Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1946, Blaðsíða 33

Læknablaðið - 01.10.1946, Blaðsíða 33
LÆKNABLAÐIÐ 139 Þessir vom kosnir: Eggert Br. Einarsson, Bjarni Snæbjörnsson og Theódór Skúlason. 5. ERINDI: UM SCHOCK- MEÐFERÐ GEÐVEIKRA. Kristján Þorvarðarson flutti erindi er fjallaði um 8 ára reynslu hans á scliockmeðferð við geðveiki.*) Helgi Tómasson dr. med flutti einnig ýtarlegt erindi um hið sama. Var gerður mjög góður rómur að máli þeirra og þökkuðu fundarmenn með lófataki. 6. ÖNNUR MÁL. 1. Lesnir voru upp reikning- ar „Styrktarsjóðs ekkna og munaðarlausra harna islenzkra lækna“ fyrir árið 1945. 2. Ivosnir voru i Serfræðinga- nefnd almannalrygginganna: Aðalmaður: Páll Sigurðsson og Varam.: Kristján Arinbjarnar. 3. Argjaldið var ákveðið kr. 100.00. ' Þar sem fleira var ekki til umræðu var fundi slitið. Jngólfur Gíslason (sign.) fundarstjóri. Halldór Stefánsson (sign.) fundarritari *) Grein um þetla efni er vænt- anleg i Læknablaðinu. FYLGISKJAL I. LÆKNAFÉLAG ÍSLANDS. Reykjavík, 18. des. 1944. Kæri stéttarbróðir. Eins og stéttarbræðrum mun kunnugt, voru samningar milli hér- aðslækna og sjúkrasamlaga eitt af þeim málum, sem voru á dagskrá siðasta aðalfundar Læknafélags ís- lands. Var kosin nefnd í málið og bar hún fram tillögur í málinu, scm fundurinn beindi til stjórnar félags- ins til „athugunar og leiðbeiníng- ar“. Munu þær tillögur i heild sinni reifaðar í öðru bréfi. Jafnframt var því beint lil stjórnarinnar undir um- ræðunum, að hún skrifaði liéraðs- læknum uin málið og gæfi þeim leiðbeiningar um grunndrög til samninga við sjúkrasamlög. Nú hefur Tryggingarstofnun rík- isins sent sjúkrasamlögunum, auk fyrirmyndar til samþykktar fyrir ])au, einnig fyrirmynd til samninga við héraðslækna og jafnframt hefur Tryggingaryfirlæknirinn sent þeim umburðarbréf, sem á meðal annars að vera til leiðbeininga við samning- ana, svo og ýmis önnur gögn, er að starfseminni lúta. LTt af þessu vill stjórn félagsins ekki láta undir höfuð leggjast að láta héraðslæknum í té ýmsar at- lnigasemdir viðvikjandi áðurnefnd- um samningsgrundvelli og bréfi yf- irlæknisins, til leiðbeiningar og að- vörunar. Skal þá fyrst tekið fram að stjórn Læknafélags íslands telur samn- ingsgrundvöll þann sem Trygging- arstofnunin hefur senl sjúkrasam- lögunum yfirleitt aðgengilegan að forminu til, þó með þeim breyting- um, scm hér verður getið á eftir. Er þá fyrst að nefna stærsta at- riðið, en það er að hún telur ekki rétt að héraðslæknar gefi nokkurn

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.