóns- son. Ilofðu þeir allir talsvert við lögin að athuga, en þó taldi Baldur Johnsen þau til bóta fyrir héraðslækna og fvrir al- menna heilsuvernd. Giiðmundiir Hannesson mælti á þessa leið: „Ég vil ekki ganga svo af þessum fundi, að ég láti þess ekki getið, að mér lízt illa á þetta pólitiska plagg, sem við böfum verið að ræða og kölluð eru „Lög um almanna- tryggingar". íslenzk læknastétt og heilbrigðislöggjöf bafa þroskast smám saman, eftir því sem okkar beztu menn töldu bezl lienta landi og þjóð. Þessi nýju lög eða skipulag er að- fluttur varningur og ærið vafa- samt að bann henti okkur alls- kostar. Læknar fá að vísu sinn hlut borinn frá borði til að bvrja með, en með vaxand læknafjölda breytist þetta. Nokkrir af göllunum koma þeg ar í ljós hjá okkur. Síðan alm. sjúkratryggingin komst á, hef- ur annriki lækna vaxið að ég bezt veit, svo biðstofurnar eru blindfullar. Þetta leiðir til þess að læknislijálpin verður flýtis- verk og verri en vera skyldi og auk þess dýrari vegna mik- ils starfs og' mikillar skrif- finnsku og millimennsku. Er- lendis hefir og margvísleg sið- spilling fvlgt þessu skipulagi, eins og sjá má á bók Liech: Die Sendung des Arztcs. Að lokum virðist mér að hér sé gert ráð fyrir óþrjótandi fé, til þess að uppfylla óskir allra og það i sluttri svipan. Glæsilegt þarf þetta að vera, núna undir kosningarnar. Það getur kom- ið breyting á allt þetta, ef

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.