Læknablaðið - 01.10.1946, Blaðsíða 24
LÆKNABLAÐIÐ
130
stjórnar Læknafélags íslands
til þess að koma því frv. á
framfæri. Stjórn félagsins taldi
sig enga afstö'ðu geta tekið til
málsins að svo stöddu, en lof-
aði að taka það síðar meir til
atliugunar og jafnvel setja
nefnd í það.
Sendu þessi félög stjórn L.l.
siðar frv. þeirra i heild, ásamt
fleiri skjölum þar að lútandi.
Þau sendu það og til alþingis,
þvi í des. síðastl. barst svolát-
andi bréf frá heilbrigðis- og fé-
lagsmálanefnd neðri deildar:
„Heilbrigðis- og félagsmála-
nefnd neðri deildar alþingis
leyfir sér liér með að scnda yð-
ur frv. til lyfjalaga, er nefnd-
inni hefir borizt frá Lyffræð-
ingafélagi íslands og Apótek-
arafélagi íslands með ósk um
að nefndin flytti málið.
Nefndin beiðist umsagnar
yðar um málið.“
Stjórn L.í. taldi sig bvorki
bafa næga þekkingu né tíma
til þess að gera svona miklu
máli góð skil, og liefur því ekki
látið álit sitt i ljós við þing-
nefndina. Síðar á alþingi kom
fram þingsályktunartillaga um
að setja milliþinganefnd í mál-
ið, og væri einn nefndarmanna
valinn af Læknafélagi íslands.
En sú tillaga sofnaði á alþingi
og þannig allt málið, að þvi
sinni.
Þótt betta mál, ef til vill,
snerti ekki mjög læknastéttina,
þá er það benni þó ekki óvið-
komandi, sízt béraðslæknum
þeim, sem verða að reka lyfja-
sölu. Og þar sem málið þannig
hefur verið sent til umsagnar
félagsins af tveimur aðiljum og
annar sjálft liið báa alþingi,
þá finnst stjórn L.I. að félag-
ið geti ekki skotið sér bjá að
afgreiða það á einhvern hátt
og befur þvi sett málið á dag-
skrá. Er það þó ekki meining-
in, að unnt verði að ræða slikt
mál bér á þessum fundi, það
væri bara tímaeyðsla, beldur
var bitt ætlunin, að fundurinn
kj'si þriggja manna nefnd til
þess að athuga það og aðstoða
stjórn félagsins við afgreiðslu
Jiess til næsta þings, ef sú yrði
raun á, að það verði þar aft-
ur upp tekið.
Lœkncinemar.
I febrúar siðastl. fékk stjórn
L.I. bréf frá Félagi læknanema
og er bréfið þannig:
Reykjavik. 10. febr. 1946.
Heiðraða stjórn.
A fundi i Félagi læknanema
þann 4. febrúar s.l. var gerð
eftirfarandi ályktun um kaup-
kröfur læknanema sem aðstoð-
armanna héraðslækna:
Nemendur i miðliluta: á fvrsta
ári kr. 150.00 á mán; á öðru
ári kr. 250.00 á mán.
Nemendur i síðasta hluta: á
fvrsta ári kr. 400.00 á mán.;
á öðru ári kr. 500.00 á mán.
Kaupkröfur þessar miðast
við I. flokks læknishéruð. Fyr-